Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 64
28 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Það er nóg að gera hjá efnilegasta körfuboltafólki lands- ins þessa daganna þrátt fyrir að að körfuboltatímabilinu hér heima sé formlega lokið, því framundan er Norðurlandsmót unglinga í körfu- bolta sem fer fram í Stokkhólmi og hefst í dag. Íslensku krakkarnir flugu út í morgun og keppa sína fyrstu leiki í kvöld. Það er ljóst að það verður erfitt að toppa árangur síðasta vors þegar íslensku landsliðin komu heim með þrjár Norður- landameistaratitla af fjórum mögulegum og skildu hinar Norð- urlandaþjóðirnar eftir gapandi yfir því hvernig litla þjóðin í norðri væri gæti tekið þrjú gull á einu og sama mótinu. Að þessu sinni má búast við að stóru ná- grannarnir ætli að sýna og sanna styrk sinn. Brynjar leikjahæstur Ingi Þór Steinþórsson þjálfar 18 ára landslið karla en 18 ára landsliðið náði öðru sætinu undir hans stjórn fyrir tvemur árum. Reykjavíkurfélögin Fjölnir (4) og KR (3) eiga flesta menn í tólf manna hópnum en Brynjar Þór Björnsson úr KR er leikjahæstur með 25 leiki og ætti að öllu eðli- legu að jafna leikjamet Gunnars Einarssonar sem lék 30 landsleiki í drengja- og unglingalandsliðinu. Brynjar er auk þess einn af sex leikmönnum sem urðu Norður- landameistarar með 16 ára liðinu í fyrra en aðeins einn nýliði er í hópnum, Skagamaðurinn Vésteinn Sveinsson. Ágúst Björgvinsson þjálfar 18 ára landslið kvenna en Ísland hef- ur ekki náð að vinna leik í þessum árgangi undanfarin tvö ár en það má búast við það breytist í ár enda liðið sterkt og vann meðal annars A-landsliðið í æfingaleik fyrir mótið. Átta leikmenn liðsins urðu Norðurlandameistarar með 16 ára liðinu í fyrra og sex koma úr liði Hauka sem endaði í öðru sæti á óopinberu Norðurlandamóti fé- lagsliða í vetur þar sem fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir, körfuknatts- leikkona ársins í 1. deild kvenna, var valin besti leikmaður mótsins. Helena er leikjahæst í liðinu með 38 leiki fyrir yngri landsliðin en Keflvíkingurinn María Ben Er- lingsdóttir kemur næst með 33 leiki. Aðeins einn nýliði er í hópn- um, Sigrún Ámundadóttir úr Haukum. Njarðvíkurstrákarnir sterkir Einar Árni Jóhannsson þjálfar 16 ára landsliðið en hann gerði 18 ára landsliðið að Norðurlanda- meisturum í fyrra. Fimm leik- menn komu úr hinum geysisterka 1989-árgangi úr Njarðvík sem hef- ur ekki tapað leik í fjögur ár og varð tvisvar óopinber Norður- landameistari félagsliða á Scania Cup 2003 og 2004. Tveir leikmenn Njarðvíkurliðsins, Hjörtur Hrafn Einarsson og Ragnar Ólafsson hafa verið valdir Scania-kóngar sem bestu leikmenn síns árgangs. Hjörtur Hrafn og Þröstur Leó Jó- hannsson úr Keflavík urðu Norð- urlandameistarar með 16 ára lið- inu í fyrra og eru þeir einu sem eiga landsleiki að baki. 16 ára landslið karla hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum á Norðurlandamóti unglinga síðustu ár og það eru bundnar væntingar til strákanna í liðinu nú enda mynda þeir sterkt lið Hlynur Skúli Auðunsson þjálf- ar 16 ára landslið kvenna sem hef- ur það stóra verkefni að fylgja á eftir Norðurlandameistaratitli 16 ára liðsins í fyrra. Skúli er kominn með mikla reynslu af þessu Norð- urlandamóti enda á leiðinni út þriðja árið í röð. Stærsti hluti liðs- ins kemur úr þremur liðum, Grindavík (4), Haukum (3) og Hamri/Selfoss (3) en aðeins einn leikmaður hefur leikið landsleiki áður en það er Njarðvíkingurinn Margrét Karla Sturludóttur sem varð Norðurlandameistari með 16 ára landsliðinu í fyrra. Norðurlandamótið hefst í dag og stendur fram á sunnudaginn þegar úrslitaleikir um sæti fara fram. ooj@frettabladid.is LANDSLIÐIN FJÖGUR Í SVÍÞJÓÐ Hér má sjá alla 48 leikmenn íslensku unglingalandsliðanna sem verða í eldlínunni á Norðurlanda- mótinu í Svíþjóð sem hefst í kvöld. Fyrir ofan eru 18 ára landsliðin og fyrir neðan eru 16 ára landsliðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Ó. JÓNSSON Þrír NM-titlar að verja í Svíþjóð Traustur tækjabúnaður Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.isValtara Jarðvegsþjöppur Malbikunarvélar Fræsarar • Sverrir Kristinsson segir sögur m.a. af Einari prentara • Myndagetraun - gestir spreyta sig á að þekkja veiðistaði • Veiðisögur - Páll Magnússon lætur nokkrar góðar flakka • Veiðistaðalýsing - Stóra Laxá I og II í umsjón Lofts Atla Eiríkssonar • Vísubotnakeppni • Bjarni töframaður galdrar og sprellar • Happahylurinn hefur sjaldan verið pakkaðri og er nú í boði Veiðihornsins. Föstudaginn 6. maí Opið hús hjá SVFR Nýju „stelpurnar“ í skemmtinefndinni Veitingar á vægu verði og heitt á könnunni. Húsið opnar klukkan 20.00 Fjögur unglingalandslið eru á leiðinni á Norðurlandamót unglinga í körfubolta sem hefst í Stokkhólmi í kvöld. Íslensku keppendurnir munu freista þess að verja þrjá titla frá síðasta móti. Reynir Stefánsson ráðinn þjálfari handboltaliðs KA til næstu tveggja ára: Ákveðin viðurkenning fyrir mig HANDBOLTI Reynir Stefánsson sem hefur verið aðstoðarmaður Jó- hannesar Bjarnasonar hefur verið ráðinn þjálfari KA til næstu tveggja ára. Ásamt því að vera að- stoðarmaður Jóhannesar undan- farin 3 ár þá hefur Reynir þjálfað 2. flokk félagins með góðum ár- angri. Fréttablaðið náði tali af Reyni og spurði hann hvort þetta væri ekki viðurkenning fyrir það góða starf sem hann hefur unnið fyrir félagið. „Þetta er vissulega ákveðin viðurkenning fyrir mig, það er ekki hverjum sem er hleypt hér að. Ég er búinn að þjálfa síðan ég var 16 ára og unnið með mönnum eins og Heimi Ríkharðssyni, Guð- mundi Guðmundssyni og Atla Hilmarssyni og ég tel mig í stakk búinn fyrir þetta starf.“ Reynir sagðist enn fremur ekki búast við miklum breytingum á leikmannahópi liðsins. „Það er komið á hreint að það verða allir leikmenn liðsins áfram og það er mikið ánægjuefni og svo stefnum við á að styrkja liðið um 2-3 leikmenn fyrir næsta vetur og þar er örvhent skytta efst á for- gangslistanum,“ sagði Reynir Stefánsson nýráðinn þjálfari KA. - gjj Jónatan Magnússon: Leikmenn mjög sáttir HANDBOLTI Fréttablaðið náði tali af fyrirliða KA, Jónatani Magnússyni, en hann hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning við KA enda mjög ánægður með nýja þjálfarann. „Það er bara formsatriði að ganga frá samningnum og ég mun skrifa undir fljótlega,“ sagði Jónatan glaður í bragði í gær. „Leikmenn eru verulega ánægðir með þessa ráðningu og voru í raun að vonast til þess að Reynir yrði ráðinn enda topp- maður þar á ferð sem við treystum fullkomlega.“ REYNIR TEKINN VIÐ KA Aðstoðarmaður Jóhannesar Bjarnasonar, Reynir Stefánsson, hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari handboltaliðs KA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.