Tíminn - 29.06.1975, Qupperneq 40

Tíminn - 29.06.1975, Qupperneq 40
Sunnudagur 29. júni 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAlfER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson SÍS-FÓDUU SUNDAHÖFN GBÐI fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS SÆMILEGT ÚTLIT í y JÚRISAAA" Á AKUREYRI ASK-Akureyri. „Það er nokkuð mikið um afpantanir og að ferða- skrifstofur geti ekki staöið við að fylla upp i pantanir” sagði Arn- finnur Arnfinnsson hótelstjóri á Varðborg í viðtali viðblaðið i gær. „Hitt er svo aftur annað mál að IOGT getur ekki boðið uppá sömu þjónustuog önnur hótel, þjónustu er íslendingar meta mikils.” Þa® kom fram að nýting á Varðborg var i vetur 40—50% og sagði Arnfinnur að i þeim hópi væri minna um Islendinga en oft áður. í sumar bjóst hann við sæmilegri nýtingu og þar hjálpaði mikið framtak Flugleiða við að lengja ferðamannatimann, en hingað norður hafa komið hópar á vegum félagsins. Ragnar Ragnarsson hótelstjóri á Hótel KEA sagði að þangað leit- aði yfirleitt sama fólkið, en litið væri um að ferðamannahópar gistu þar. Þá bjóst Ragnar við svipuðum ferðamannastraum norður á land og undanfarið nema hvaö Vestmannaeyjar drægju eitthvað til sín af ferðamönnum sem annars hefðu farið norður. Á Akureyri verður lítið um ráð- stefnur eða fundahöld. A Hótel KEA verður iðnstefna i lok ágúst, en Hótel Varðborg hefur engin fundarhöld bókuð. Hinsvegar vildi Arnfinnur benda á mögu- leika þá er Borgarbió hefur uppá að bjóða, en kvikmyndahúsið er i tengslum við hótelið. A Akureyri verður hótelrými i sumar fyrir um 300 manns i um það bil 150 herbergjum. 300 rúmmetrum af jarðvegi mokað út úr frystiklefa hjá Kaupfélagi-N-Þingeyinga ASK-Kópaskeri. Raki og léleg einangrun undir gólfi eins af frystiklefum K.N.Þ. olli því að frost komst i jarðveginn undir frystiklefanum og lyftist gólfið um allt að 20 cm. Siðan i janúar hefur verið unnið við að brjóta það upp og hefur nú allt að 300 rúmmetrum verið mokað út til að ná fyrir frostið. Þá er og stöðugt dælt heitu lofti um klefann sem er 400 fermetrar. Að sögn Kristjáns Ármanns- sonar kaupfélagsstjóra hefur um það bil 3 milljónum verið eytt i verkið, en allsendis óvist sé um heildarkostnað. Vonir standa til að frystiklefinn verði tilbúinn fyrir sláturtið, vandræðaástand getur skapast veröi klefinn ekki til, en þarna er um að ræða stærsta frystiklefann af þremur hjá Sláturhúsi K.N.Þ. Hætta blöðin að koma út? FB-Reykjavik. Fundur með samninganefndum Blaðamanna- félagsins og blaðaútgefenda hófst hjá sáttasemjara kl. 14 á föstu- daginn og lauk klukkan rúmlega niu á laugardagsmorgun, án samkomulags. Blaðamenn hafa fengið bréf þess efnis frá útgef- endum dagblaðanna, að ekki verði greitt kaup 1. júli, en sam- kvæmt samningum eiga blaða- menn að fá fyrirfram greitt kaup. Hyggjast útgefendur ekki greiða kaupið af ótta við yfirvofandi verkfall, en með allsherjar at- kvæðagreiðslu i Blaðamanna- félagi íslands var veitt heimild til handa stjórn og trúnaðarmanna- ráði um að boða verkfall ef talið yrði nauðsynlegt, til þess að knýja fram kjarabætur. Ef blaða- menn fá ekki greitt kaup er lik- legt, að þeir leggi niður vinnu, þar sem hér er um brot á samningum að ræða, og þá koma blöðin ekki út. Sáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila til fundar á ný. NÝIR ÍBÚAR í SÆDÝRASAFNIÐ: Ársgamlir simpansar frá Afríku,pelikanar, snæuglur og páfagaukar gébé Rvik — Sædýrasafnið I Hafnarfirði hefur fengið nýja meðlimi, eru það evrópskir hvitir pelikanar, ara-páfagauk- ar, snæugiur og siðast en ekki sizt, tveir ársgamlir simpansa- apar. Dýrin höfðu aðeins verið um tvo daga i safninu þegar blm. og Ijósmyndara Timans bar aö garði, og voru ekki enn búin að jafna sig að fullu eftir ferðalagið, en öli komu dýrin með flugvél frá Kaupmanna- höfn. Pelikana-parið eru fallegir fuglar, hvitir og hnarreistir. Þeir eru fullvaxnir, en ekki voru þeir búnir að jafna sig eftir ferð- ina og litið farnir að borða enn, að sögn Jóns Gunnarssonar. Það var Ritfangaverzlunin Penninn i Reykjavik, sem hefur Pelican-umboðið á íslandi, sem gaf þetta par og kostaði það sex- tiu þúsund krónur. Þá var keypt snæuglupar og einnig 2 stórir páfagaukar frá dýragarðinum I Kaupmanna- höfn.fyrirfé sem safnaz hefur i söfnunartunnu, sem undanfarin ár hefur verið i Sædýrasafninu. Snæuglurnar eru tveggja ára. Dýragarðurinn i K.höfn. hefur átt gamalt snæuglupar, sem upprunalega var veitt á Græn- landi. Frá þessu pari hafa kom- ið 2-3 ungar á ári, sem dreifzt hafa meðaldýragarða I Evrópu, og snæuglur þær, sem Sædýra- safnið fékk nú, eru afkvæmi þessa gamla pars. Páfagaukarnir tveir, eru upp- runnir i frumskógum Suður- Ameriku, en hafa verið i dýra- garðinum i Khöfn i nokkra mán- uði. Anar páfagaukurinn er svo- kallaður ljósrauður ari en hinn er blá-rauður ari. Gömlu simpansa-aparnir, sem voru I Sædýrasafninu, voru fluttir þaðan fyrir nokkru. Þeir voru orðnir 10 ára og heldur skapstyggir og latir og þvi varla nógu skemmtilegir fyrir gesti safnsins. Þessir nýju apar, sem nú eru komnir, eru einnig simpansa-apar, aðeins um árs- gamlir og fjörugir mjög. Þeir voru veiddir i frumskógum Mið- Afriku aðeins um 5-6 mánaða gamlir, en hafa verið i sóttkvi i dýragarðinum i Kaupmanna- höfn undanfarna 6 mánuði. Þetta litla apa-par borðar að mestu ávexti og grænmeti. Það hefur verið skirt Fix og Trix. Apa-stelpan, Fix, er litið eitt minni en Trix, en Trix passar hana vel fyrir öllum, sem vilja klappa henni. Aparnir eru ekki búnir að venjast þvi að láta góna á sig allan daginn og eru i óða önn að kynna sér hin nýju heimkynni sin, en þeir eru með afbrigðum forvitnir. I hóp dýranna i Sædýrasafn- inu, hafa einnig bætzt átta litlir yrðlingar, sem nú eru um átta vikna gamlir. Móðir þeirra, átti sex yrðlinga í fyrra, en hún gaut þá i fyrsta skipti. Fjöldi gesta heimsækir Sæ- dýrasafnið, og er yngsta kyn- slóðin þar i meirihluta. Mestur fjöldi kemur um helgar og sagði Jón Gunnarsson, að þá kæmu aldrei undir l.OOOmanns. Nú eru Pclikanarnir eru hinir mynd- ariegustu, en ekki voru þeir búnir að jafna sig eftir flug- ferðina frá Kaupmannahöfn, og syntu eirðarlaust um og höföu litla lyst á loðnunni sem þeim stóð til boða. Apa-stelpan Fix horfir hug- fangin á Ijósmyndarann, en vinur hennar Trix virðist ekki kæra sig mikið um hann. Timamyndir: Gunnar. sex ár liðin siðan safniö tók til starfa, og i dag starfa þar fimm fastráðnir starfsmenn, en fleira fólk er á sumrin og þá sérstak- lega um helgar. Á s.l. ári fékk Sædýrasafnið l,6millj. kr. f rekstrarstyrk, 1,3 millj. kr. i fjárfestingarstyrk og 7,4 millj. kr. komu inn á árinu i aögangseyri. Þá má og geta þess, að húsin fyrir dýrin eru mjög fjárfrek og kostaði t.d. Is- bjarnarmannvirkið 11 millj. kr., en laun til starfsmanna voru 5,9 millj. kr. á sl. ári. Augnaráð snæuglanna er hvasst, og lítið voru þær hrifn- ar af komu Ijósmyndarans inn i búrið. t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.