Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 30
Dögg Hjaltalín skrifar Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3.038 milljónir króna eftir skatta. Afkoman er undir vænt- ingum greiningardeilda bank- anna og lækkaði gengi bankans eftir birtingu uppgjörs. Gengishagnaður bankans var 1,4 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hreinar vaxtatekjur jukust um 63 prósent frá fyrra ári og voru 4,5 milljarðar króna. Vaxtamunur hefur aukist lítil- lega en hann var 2,5 prósent á tímabilinu en var 2,4 prósent á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall af banka- starfsemi jókst milli ára og var rúm 50 prósent en á sama tíma í fyrra var það 38 prósent. Hagnaður af rekstri Sjóvár nam 1.257 milljónum króna á fyrsta árs- fjórðungi. Munar þar mestu um 1.313 millj- óna króna gengis- hagnað sem má að verulega leyti rekja til sölu félagsins á hlut í FL Group. Vá- tryggingastarfsemin skilaði 99 milljóna króna hagnaði saman- borið við 205 milljóna króna tap í fyrra. Heildareignir samstæðunnar námu 767 milljörðum króna 31. mars og höfðu aukist um 13 pró- sent frá áramótum. Eignir BN- bank teljast til sam- stæðunnar frá fyrsta apríl en þær námu 381 milljarði um síð- ustu áramót. Eignir Íslandsbanka eru því komnar yfir 1.000 milljarða á þessum tímapunkti. Vika Frá áramótum Actavis -2% 3% Atorka 1% 5% Bakkavör 4% 42% Burðarás -2% 18% Flaga Group -3% -13% FL Group 0% 46% Íslandsbanki 0% 22% Kaupþing Banki -1% 23% Kögun 0% 35% Landsbankinn -1% 35% Marel 0% 13% Og Fjarskipti 7% 33% Samherji 0% 9% Straumur -1% 26% Össur -4% 7% *Miðað við gengi í Kauphöll í gær MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Hagnast um þrjá mill- jarða á fyrsta fjórðungi Niðurstaðan er undir væntingum greiningardeilda. Vátryggingarstarfsemi Sjóvár skilar nú afgangi. Greiningardeild Íslandsbanka veltir því fyrir sér í Morgun- korni sínu á mánudag hvort Ís- lendingar séu í raun betur stæð- ir en frændur þeirra í Noregi. Það hlaut mikla athygli fyrir skemmstu þegar olíusjóður Norðmanna fór yfir þúsund milljarða norskra króna að verðmæti en samkvæmt út- reikningi greiningardeildarinn- ar jafngildir það um 2,3 milljón- um íslenskra króna á hvern Norðmann. Olíusjóðurinn á að standa undir eftirlaunagreiðsl- um þegnanna en hér á landi er enginn slíkur sjóður starfrækt- ur. Hér standa hins vegar lífeyr- issjóðirnir mjög vel að vígi í samanburði við flest önnur lönd. Eignir íslenskra lífeyrissjóða um áramótin námu tæplega þús- und milljörðum íslenskra króna. Það jafngildir 3,4 milljónum króna á hvern Íslending. Þar sem Norðmenn hafa ekki safnað í sjóði til að eiga fyrir líf- eyrisgreiðslum framtíðarinnar þarf oliusjóðurinn að duga. - þk Íslandsbanki er orðinn tíundi stærsti banki Norðurlandanna að markaðsvirði samkvæmt tölum frá Bloomberg. Bankinn var met- inn á 2.079 milljónir evra við lok síðasta ársfjórðungs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kemst á þennan lista en fyrir var KB banki sem er kominn í 8. sæti. Markaðsvirði KB banka var á sama tíma 4.434 milljónir evra. Sem fyrr trónir Nordea, sænski risabankinn, í fyrsta sæti. Mark- aðsvirði hans var 22.272 milljónir evra. Markaðsvirði Íslandsbanka hækkaði um rúm 30 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. - eþa Frá áramótum hafa tvö félög í Kauphöllinni staðið upp úr hvað varðar mestu viðskipti. Þetta eru Íslandsbanki og KB banki. Velta hvors félags fyrir sig var yfir 60 milljarðar króna við lokun mark- aða á mánudag. Íslandsbanki hef- ur vinninginn eins og staðan er nú en velta hans var um 67 millj- arðar króna en KB banki stóð í 61 milljarði. Landsbankinn kom svo í þriðja sæti með 26 milljarða veltu, FL Group í fjórða (16 millj- arðar) og Burðarás í því fimmta (14,7 milljarðar). - eþa Íslandsbanki og KB banki: Hafa mikla yfirburði í veltu Íslendingar standa vel: Ríkari en Norðmenn? Undrast þolinmæði stofnfjáreigenda Pétur H. Blöndal telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar geti jafnvel fengið meira en tvo milljarða ef reksturinn er í lagi Einn frægasti fjárfestir heims, hinn ungverksættaði George Soros, hóf sinn starfsferil í breska bankanum Singer & Friedlander, sem KB banki er að kaupa þessa dagana. Fluttist hann til London árið 1947, þá sautján ára gamall, og nam við London School of Economics. Er Sin- ger & Friedlander oft minnst í þessu samhengi enda Soros goðsögn margra í lifandi lífi. Þykir það ekki skemma fyrir orðstír bankans að hafa gefið Soros fyrst tækifæri í fjármálaheiminum. Soros varð þekktur um allan heim þegar vogun- arsjóður hans hagnaðist um 985 milljónir doll- ara í einum viðskiptum þegar breska pundið gengisféll árið 1992. Soros veðjaði á að þetta myndi gerast þvert á það sem boðað hafði verið og uppskar eftir því. Talið er að ef þetta hefði ekki gengið eftir hefði það þýtt gjaldþrot Soros. – bg Pétur H. Blöndal, alþingismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, er undrandi á því hvað stofnfjáreigendur vítt og breitt hafa mikið langlundargeð og skil- ur ekki þolinmæði stofnfjáreig- enda í Sparisjóði vélstjóra sem höfnuðu tillögu stjórnar á aðal- fundi sjóðsins um að rýmka heim- ildir til að kaupa og eiga stofnfé. Það hefði leitt til þess að myndast hefði markaður með stofnbréfin og þeir stofnfjáreigendur, sem það vildu, hefðu getað selt. Hann telur að viðbrögð stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar séu af- leiðing þess að menn vilji fá fjár- muni fyrir bréfin sín eins og gerð- ist í SPRON. Pétur er ekki frá því að þær verðhugmyndir sem heyrst hafa um Sparisjóð Hafnarfjarðar séu nærri lagi en stofnfé 47 stofnfjár- eigenda hefur verið verðlagt á tvo milljarða. Eigið fé sparisjóðsins er um þrír milljarðar. „Það er aldrei hægt að meta verðmæti stofnfjár sparisjóðs á við eigið fé hans vegna alls kyns kvaða um út- greiðslu arðs og atkvæðatakmark- ana en tveir milljarðar gæti verið nærri lagi. Verðið gæti jafnvel orðið hærra ef reksturinn er í góðu lagi,“ segir Pétur. - eþa Í ÖÐRU SÆTI Næstmest er verslað með hlutabréf í KB banka það sem af er ári. HEILDAREIGNIR YFIR 1.000 MILLJÖRÐUM Bjarni Ármannson, forstjóri Íslandsbanka. Banki Land Virði* 1. Nordea Svíþjóð 22.272 2. Danske bank Danmörk 15.052 3. SHB Svíþjóð 12.672 4. DnBNOR Noregur 10.548 5. SEB Svíþjóð 10.318 6. Foreningssparbanken Svíþjóð 9.373 7. Sampo Finnland 6.337 8. KB banki Ísland 4.434 9. Skandia Svíþjóð 4.024 10. Íslandsbanki Ísland 2.079 * Markaðsvirði (í evrum) ÍSLANDSBANKI Á TOPP TÍU Íslandsbanki var 10. stærsti banki Norðurlanda við marslok en virði hans var þá 30 prósentum hærra en við byrjun árs. Íslandsbanki gerir strandhögg Orðinn 10. stærsti banki Norðurlanda S T Æ R S T U B A N K A R N O R Ð U R L A N D A N N A Þ A N N 3 1 . M A R S 2 0 0 5 Soros byrjaði í Singer GEORGE SOROS Hefur verið kall- aður konungur vogunarsjóðanna. Landsbankinn 4.385 KB banki 3.470 Hagnaður 3.038 í milljónum króna Fr ét ta bl að ið /V ilh el m S P Á U M A F K O M U Í S L A N D S B A N K A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.