Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 78
42 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Með fréttum síð-ustu viku um meint samband Ölmu Guðmunds- dóttur, söngkonu í Nylon, og Óskars Páls Sveinssonar upptökustjóra er ljóst að stelpan ætlar sér að ná langt. Hún er að gera nákvæmlega það sama og Celine Dion gerði á sínum tíma þegar hún byrjaði með upptökustjóran- um sínum og um- boðsmanni, Rene Ang- elil. Það þarf ekki að tí- unda söguna því stjarna Dion hefur skinið skært síðan hún hnaut um Angelil. Þetta bragð, að ná sér í einn eldri og reyndari, er þó alls ekki nýtt af nál- inni og hægt væri að skrifa heila bók um slík sambönd. Jane Fonda byrjaði með leikstjóranum Roger Vadim og eftir það fór hennar ferill að ganga mun betur og sama má segja um Sophiu Loren þegar hún byrj- aði með leikstjóranum Carlo Ponti. Það verð- ur því spennandi að vita hvort Ölmu tekst jafn vel upp með Óskar Pál. Lárétt: 2 áfall, 6 jökull, 8 fugl, 9 ílát, 11 sjúkdómur, 12 jafnaðarmann, 14 feril, 16 ekki, 17 mjúk, 18 vendi, 20 í röð, 21 orm. Lóðrétt: 1 hársveip, 3 drykkur, 4 hand- samaðir, 5 lofttegund, 7 stefnan, 10 mál, 13 verkfæri, 15 svara, 16 hestur, 19 ólíkir sérhljóðar. Lausn. – hefur þú séð DV í dag? DV birtir kynlífsræðu Svanhildar Hólm hjá Opruh í heild sinni „Ef ung stúlka byrjar að stunda kynlíf við 15 ára aldur er ekki litið á hana sem lausláta.“ Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Tónlistarmaðurinn Mugison, sem er á tónleikaferð erlendis um þess- ar mundir, fær góða dóma í breska tímaritinu Uncut og dagblaðinu The Times fyrir síðustu plötu sína Mugimama is this monkeymusic? Platan fær fjóra af fimm mögu- legum í Uncut. Þar er Mugison sagður vera undir áhrifum frá tón- listarmönnunum Tom Waits, Will Oldham og Beck. Í The Times fær platan fullt hús, eða fjóra af fjórum mögulegum. Þar er Mugison einnig líkt við Tom Waits, sem hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Ísfirðing- inn knáa. Gagnrýnandi The Times er hæstánægur og segir meðal ann- ars: „Mugison hefur selt meira en Björk í heimalandi þeirra, Íslandi, og ástæðan er ekki sú að tónlistin svamli um í meginstraumnum. Mugimama snýr skrýtinni sýn Bjarkar á poppið í 90 gráður.“ Tónleikaferð Mugison um Evr- ópu lýkur í París þann níunda maí. Í lok júní fer hann síðan til Dan- merkur til að spila á Hróarskeldu- hátíðinni víðfrægu. ■ MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison fær góða dóma í breskum fjölmiðlum. Þar er honum meðal annars líkt við hinn virta tónlistarmann Tom Waits. Það var Ingvar E. Sigurðsson, mörgum að óvörum, sem hreppti hlutverk Erlendar í kvikmyndinni Mýrinni sem er byggð á skáldsögu Arnalds Indriðasonar. Undanfarið hálft ár hefur mikið verið rætt um hver gæti leikið þennan snjalla rannsóknarlögreglumann. Elva Ósk Ólafsdóttir mun leika Elínborgu og Björn Ingi Haraldsson fer með hlut- verk Sigurðar Óla. Valið á Ingvari verður að teljast nokkuð óvænt, því hann hefur ekki verið talinn líklegur kandítat í hlut- verkið. Frekar var talið að mun eldri leikari hreppti það. „Við fórum í gegnum nánast alla leikarastéttina og tókum okkur góðan tíma til þess að velja í hlutverkið,“ segir Baltasar Kormákur, framleiðandi myndarinnar. Hann segir það hafa ráðið úrslitum hversu vel Ingvar höndli hlutverk af þessari stærð- argráðu á hvíta tjaldinu. „Þá komu hingað til lands aðilar frá þýska fyr- irtækinu Bavaria sem tekur þátt í framleiðslunni. Þeim leist mjög vel á hann en höfðu þó ekki séð hann í öðrum kvikmyndum,“ segir Baltasar og telur það sýna hversu góður leikari Ingvar er. „Hann ger- ir allt sitt mjög fagmannlega,“ bæt- ir hann við. Hvað aldur Ingvars varðar segir Baltasar að hann hafi „aldurslaust“ yfirbragð auk þess sem hann sé 42 ára og geti því vel átt átján ára dótt- ur eins og Erlendur. Hann vildi enn- fremur ekkert gefa út á það hvort þessi „ungi“ aldur Ingvars benti til þess að fleiri myndir væru í burðar- liðnum. „Ég á eingöngu réttinn að Mýrinni en ef vel tekst til þá er ég mjög spenntur fyrir því. Það er hins vegar alveg ótímabært að ræða slíka hluti.“ Mýrin verður mjög stór mynd á íslenskan mælikvarða ef tekið er mið af því að hún er ekki á ensku og ekki með víkingum. Kostnaðurinn við gerð hennar verður um 170 milljónir íslenskra króna og segir Baltasar að hún verði af svipaðri stærðargráðu og Hafið. Nýlega voru skoðaðir tökustaðir, í Norður- mýrinni og á Reykjanesi. „Mér finnst Grindavík vera mjög spenn- andi staður, ber og flottur,“ segir hann. Það er Edward Martin Weinman sem er að leggja lokahöndina á handritið en hann aðstoðaði Baltasar við handritið að Little Trip to Hea- ven. Jón Atli Jónas- son mun síðan ís- lenska það. Reynir Lyng- dal leikstýrir myndinni og s e g i s t B a l t a s a r treysta hon- um fullkom- lega, þrátt fyr- ir að þetta sé fyrsta myndin hans í fullri lengd. „Reynir hefur gert mikið af auglýs- ingum og stutt- myndum þannig að hann þekkir þennan miðil mjög vel.“ Mýrin fer vænt- anlega í tökur í haust. freyrgigja@frettabladid.is ER ÞETTA ERLENDUR? Valið á Ingvari E. Sigurðssyni verður að teljast nokkuð óvænt því hingað til hefur verið talið að mun eldri leikari hreppti hlutverk Erlends. ...fær Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri fyrir að vera góð fyrirmynd og taka þátt í átaki Íþróttasambands Íslands og hjóla í vinnuna. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST Mugison fær góða dóma MÝRIN: KOSTAR 170 MILLJÓNIR Stór mynd á íslenskan mælikvarða Ekki nógu feitur Nú er stórt spurt! Mér líst bara vel á það, þótt mín persónulega upp- lifun á persónunni Er- lendi gefi mér tilefni til að telja Ingvar alls ekki nógu feitan í hlutverkið. Ingvar er auðvitað frá- bær leikari og passar held ég ágætlega ald- urslega því Erlendur er ekki nærri eins gamall og hann lítur út fyrir að vera. Þetta er því fínn aldur og Ingvar mun taka sig vel út í hlutverki Erlends með sín börn á snemmþrítugsaldri. Spennandi Erlendur úr Ingvari Mér líst bara vel á það. Ingvar er afbragðs leik- ari. Ég hafði að vísu gert mér Erlend í hugarlund sem bæði eldri og þreknari náunga, en það verður spennandi að sjá hvernig þeir ná að gera Erlend úr Ingvari. Aldur er auðvit- að afstæður og þetta verður alltaf spurningin um að geta leikið. Ég treysti Baltasar til að gera eitthvað flott úr þessu. Feitur, lúinn og lífs- leiður Mjög vel. Ingvar er frá- bær leikari – sem er það eina sem skiptir máli fyrir hvaða hlutverk sem er. Mér hefur alltaf þótt Erlendur sérlega óáhugaverð söguper- sóna; feitur, lúinn og lífsleiður. Ingvar getur áreiðanlega skilað karak te re inkennum hans en hefur nægan sjarma til þess að gera hann áhugaverðan. Að horfa á alvöru leikara vinna er eins og að horfa á lista- verk sem maður verður aldrei leiður á. ÞRÍR SPURÐIR Kristinn Kristjánsson foringi Hins íslenska glæpafélags. Dröfn Þórisdóttir útgáfustjóri hjá Eddu útgáfu. Súsanna Svavarsdóttir, bók- menntafræðingur í San Fransisco. HVERNIG LÍST ÞÉR Á INGVAR E. SIGURÐSSON Í HLUTVERKI ERLENDS Í MÝRINNI? Í Fréttablaðinu á föstudag var rang-lega sagt að blaðið Orðlaus væri hætt að koma út. Hið rétta er að út- gefendur blaðsins hafa tekið hönd- um saman með Sigurði G. Guð- jónssyni, Karli Garðarssyni og fleir- um í kringum Blaðið sem er vænt- anlegt í hús á föstudag. Orðlaus mun koma út í óbreyttri mynd nema hvað útgöfudögum verður fjölgað og er áætlað að það komi út í byrjun hvers mánaðar. Steinunn Jakobsdóttir, ritstjóri Orðlausrar, mun einnig skrifa í Blaðið sem og Magnús Björn Ólafsson sem hefur skrifað í blaðið undanfarið. Annars hafa þær Halldóra Þorsteinsdóttir, fyrrum ritstjóri Vamm, og Erna Kaaber, fyrrum fréttakona af Stöð 2, ráðið sig til starfa á Blaðinu. FRÉTTIR AF FÓLKI [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Um 76 prósent. Fyrirtækið tapaði rúmlega millj- arði króna. Jónasi frá Hriflu. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2dögg,6ok,8lóa,9kút,11 ms, 12krata,14slóða,16ei,17lin,18 sný, 20rs,21snák. Lóðrétt: 1lokk,3öl,4gómaðir, 5gas, 7kúrsinn,10tal,13tól,15ansa,16ess, 19 ýá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.