Tíminn - 29.06.1975, Síða 30

Tíminn - 29.06.1975, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 1975. EINS og lesendum Nú-tímans er kunnugt, hafa tveir ungir menn geystst fram á ritvöllinn á siðum Nú-timans að undanförnu og deilt um tvær hljómsveitir: Zeppelin og Cream. Nú-timinn ætlar að sjálfsögðu lesend- um sínum að dæma um röksemdafærslu deilumanna, en hann vill vekja athygli á þessum deilum, sem eru á ýmsan hátt harla merkilegar, og svo sannarlega þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Siðast liðinn sunnudag svaraði hr. Rjómi bréfi Zeppelinska alþýðumannsins, sem birzt hafði hálfum mánuði áður. í dag svarar alþýðumaðurinn „litla, rjóða rjóma- rassinum”, eins og hann nefnir hr. Rjóma á einum stað, — og er bréf Zeppelinska alþýðumannsins á þessa leið: Þaö setur að mér þunglyndi við lestur greina eins og þeirrar, sem birtist undir yfirskrift, sem upplýsti, að litill og aumur drengur hefði pissað í buxurnar. Vesalingurinn litii sagði ekki mikið, þar sem hann stóð hiand- blautur inni á niiðju eidhúsgólfi. Iiann notaði mfna grein, en skipti um nöfn — þ.e. í stað Zeppelin setti hann Cream og i stað Page setti hann Clapton. En litli vin, hver kemur i stað Plants, og hvað kemur i stað „Stairway to Iieaven”? Við get- um öll ritað svona ofstækis- pistla. Sumir segja að Slade séu beztir.en aðrir E.L.P. Hins veg- ar reyndi ég að beita rökum i málaleitan minni. Þú virðist ekki skilja inig, litli rjómarass. Let me explain. Ef þú litli rjóma- búðingur... Sko, Cream stóðu aldrei i vegi fyrir þeirri ætlan minni að segja að Zeppelin hefðu komið fram með nýja og friska stefnu, þvi Cream fluttu þunga tónlist (sem þú veigrar þér við að skilgreina nánar). Þessi þunga tónlist er 'bland af blues og rokki og var algeng á timum Cream. Þegar Zeppelin koma fram, hafa þeir skilið þessar stefnur að, vegna þess að blues ER blues og rokk ER rokk. En þeir hafa auk þess upphafið þunga rokkið, sem er i anda gamla góða 1950-rokksins, en modemiserað. Einnig leika Zeppelin blues sem er frumlegri heldur en Cream-bluesinn. Þeir leita aftur i timann með þvi að nota munnhörpu og meö þvi að láta Plant túlka textann betur en gert hafði verið um skeið. Gitarleikur Page er mun mark- vissari heldur en Claptons. Clapton er eins og fljúgandi skitakamar upp og niður fret- borðið, en Page.... Hann er hinn rólyndi og göfugi konungur gitarleikaranna, sem leikur sér að tilfinningum alþýðunnar með þvi að snerta strengi hörpu sinnar á háleitan og djúptækan hátt. Ef þú, litli rjómabúðingur, fengir þér eins og eitt stykki af Zeppelinplötu, þá skildirðu hvert éger að fara. En þar eð þú ert einn af hinum fjölmörgu ts- iendingum, sem haldnir eru for- dómum gagnvart Zeppelin, þá skilurðu litið. Þar varstu heldur óheppinn litli rjomaluði! RITDEILURNAR SVAR ALÞYÐUNNAR: Clapton er eins og fljúgandi skítakamar. SEGIR ZEPPELINSKI ALÞÝÐUMAÐURINN í SVARI SÍNU TIL HR. RJÓMA a. rjtdeilurnar Þú sprokar út um blues, og tæmir þar með þann grunna drullupoll, er leyndist i vizku- skálum þinum um þau efni. Þar varstu heldur óheppinn, litli rjómalúði! Það ER staðreynd, að ljóðið skapar bluesinn. Gitar- inn gerir það ekki. Rafmagns- gitarinn var litið notaður i þrælabúðum Ameriku, þegar blökkumenn voru dregnir og reknir um allar jarðir, án matar eða svefns. ÞAR er vagga bluesins, en ekki við hlandkopp Claptons. Ég tek fram, að blues- ljóð eru með vissum blæ, sem er auðþekkjanlegur. Ég efast stór- lega um að Osmonds-skrillinn gæti ort blues-ljóð, þvi þau vita ekki hvað blues er. Það er hreinn útúrsnúningur að blanda mormónalýð i málið. Varðandi taktinn og áherzlurnar.... Á Led Zeppelin III er lag, sem heitir Gallows pole. Þú og þinir likar héldu sjálfsagt að það væri country-western, létt-rokk. Lagið er gamall blues-standard. í þvi er enginn einleikur á gitar, taktur er frábrugðinn þvi sem er i öðrum blues-lögum Zeppe- lin, og áherzlur einnig. Það er Plant.sem segir mér að lagið sé blues, ljóðið segir það. — Eins og ég sagði: „Það eru tiltölu- lega fáir, sem VITAhvað blues er”. ..undarlegt að rjóma- froðu- snakkurinn.. inn skuli rugla þessum tveim hljómsveitum saman, sem bendir til þess að hann þekki ekki mikið til Zeppelin. Þú segir að Cream sé viðmið- unarpóll. Þarafrekar þú eitt of- stækið I viðbót. Þú færir inn nafn Cream i stað Zeppelin. Þú getur logið þvi að m jög fávisum mönnum að Cream sé stærra nafn heldur en Stones, Beatles eða Zeppelin. Þegar við lesum upplýsingar MM um nýja rokk- hljómsveit, er alltaf sagt að hún sé lik hinni eða þessari i brans- anum. 1 flestum tilfellum kemur nafnið Zeppelin fyrir, sem við- miðunarpóll. Cream sést aldrei. Það er vegna þess að Cream lék aðra tónlist heldur en Zeppelin, og það er staðreynd, sem þeir háu herrar hjá MM gera sér grein fyrir. Annars er það und- arlegt, að rjómafroðusnakkur- Rjómafroðan feyklst brott.. Rjómverski ævintýramaður- inn leitast i bréfi sinu við að gera blues að einhverju dulrænu og ósjálegu fyrirbæri. Siðan á Cream að setjast ofan á tind for- dóma og fáfræði saklauss fólks, sveipuð blárri slæðu framand- leikans... Svona töffara þoli ég ekki!! Ég skil mætavel þann sárleik, sem felst i orðum rjómakreistunnar. Hann „digg- aði” Cream á sinum tima og trúði þeim fyrir dýpstu og leyndustu þrám barnshjartans. Hann hélt að Cream myndi sigra heiminn. Þá kom þetta ferliki... þetta loftskip! Rjóma- froðan feykist brott úr hugum fólks og draumur litla drengsins er á enda. Það er vel skiljanlegt, að hann hati Zeppelin. Litli, rjóði o rjómarassinn.. o Eitt vil ég drepa á: ætternis- fölsunina. Litli, rjóði rjóma- rassinn hefur tekið fullan þátt i harmgreyptri baráttu ekkju Graf Zeppelin, ér hún stefndi Led Zeppelin fyrir ólögmæta notkun nafns hennar ektamaka. Ætternisfölsunin bendir til þess að maðurinn sé fordóma- og of- stækisfullur Þjóðverjahatari og eigi ætt sina liklegast að rekja til þess fólks, sem kallast Dana- og Rússahatarar i bók Laxness, Heimsljósi. Hann talar um hæfileika Claptons. 1 þvi sambandi rifja ég upp eina sögu: Einu sinni var hljómsveit, sem hét Yardbirds. Þar léku saman m.a. Jeff Beck og Eric Clapton. Einnig kom þar fram Jimmy nokkur Page, þ.e. sem sessionisti i stúdiói. Hann hafði lent i innsta hring stúdíólifs Lundúnaborgar SEX- TAN ára gamall, 1960. Nú, Yardbirds gerðu það vist bara gott á sinu fyrsta albúmi, Five live Yardbirds, en þegar þeir tróðu upp á hljómleikum, Page- lausir, voru þeir púaðir niður.... Þvi miður fyrir þig, litli vin. Fantasiur duga ekki til, fólk vill heyra tónlist. Litli vin! Aður en þú lýkur upp munni á ný, áður en skin i hvi'tt píanóborðið næst, gerðu það þá fyrir sjálfan þig að verða þér úti um plötu með Zeppelin og hlusta á hana. Hlustaðu á tvö siðustu lögin á hlið no. eitt á plötu no. þrjú. Heyrirðu muninn? Þarna sérðu góða aðgreiningu á blues og rokki. Hlustaðu á uppbygg- ingu rokk-lagsins. Er hún nokk- uð LiK þvi sem gerðist hjá Cream? Nei, auðvitað ekki. Eða uppbygging blues-lagsins, ná- kvæmnin og vandvirknin? Ha, Guðjón minn!? Gæðin, maður, gæðin!! Þegar þú hefur hlustað á Zeppelin, þá sérðu muninn á þeim og Cream. En svona þér að segja, held ég að það séu færri skref frá Cream yfir i Deep Purple og Black Sabbath, þá úrkynjuðu ræfla, heldur en frá Cream upp i Zeppelin. Það er vel viðeigandi að klykkja út með sönnum og góð- um islenzkum kveðskap. Aftur grip ég til góðvinar mins al- þýðuskáldsins Macmillans. Hann hefur I hyggju að gefa út ljóðabók á næstunni (fyrst að Mattió getur það), og á hún að heita „Á þundar öglis vængj- um”. Þar er m.a. að finna ljóða- bálkum Led Zeppelin, sem heit- ir „Zeppelinio fellinas im purb- um quadrum”, eða „bunhend ferrima i zeppelinsku sam- hengi”. Einhvern veginn fannst mér eftirfarandi erindi eiga vel við mál mitt: „Ég mun lifa er aldir liða ihafið og ljóðum hlaða um þá, sem matégmest. Mitt andastrit af skjölum mun ei skafið þótt skiljið þið mig ekki manna bezt”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.