Tíminn - 29.06.1975, Page 36

Tíminn - 29.06.1975, Page 36
36 TÍMINN Sunnudagur 29. júni 197S. "aað er liklega íSvalur ég efast') rett. „Bobodo 950” 'um að þetta sé< er dskiijanlegt, ' opinber ■> ég viburkenni þaö j.merking.^r-^ ---------tttjj i-ftsfl sauiiflií Ég ~y-S/ Gleymum ' skammaöist miif>) ÞvIum Svalur, stuud, < , skipstjórinn j hvaö getur % var reiöur.rC >.Bobodo950”. O Hver var... var þaö neitkvætt — engra viöbragöa varö vart. Taugasérfræöingurinn dr. Thomas Harter rannsakaði Allen og staðfesti að samkvæmt gildandi mati um mörk lifs og dauöa væri örugglega um heila- dauöa að ræða: ekki yröi vart nokkurra viðbragöa, andardrátts eöa ósjálfráðra hreyfinga. Klukkan átta um kvöldið var Allen úrskurðaður látinn, þó svo aö hjarta hans og lungum væri enn haldið i gangi. Einum tima siöar var farið með hann inn á skurðstofuna — og læknarnir Jack Copeland og Alvin Hackel, sem báðir voru starfandi i hópi hjartasérfræðinga undir stjórn dr. Shumways, komu fljúgandi frá Stanford til Highlandsjúkra- hússins. Shumway kom sjálfur akandi. Á leiðinni sprakk eitt dekkið á bil hans, en hann náði þó áfangastaðnum á réttum tima. Klukkuna vantaöi stundar- fjórðung i ellefu, þegar læknarnir slökktu á gervilunganu og fjar- lægðu siðan i skyndi hjartað úr opnum brjóstkassa Allens. Hjartað var lagt i saltupplausn i geymi, sem fylltur var is. Einnig voru nýrun fjarlægö til notkunar siöar, en farið var með lik Allens i sjúkrahúskapelluna. Siðan var farið með isgeyminn, sem hjartað var i, i þyrlu er beið við sjúkrahúsiö. Sérstakt flug- leyfi var gefið i tilefni þessa, og við alla flugvelli voru sjúkrabilar til reiðu ef á þyrfti að halda. Flug- maðurinn hafði samband við læknana á Stanford gegnum tal- stöðina, og þar beið Wixom með opinn brjóstkassa eftir nýju hjarta. Siðasta spölinn inn i skurðstofuna hljóp einn læknanna með hið dýrmæta hjarta, sem læknarnir komu svo fyrir i brjósti Wixoms, þar sem það byrjaði að slá jafnt og rólega. — Þetta hjarta var eins og skapað fyrir manninn minn, segir Joy Wixom. — Hans eigiö hjarta hafði verið veikt og meira og minna óstarfhæft i 29 löng ár. Okkur datt ekki annað i hug en að hjartagjafinn heföi verið látinn. Hefðum viö verið i minnsta vafa um það, hefðum við aldrei beðið um hjarta Allens. Fimmtudaginn 13. september gaf likskoöunarmaðurinn i Oak- land út krufningarvottorð, eftir að hafa krufið lik Samúels Allen. 1 þvi segir stutt og laggott: Dánar- orsök — byssuskot i höfuð og heila. Brjóstkassinn er opinn og hjartað vantar..... Allen var grafinn tveimur dögum siðar i Manor i Texas. Þann 18. október hætti hjarta hans endanlega að slá. Vixom lifði ekki hjartaigræðsluna af, og lézt af völdum ýmiss konar kvilla, sem fylgdu i kjölfar hennar. A meðan reyndu lög- fræðingarnir að leysa þann vanda, sem fylgdi ákæru á hend- ur Andrew Lyons. 1 Kaliforniu er ekki um að ræöa neina sérstaka skilgreiningu á dauðahugtakinu utan þess, að dauöinn er skilgreindur sem „lok lifsins”. Læknar hafa viljað skilgreina dauðahugtakið sem algjöra stöðvun blóðrásarinnar og annarrar likamsstarfsemi, svo sem andardrátts, púls og þess háttar. — Hin rökrétta ályktun þessarar skilgreiningar er sú, að maður sé lifs svo lengi, sem aðeins eitt lif- færi viöheldur starfsemi sinni, segir lögfræðingurinn Albert W. Meoling. — Eftir að liffæraflutningar hófust er i rauninni nauðsynlegt aö finna þrengri skilgreiningu á dauöahugtakinu, þvi að ella hlýtur hver einasti liffæra- flutningur aö teljast glæpsamlegt athæfi, og sá læknir, sem hann framkvæmir, að vera sekur um morð. — Þetta mál hefur veriö afskap- lega rangtúlkað, segir dr. Burns. — Við höfum oft áður fjarlægt hjörtu úr mönnum, þegar heili þeirra hefur veriö hættur að starfa, t.d. hefur slikt verið gert við þá, sem látizt hafa af völdum umferðarslysa og sjálfsmorða. Allen var mjög alvarlega sár og átti enga möguleika á að lifa. Lif- færi hans gátu á hinn bóginn haldiö lifinu i þremur sjúkling- um, svo að við erum þeirrar skoðunar, að við höfum gert hið eina rétta. Og þaö má lika bæta þvi við, að bandarisk rannsókn hefur leitt i ljós, að það er næstum útilokað, að sjúklingar lifi, eftir að niöurstöður heilalinurits hafa orðið neikvæðar. Af 2.650 sjúklingum, sem kannaðir voru i rannsókninni, lifðu aðeins þrir, segir dr. Burns. Joy Wixom segir: — Ég er þeirrar skoðunar, að einstakling- ur sé látinn og að andinn yfirgefi likamann, þegar heilinn getur ekki starfaö lengur. Gwendolyn Allen segir: — Heföi ég vitað að samþykki mitt til hjarta- flutningsins kynni að leiöa til þess, að moröingi Sams yrði ekki ákærður og kæmist undan refsingu, hefði mér aldrei dottiö i hug að gefa nokkurst slikt samþykki. — Ég er þó þeirrar skoðunar — þrátt fyrir allar lagaflækjur — að ég hafi gert það sem rétt var, heldur frú Allen áfram. — Þegar heilinn er dauður er persónuleiki viðkomandi manns horfinn, þvi að heilinn er lykillinn aö sál mannsins... Allt þetta fólk — og fjöldi annarra — hefur orðið að taka af- stöðu til spurningarinnar um llf og dauða. Málið gegn Andrew Lyons er lögfræðilegur sorgar- leikur, þar sem aðeins fyrsta þætti er lokið. Lyons gengur laus gegn tveggja og hálfrar milljónar króna tryggingu. Ætli hann sé að velta fyrir sér spurningunni um hin raunverulegu mörk milli lifs og dauða og hvern þátt heilalinurit geti átt i lausn hennar? — Nei, segir verjandi hans. — Hann er bara saklaus maður, sem er ranglega ákærður fyrir að hafa myrt annan mann, þvi að i rauninni var það alls ekki hann, sem batt enda á lif Allens, heldur þeir læknar er önnuðust hjarta- flutninginn. (Þýtt HJ)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.