Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Mikil áhersla er lögð á fyrirtæki og viðskipti í kom- andi þingkosningum í Bretlandi en úrslit kosn- inganna eru ekki talin hafa mikil áhrif á efnahagsá- standið þar. Kosningaloforð flokkanna eru svipuð og boða eingöngu smávægilegar breytingar. Því hafi kjósendur í raun úr litlu að velja og áhrif kosn- inganna verði eftir því. Tony Blair segir efnahagsmál vera aðalatriðið í þessum kosningum. Líklegt er að hann vilji beina sjónum almennings frá Íraksstríðinu með því að leggja áherslur á efnahagsstöðugleika og boðar hann betri tíð. Það sem einna helst íþyngir bresku viðskiptalífi er skriffinnska og eftirlit. Bæði Verkamannaflokk- urinn og Íhaldsflokkurinn lofa umbótum í þeim efn- um. Eitt af kosningaloforðum Verkamannaflokks- ins er að fækka eftirlitsstofnunum úr 31 í 7. Mjög erfitt er að stofna fyrirtæki í Bretlandi og bælir það niður frumkvöðlastarfsemi og vilja fólks til að hefja rekstur fyrirtækis. Lítil fyrirtæki eiga að vera uppspretta hagnaðar og nýsköpunar. Því er mjög mikilvægt að auðvelda stofnun þeirra og með því að lofa að draga úr skriffinnsku ætla flokkarnir að stuðla að því. Verkamannaflokkurinn er sagður hafa verið hliðhollur stærri fyrirtækjunum á kostn- að þeirra smærri og sjáist það best á sterkri stöðu fyrirtækja í dag. Síðustu þrettán ár hefur hagvöxtur verið nokkuð stöðugur í Bretlandi en verkamannaflokkurinn hef- ur verið við völd undir stjórn Tonys Blair síðustu átta ár. Blair hefur verið sakaður um að vera of mikið til hægri í stjórnmálum. Andstæðingar flokksins rök- styðja það með þeirri staðreynd að stór fyrirtæki hafa verið að vaxa á kostnað þeirra minni. Einnig er bent á að Verkamannaflokkurinn hafi samþykkt upptöku skólagjalda á háskólastigi. Allir flokkarnir boða aukin ríkisútgjöld en mis- mikla aukningu á þeim í framtíðinni. Viðskiptahalli Bretlands hefur stöðugt verið að aukast. Verðbólga hefur verið lág að undanförnu og vextir að sama skapi og vilja stuðningsmenn Verkamannaflokksins meina að það sé efnahagsstjórn flokksins að þakka. Aðrir segja að efnahagsþróunin í löndunum kring- um Bretland hafi kallað á þær breytingar sem hafi verið að undanförnu. Íhaldsflokkurinn lofar skattalækkunum en í Economist segir að þær skattalækkanir séu svo litl- ar að þær séu innan skekkjumarka. Í skoðanakönnun sem birtist á vef Financial Times fyrr í vikunni kemur fram að 63 forstjórar hafi skrifað blaðinu bréf og lýst yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Þeir segja að það ógni stöð- ugleikanum að kjósa stjórnarandstöðuna. Á sama vef er skoðanakönnun um það hvaða flokk lesendur telji bestan fyrir viðskiptalífið. Um helmingur telur að Íhaldsflokkurinn muni reynast því best og 36 prósent Verkamannaflokkurinn. Greinilega eru því uppi skiptar skoðanir um hvaða flokkur styðji best við viðskiptalífið. - dh Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer er nú langt kom- inn með að tryggja sér ráðandi hlut í Manchester United knatt- spyrnuliðinu. Aðdáendur eru allt annað en sáttir og hafa stofnað fyrirtæki til að berjast gegn yfir- tökunni. Glazer þarf að leggja fram endanlegt tilboð fyrir 17. maí en hann á nú þegar tæplega þrjátíu prósent í hinu sögufræga félagi. Aðdáendurnir hafa stofnað fyrir- tækið Shareholders United og vija ná að minnsta kosti tíu pró- senta hlut í fyrirtækinu en með því vilja þeir koma í veg fyrir að innlausn- arskylda myndist – en þá myndi Glazer geta eignast allt félagið. Shareholders United hefur haft samband við nokkra stærstu fjárfestana í United en enn sem komið er hefur félagið aðeins yfir tveimur prósentum hluta- fjár að ráða. Stuðningsmennirnir hafa hins vegar tryggt sér stuðn- ing nokkurra öflugra banka og ættu því að eiga möguleika á því að ná til sín stærri hlut. Shareholders United safnar nú hlutafjárloforðum til að styrkja stöðu sína en stjórnendur hyggj- ast svo nota hlutafé sitt sem tryggingu fyrir frekar lánum til aukinna kaupa. - þk Þann 4. maí 1979 tók Margrét Thatcher við embætti forsætis- ráðherra í Bretlandi og varð fyrsta konan til að gegna emb- ættinu. Hún var forsætiráð- herra til 1990 þegar flokksmenn hennar felldu hana sem leiðtoga flokksins. Hún var fyrsti breski forsæt- isráðherrann til að sitja þrjú kjörtímabil í Downingstræti 10, aðsetri breska forsætisráðherr- ans, frá því 1827 og er talin vera einn merkasti stjórnmálamaður síðustu aldar í Bretlandi. Thatcher komst fyrst á þing árið 1959 þegar hún náði kjöri sem íhaldsmaður í Finchley kjör- dæminu í Norður-Lundúnum. Frami hennar í breskum stjórn- málum var skjótur. Hún varð skuggaráðherra árið 1967 í stjórnarandstöðu og árið 1970 var hún gerð að ráðherra mennta og vísinda í ráðuneyti Edwards Heath. Árið 1975 var hún kjörin leiðtogi Íhaldsflokksins. Þá var ólga í bresku samfélagi, verkföll tíð og efnahagur í lægð. Í kosn- ingunum 1979 fóru íhaldsmenn fram undir kjörorðinu „Verka- mannaflokkurinn er ekki að virka“ (Labour isn’t working) og unnu sigur. Helstu verkefni Thatcher í upphafi ferils sín var stórfelld einkavæðing á fjölmörgum svið- um atvinnulífsins en það hafði í auknum mæli fallið undir stjórn ríkisins á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Thatcher dró og verulega úr áhrifum breskra verkalýðsfélaga og hafði að stefnu að lækka ríkisútgjöld. Það gekk þó ekki eftir og voru ríkis- útgjöld svipuð við lok valdatíma hennar og upphaf. Snemma á valdaferli sínum stóð Thatcher frammi fyrir því að ákveða hvernig bregðast ætti við því þegar Argentínumenn hertóku Falklandseyjar. Thatcher ákvað að bregðast af fullri hörku við innrásinni og náði breski herinn eyjunum aft- ur á sitt vald. Þessi harka Thatcher í utanríkismálum náði ekki aðeins til heimsveldisins heldur einnig baráttunnar við kommúnismann. Hún var mikill bandamaður Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta, bæði í baráttunni við Aust- urblokkina og eins í almennu viðhorfi til hlutverks ríkisins. - þk S Ö G U H O R N I Ð Thatcher verður forsætisráðherra Bretlands Í skoðanakönnun sem birtist á vef Financial Times fyrr í vikunni kemur fram að 63 forstjórar hafi skrifað blaðinu bréf og lýst yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. VERKAMANNAFLOKKURINN ÆTLAR AÐ FÆKKA EFTIRLITS- STOFNUNUM Tony Blair forsætisráðherra Bretlands. Lofa minni skriffinnsku Úrslit bresku kosninganna hafa lítil áhrif á viðskiptalífið. Fr ét ta bl að ið /R eu te rs Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 373 Lev (41,6) – Carnegie Svíþjóð 75 SEK (8,834) – deCode Bandaríkin 5,69 USD (63,1) – EasyJet Bretland 216,75 GBP (120,17) – Finnair Finnland 6,3 EUR (81,21) – French Connection Bretland 240,75 GBP (120,17) – Intrum Justitia Svíþjóð 49,9 SEK (8,834) – Low & Bonar Bretland 118,5 GBP (120,17) – NWF Bretland 445 GBP (120,17) – Scribona Svíþjóð 14,2 SEK (8,834) – Singer & Friedlander Bretland 310,25 GBP (120,17) – Skandia Svíþjóð 34,1 SEK (8,834) – Somerfield Bretland 197,5 GBP (120,17) – Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 2. maí 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 0 + 0 % JÁRNFRÚNNI LÍST EKKI Á BLIKUNA. Margaret Thatcher mun hafa haldið í frí til útlanda í aðdraganda kosninganna í Bret- landi á morgun. Henni líst ekkert á mögu- leika flokkssystkina sinna í kosningunum enda hefur Íhaldsflokkurinn vart verið svipur hjá sjón síðan hún lét af forystu. Vilja stöðva yfirtöku Stuðningsmenn Manchester United vilja ekki að Bandaríkjamaður eignist félagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.