Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 11

Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 11
MÁNUDAGUR 11. apríl 2005 11 BJÖRGUNARSVEITARMENN VIÐ EGILSSTAÐAKIRKJU Um 250 björgunarsveitarmenn úr 56 björgunarsveitum voru á landsæfingu Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar sem fram fór á Austurlandi um helgina. Sett voru á svið einföld leit- arverkefni, flókin fjallabjörgunarverkefni, stórslys, flugslys, rútuslys og sjóverkefni. ÖRYGGISLEYSI Vegna bilunar í síma- línu var ekki hægt að afgreiða bens- ín eða díselolíu á Vopnafirði frá morgni síðastliðins miðvikudags og fram eftir degi. Aðeins er hægt að kaupa eldsneyti á Vopnafirði í sjálf- sala og ef hann bilar er ekki hægt að kaupa eldsneyti í byggðarlaginu en Vopnafjarðarhreppur telur á átt- unda hundrað íbúa. Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjón- ustustjóri Símans á Austurlandi, segir að notkun sjálfssalans sé háð ISDN tengingu. „Tengingin bilaði umræddan dag en komst í lag aftur samdægurs,“ segir Gunnar. Dæmi eru um að Vopnfirðingar hafi lent í vandkvæðum vegna þessa og einn íbúi þurfti að dæla bensíni af vélsleða sínum til að komast í flug frá Egilsstöðum. kk Eldsneytissala á Vopnafirði: Lokað vegna símabilunar SJÁLFSALINN Á VOPNAFIRÐI Í nokkrum byggðarlögum á landinu hafa olíufélögin lokað hefð- bundnum bensínstöðvum og sett upp sjálfsala í þeirra stað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.