Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN10
F R É T T A S K Ý R I N G
Skráning tískukeðjunnar Mosaic Fashions
sætir tíðindum, bæði fyrir fyrirtækið sjálft,
aðaleiganda þess og íslenska markaðinn.
Ekki hefur verið skráð nýtt fyrirtæki í Kaup-
höllina frá því að Flaga fór á markað og þrátt
fyrir verðmætaukningu félaga í Kauphöll-
inni og útgáfu nýs hlutafjár á síðasta ári hef-
ur umræðan um Kauphöllina fremur ein-
kennst af afskráningu fyrirtækja en ný-
skráningu.
Sama má segja um Baug sem hefur keypt
fyrirtæki í Bretlandi og skráð þau af mark-
aði. Nú kemur fyrirtækið með félag á mark-
að sem það hefur unnið að uppbyggingu á
undanfarin misseri. Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs, segir Mosaic of lítið til þess
að ná þeirri athygli sem það verðskuldar á
breska markaðnum. „Reynslan sýnir að góð
fyrirtæki í smásölugeiranum fá ekki þá at-
hygli sem þau eiga skilið nema að veltan sé
yfir milljarð punda.“ Hann segir að við það
bætist að stíft sé horft á fyrirtæki í smásölu
á breska markaðnum og fjölmiðlar hafi mik-
inn áhuga á félögum í greininni. „Menn hafa
barið þessi félög sundur og saman fyrir lítils-
háttar frávik í rekstrinum.“ Hann segist bú-
ast við að skráning Mosaic hér á landi muni
vekja talsverða athygli í Bretlandi. „Fjöl-
miðlar gerðu mikið úr því að rússnesk versl-
unarkeðja skráði sig á markað í London og þá
töluðu menn um að London væri miðstöð
hlutabréfa í heiminum.“
ALÞJÓÐLEG TÍSKUKEÐJA
Baugur keypti Oasis árið 2003 og endurfjár-
magnaði félagið. Oasis keypti síðan Karen
Millen og úr varð fyrirtækið Mosaic sem á
fjórar tískukeðjur: Oasis, Karen Millen,
Whistles og Coast. Hlutfjárútboðinu nú,
ásamt skuldbréfaútboði, er ætlað að endur-
fjármagna og lækka skuldir og þar með fjár-
magnskostnað fyrirtækisins. Mosaic rekur
600 verslanir og er með á sjötta þúsund
starfsmenn. Jón Ásgeir segir Baug og aðra
stærstu fjárfesta ekki á leið að yfirgefa fé-
lagið. Núverandi eigendur hyggjast ekki selja
neitt af sínum hlut og nýtt hlutafé er hrein
viðbót. Hann segir stefnuna setta á vöxt. Enn
séu þónokkur vaxtartækifæri fyrir einstök
merki Mosaic í Bretlandi, en Mosaic ætli sér
stóra hluti sem alþjóðleg verslunarkeðja.
„Við viljum sjá félagið í sambærilegum hópi
og alþjóðlegar verslunarkeðjur eins og Henn-
es og Mauritz.“
GAMALREYNDUR Í TÍSKUNNI
Derek Lovelock, forstjóri Mosaic, er gamal-
reyndur í tískubransanum og hefur starfað
við tískuverslun í yfir þrjátíu ár. Hann hefur
lagt áherslu á að fjögur vörumerki bjóði upp
á meiri stöðugleika í rekstri. Endrum og sinn-
um komi það fyrir hjá einstöku vörumerki að
vörulína hitti ekki í mark. Sem dæmi um
þetta er NEXT þar sem vörulína brást algjör-
lega eitt tímabilið. Líkurnar á að slíkt gerist
hjá fleirum en einu merki á sama tíma eru
hins vegar litlar. Undir þetta tekur Meg Lust-
man, framkvæmdastjóri stefnumörkunar hjá
Mosaic. „Við værum tæplega að tala um
skráningu á markað ef Karen Millen og
Whistles hefðu ekki verið keypt inn í sam-
stæðuna.“ Bretland er langstærsta markaðs-
svæði Mosaic, stendur fyrir 78 prósent af
sölu fyrirtækisins. Mosaic er með tveggja
prósenta markaðshlutdeild í Bretlandi. „Við
sjáum tækifæri í Bretlandi, sérstaklega hjá
Whistles og Coast.“
Vöxtur hagnaðar fyrir af-
skriftir og fjármangsliði hefur
verið 27 prósent að meðaltali
undanfarin þrjú ár. Söluaukn-
ingin hefur numið þrettán pró-
sentum á sama tímabili.
KÍNA OG NORÐUR EVRÓPA
Derek Lovelock segir spenn-
andi að kynna fyrirtækið fyrir
íslenskum fjárfestum. „Þau
viðbrögð sem við höfum fengið
eftir komuna eru frábær. Ég
held að við höfum vanmetið
mikilvægi þessarar skráningar
fyrir kauphöllina hér. Við höf-
um að sjálfsögðu verið upptek-
in af mikilvægi skráningarinn-
ar fyrir Mosaic.“
Karen Millen og Oasis hafa
verið að hasla sér völl á alþjóða-
markaði. Til að mynda eru 34 Oasisbúðir í
Kína. Derek segir að Oasis sé einnig mjög
sterkt merki á Norðurlöndum. „Norður Evr-
ópa hentar okkur vel því við þurfum litlu að
breyta í vörulínum okkar fyrir þann markað.
Í Kína stefnum við að því að Oasisbúðir verði
komnar yfir hundrað vorið 2006. Það er stór
fjárfesting og mikil tækifæri.“ Hann segir
Karen Millen sérlega evrópskt merki. „Karen
Millen gengur óvenjulega vel í Bandaríkjun-
um, miðað við að það er breskt merki.“
Baugur verður áfram stærsti hluthafinn í
Mosaic með 36,6 prósenta hlut eftir hlutafjár-
aukninguna. Derek segir fyrirtækið njóta eig-
andans í að koma að verslunum í öðrum fjár-
festingum fyrirtækisins svo sem Magasin du
Nord. „Sú búð hefur farið geysilega vel af
stað.“
VERÐIÐ SAMBÆRILEGT
Derek Lovelock vefst ekki tunga um tönn
þegar hann er spurður hvers vegna Íslend-
ingar ættu að fjárfesta í Mosaic Fashions.
„Það sem gerir okkur sésök, fyrir utan að
verða eina smásölufyrirtækið á markaði hér,
er að með skráningunni opnast tækifæri til
þess fyrir fjárfesta að eignast hlut í tísku-
keðju um leið og áhættan er minnkuð með því
að fjögur sterk vörumerki eru innan fyrir-
tækisins.“
Stjórnendur Mosaic eru spenntir að sjá
hvernig breskir fjölmiðlar og markaðsaðilar
muni bregðast við því að félagið verði skráð á
Íslandi. Richard Glanville,
fjármálstjóri segir að eflaust
muni einhverjir telja að þeir
komi hingað vegna þess að
þeir fái gott verð fyrir hluta-
bréfin. „Það er alls ekki raun-
in og verðbilið er ekki miðað
við það. Verðið á bréfunum er
sambærilegt við það sem
gengur og gerist í Bretlandi.
Við viljum sjá bréfin hækka
eftir að þau hafa verið skráð.“
Eftir skráningu verður það
markaðarins að meta fyrir-
tækið. Vilji Mosaic auka hluta-
fé í framtíðinni til þess að
mæta fjárfestingum við frek-
ari vöxt fyrirtækisins mun
það gert á grundvelli þess
verðmiða sem markaðurinn
hefur sett á félagið.
Skráning Mosaic er ekki síður spennandi
fyrir Kauphöll Íslands. „Í fyrsta lagi er
skráningin ánægjuefni vegna þess að ekki
hefur verið mikið um nýskráningar undan-
farin misseri. Mosaic er fyrsta félagið af
nokkrum sem við gerum ráð fyrir að verði
skráð á næstunni,“ segir Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta sýnir að
markaðurinn hér er öflugur og þessi skrán-
ing gæti rutt brautina fyrir skráningu ann-
arra erlendra félaga.“
Kauphöllin kemst í tísku
Skráning Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands er góð tíðindi fyrir fyrirtækið og Kauphöll Íslands.
Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármagnsliði er svipaður og hjá Símanum. Gert er ráð fyrir að
verðmæti félagsins við skráningu á markað verði hátt í fjörutíu milljarðar króna. Hafliði Helgason
fjallar um fyrirtækið og skráninguna.
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
Mosaic Fashions stefnir að
örum vexti á næstu árum.
Derek Lovelock og hans fólk
stefna að því að gera vöru-
merki tískukeðjunnar þekkt
um allan heim. Mosaic rekur
600 verslanir víða um heim
og stefnt er að því að sala
fyrirtækisins verði yfir fimm-
tíu milljarðar á yfirstandandi
ári og hagnaður fyrir afskrif
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
ilh
el
m
Stærstu hluthafar
Mosaic eftir hlutafjár-
útboð
Baugur 36,6%
KB banki 9,8%
Derek Lovelock 7,9%
Kevin Stanford 6,4%
Karen Millen 6,4%
Richard Glanville 4,0%
Jane Woolf 3,4%
Kaupthing Lux. 3,0%
Zaboo Ltd. 2,7%
Meg Lustman 1,4%
Aðrir 5,4%
Nýtt hlutafé 13,0%
▲