Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 6
6 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Tryggingastofnun ríkisins: Útgáfa evrópskra sjúkra- tryggingakorta hafin HEILBRIGÐISMÁL Útgáfa Trygginga- stofnunar á evrópsku sjúkra- tryggingakorti er hafin. Ef Íslendingur lendir óvænt í slysi eða veikindum á ferð um Evrópu veitir kortið korthafanum rétt til nauðsynlegrar heilbrigðis- þjónustu á sama verði og heima- menn greiða. Kortið tryggir að viðkomandi greiðir aðeins hlut sjúklings í læknisþjónustu og lyfj- um. Það gildir hjá heilsugæslu- stöðvum, sjúkrahúsum, apótekum og öðrum þjónustuaðilum með samninga við opinbera sjúkra- tryggingakerfið, en ekki þegar um er að ræða þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkrastofnun- um sem starfa án samnings við hið opinbera. Brýnt er að þeir sem dvelja tímabundið í Evrópulandi, gæti þess ávallt að leita heilbrigð- isþjónustu sem rekin er af hinu opinbera eða hjá aðilum sem hafa samninga við ríkið. Evrópska sjúkratrygginga- kortið er gefið út á einstaklinga, ekki fjölskyldur eins og E-111 vottorðið, og einfaldast er að sækja um kortið á heimasíðu TR, tr.is. Allir Íslendingar, og aðrir EES ríkisborgarar, sem sjúkra- tryggðir eru hér á landi eiga rétt á að fá evrópska sjúkratryggginga- kortið til notkunar á ferðalögum til annarra EES landa. -jss Ráðherrar sverja embættiseið í skugga ofbeldis: Ríkisstjórn al-Jaafari tekin við völdum BAGDAD, AP Ráðherrar í ríkisstjórn Íraks sóru embættiseið sinn í gær, í skugga ofbeldisöldu sem ekkert lát virðist á. Tvær bandarískar orrustuþotur eru taldar hafa lent í árekstri yfir landinu í fyrradag. Við innsetningarathöfn í íraska þinginu í gær hétu Ibrahim al- Jaafari forsætisráðherra og ráðu- neyti hans að verja land og þjóð. Enn á þó eftir að skipa í fimm mikilvægar stöður, þar á meðal embætti varnarmálaráðherra og olíumálaráðherra, þar sem ekki hefur náðst samkomulag um hverjir eiga að gegna þeim. Al- Jaafari vill að súnníi taki að sér varnarmálaráðuneytið en á með- an sá maður er ófundinn stýrir forsætisráðherrann því sjálfur. Ekkert lát er á ofbeldinu í land- inu. 35 féllu í árásum víðs vegar um Írak í fyrradag og í gær biðu 12 manns bana í skotbardaga í Ramadi, flestir þeirra uppreisnar- menn. Þrír lögreglumenn dóu í átökum í Samarra. Talið er að tvær bandarískar orrustuþotur sem saknað var á mánudag hafi skollið saman yfir suðurhluta Íraks. Lík eins flug- mannsins fannst í gær en flök vél- anna eru enn ófundin. ■ Fara með málið eins langt og það kemst Samtök eigenda sjávarjarða höfða mál á hendur ríkinu. Nýfallinn dómur Hæstarétt- ar tók ekki á eignarrétti sjávarbænda á hlunnindum í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir viðbúið að mál bændanna endi í Strassborg. SJÁVARBÆNDUR Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá við- urkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði al- mennt og einnig í netlögum. Net- lög marka ytri eignamörk jarð- eigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. „Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það,“ sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstarétt- ar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillu- karls á Ströndum innan netlaga. „Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar,“ sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytja- mála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn,“ sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í at- vinnuskyni. „Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur,“ seg- ir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. „Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendun- um, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadóm- stóla Evrópu,“ bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lít- inn áhuga á bótum fyrir eignar- nám. „Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta,“ sagði hann og taldi bara framkvæmda- atriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstól- um. olikr@frettabladid.is Bréf til al-Zarqawi: Kvartað yfir hæfnisskorti BAGDAD, AP Hersveitir Banda- ríkjamanna hafa fundið bréf stílað á Abu Musab al-Zarqawi leiðtoga uppreisnarmanna í Írak. Í bréfinu er kvartað undan slæmu andrúmslofti á meðal fylgismanna og hæfnisskorti foringja hryðjuverkasamtak- anna sem al-Zarqawi leiðir. Ekki hefur tekist að ganga úr skugga um uppruna eða sannleiksgildi bréfsins en ef rétt reynist virð- ist fylgi við hryðjuverkahópinn fara minnkandi. Engu að síður eru samtökin enn fullfær um að framkvæma mannskæð hryðju- verk eins og atburðir síðustu daga sanna. ■ GENGU BERSERKSGANG 30-50 unglingar gengu berserksgang í Hjulsta-skólanum í Stokkhólmi í gær. Þau lömdu húsakynnin að innan og utan með keðjum og bareflum þannig að ekki var ein rúða óbrotin þegar þau höfðu lok- ið sér af. Skemmdarvargarnir voru á brott þegar lögregla kom á vettvang. ■ SVÍÞJÓÐ ■ TÓGÓ Er Eiður Smári Guðjohnsen besti knattspyrnumaður Ís- lands frá upphafi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að krefjast aukins eldvarna- viðbúnaðar hjá Hringrás? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Aldurstakmark 60 ára og eldri. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Þátttakendur læra að koma sér upp ókeypis tölvupóstfangi. Kennsla hefst 9. maí og lýkur 30. maí. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. • Upprifjun • Æfingar í Word ritvinnslu • Leit og vinnsla á internetinu og meðferð tölvupósts. • Excel kynning Kennsla hefst 10. maí og lýkur 31. maí. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. FYRSTA KORTIÐ Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, afhenti Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra fyrsta kortið á fundi með fréttamönnum þar sem kortið var kynnt. AL-JAAFARI Í BEINNI Þessir írösku menn fylgdust með sjónvarpsútsendingu frá innsetningu ríkisstjórnarinnar af miklum áhuga á kaffihúsi í Bagdad í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P RAGNAR AÐALSTEINSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í HÆSTARÉTTI Ragnar fer með mál Samtaka eigenda sjávarjarða sem til stendur að höfða á hendur rík- inu á næstu vikum. Hann segir galla á lögum um fiskveiðar í landhelgi, því þau miði bara við útgerðarmenn, en gleymst hafi að huga að landeigendum og þeim ekki kynnt hugsanleg eignaupptaka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KOSNINGASIGUR STAÐFESTUR Hæstiréttur Tógó staðfesti í gær kosningasigur sonar fyrrum ein- ræðisherra landsins í forseta- kosningum sem haldnar voru fyr- ir réttri viku síðan. Niðurstöður kosninganna hafa nú þegar valdið miklum óeirðum í Tógó og hafa nokkrir beðið bana og tugir þús- unda flúið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.