Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 36
Stöðugt áreiti í formi símhring- inga, tölvupósts og smáskilaboða hefur ekki aðeins truflandi áhrif á vinnu heldur dregur það bein- línis úr hæfileika fólks til að leysa úr verkefnum. Ný rannsókn, sem sagt er frá í New Scientist, leiðir í ljós að greindarvísitala manna lækkar um tíu stig þegar þeir eru í um- hverfi þar sem þeir verða fyrir stöðugu áreiti í formi tölvupósts og símhringinga. Gildir einu hvort þeir svari símanum eða lesi tölvupóstinn. Það að vita af áreit- inu er nóg til þess að lækka greindarvísitöluna. Borinn var saman hæfileiki manna til að leysa þrautir annars vegar í venjulegu skrifstofuum- hverfi og hins vegar í algjörri kyrrð. Í rannsókninni kom í ljós að heimska karlmanna eykst helm- ingi meira en heimska kvenna þegar áreitið er til staðar. Niðurstaðan er áhugaverð meðal annars í ljósi þess að ný- lega var gerð sambærileg rann- sókn þar sem tilraunadýr voru fengin til að leysa þrautir undir áhrifum kannabisefna. Sú rann- sókn leiddi í ljós að greindarvísi- tala lækkar um fimm stig þegar menn eru undir slíkum áhrif- um. – helmingi minna en þegar þeir eru undir stöðugu upp- lýsingaáreiti í venjulegu skrifstofuumhverfi. - þk MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Þórlindur Kjartansson skrifar Skoðanakannanir og ýmiss konar viðhorfskannan- ir meðal almennings og afmarkaðra hópa geta ver- ið uppspretta verðmætra upplýsinga. Í stjórnmál- um er fylgst grannt með því hvernig viðhorf al- mennings til manna, málefna og flokka breytist og í verslun og viðskiptum eru slíkar kannanir ekki síður mikilvægar. Um áratugaskeið hafa símakannanir verið tald- ar áreiðanlegasta tækið til þess að meta skoðanir fólks á hinum ýmsu málum. Nú kann hins vegar að verða breyting þar á og netið að taka við. „Það sem hefur verið meginvandamálið við net- kannanir er stjórnun á úrtakinu. Það er svo mikið lykilatriði að það hefur komið vondu orði á net- kannanir yfirleitt. Ef þú hefur ekki stjórn á úrtak- inu þá veistu ekki hvað þú hefur í höndunum,“ seg- ir Hafsteinn Már Einarsson hjá IMG Gallup. Við framkvæmd skoðanakönnunar er ákaflega mikilvægt að þess sé gætt að hópurinn sem svarar sé mjög líkur því sem almennt gerist – með öðrum orðum að úrtakið sé handahófskennt. Þetta er miklum mun mikilvægara heldur en að úrtakið sé stórt. Það er til dæmis ekki talið að mikið sé að marka kynlífskannanir Durex-smokkafyrirtækis- ins, sem gerðar eru á netinu og vekja mikla at- hygli, þótt gríðarlegur fjöldi svari spurning- um fyrirtækisins á heimasíðu þess. Ástæð- an er sú að ekki er talið líklegt að þeir sem heimsækja heimasíðu Durex séu dæmi- gerðir fyrir allan almenning. Til þess að tryggja að könnun endurspegli viðhorf alls almennings þarf ekki aðeins að tryggja að úrtakið sé handahófskennt heldur þurfa að berast svör frá hópi sem einnig endurspeglar al- menning. Miðað hefur verið við að símakannanir séu áreiðanlegar ef sjötíu prósent af heildarúrtak- inu svara en á síðustu árum hefur orðið stöðugt erfiðara að ná sambandi við fólk og því hefur svar- hlutfallið lækkað. „Við sjáum að það eru hópar sem er erfiðara að ná í. Fólk er mikið erlendis og er ekki mikið heima hjá sér,“ segir Hafsteinn. Vegna þessarar þróunar er nú unnið að því að nálgast fólk með öðrum hætti. Art Schalk, hjá Outcome.is sem meðal annars selur hugbúnað til skoðanakannana, segir að nú sé svo stór hluti Ís- lendinga nettengdur að útsendir spurningalistar á tölvupósti séu raunhæfur möguleiki. Nýlega gerði Reykjanesbær samning við Outcome um þjónustu sem felur meðal annars í sér að kannanir verða gerðar á netinu til að leiðbeina bæjaryfirvöldum í ákvarðanatöku. Art segir að vissulega séu annmarkar á net- könnunum. „Svarhlutfallið hefur lækkað í síma- könnunum og almenningur virðist vera tilbúinn að taka þátt í rafrænum könnunum. Með þróun þess- arar tækni getur hún orðið jafngóð og símakannan- ir,“ segir hann. Hafsteinn Már segir að hjá IMG Gallup hafi einnig átt sér stað þróun í þá átt að gera kannanir á netinu sem gefi jafn áreiðanlegar niðurstöður og símakannanir. Skoðanakannanir að færast yfir á netið Símakannanir hafa um áratugaskeið verið taldar besta leiðin til að mæla skoðanir og viðhorf fólks. Netkannanir hafa slæmt orð á sér en vera má að þær séu framtíðin. Rifist um Darwin og uppruna tegundanna Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vilja ekki að börn- um sé kennt að dýr hafi þróast heldur að þau hafi birst fullsköpuð á jörðinni. Stjórnendur fyrirtækja sem und- irbúa ferðamannaiðnað í geimn- um eru sannfærðir um að brans- inn muni vaxa stjarnfræðilega strax á fyrstu árunum þegar al- menningi verður boðið að kaupa slíkar ferðir. Burt Rutan, sem hannaði SpaceShipOne, telur að eftir rúman áratug muni yfir hundrað þúsund manns kaupa geimferðir sér til dægrardvalar. Ferðirnar verða að öllum líkindum mjög stuttar. Fólki verður skotið upp og það upplifir þyngdarleysi í nokkrar mínútur, fær mjög gott útsýni yfir bláu plánetuna og lendir skömmu síðar. Stjórnendur fyrirtækja í geimbransanum óttast þó að stjórnvöld muni setja svo strang- ar reglur um geimflug að slíkar ferðir verði of dýrar til að þær standi undir sér. - þk HAFSTEINN MÁR EINARSSON IMG Gallup notast bæði við síma- og netkannanir og vinnur að því að bæta áreiðanleika kannana á netinu. ART SCHALK Outcome.is framleiðir meðal annars hugbúnað sem gerir notendum kleift að gera kannanir og býr yfir stóru safni af net- föngum sem hægt er að nýta. Fr ét ta bl að ið /E .Ó L Yfirvöld menntamála í banda- ríska fylkinu Kansas fara um þessar mundir í saumana á því hvort breyta skuli áherslum í vís- indakennslu í skólum. Íhalds- menn vilja margir að kennd verði sköpunarsagan úr biblíunni frek- ar en þróunarkenning Darwins. Fyrir sex árum vakti það mikla athygli þegar yfirvöld skóla í fylkinu tóku ákvörðun um að þróunarkenningin yrði alls ekki kennd. Þess í stað yrði því haldið fram að dýrategundur nú- tímans hefðu sprottið fram full- mótaðar í heiminn. Nú hafa íhaldsmenn á ný náð meirihluta í kennslumálanefnd fylkisins og hyggjast taka til hendinni við að hrekja þróunarkenninguna á þingnefndarfundum. Fjölmörg samtök vísinda- manna hafa fengið boð um að flytja vitnisburð fyrir nefndinni en vísindamennirnir ætla ekki að láta sjá sig. Þeir líta svo á að hug- myndin um að kenna sköpunar- söguna sé svo fjarstæðukennd að engin þörf sé á að ræða hana frekar – allra síst við íhaldssama stjórnmálamenn sem vilja skoða vísindin út frá trúarlegum for- sendum. - þk VORU RISAEÐLURNAR TIL Hörðustu andstæðingar þróunarkenningarinnar halda því fram að steingervingar risaeðla séu einfaldlega blekking sem ætlað sé að grafa undan sköpunarsögu biblíunnar. Geimflugi spáð miklum hæðum Næsta kynslóð á Nokia símum hefur innbyggð- an harðdisk sem getur geymt allt að fjórum gígabætum af gögnum. Þetta er svipað magn og á iPod mini spilaranum. Gert er ráð fyrir að síminn verði kominn á markað fyrir árslok en ásamt MP3 spilar- anum verður síminn með innbyggðri mynda- vél og margvíslegum skrifstofuhugbúnaði eins og dagatali og utanumhaldi um tengiliði. Fleiri símar úr N-línunni munu koma á markað í ár en áætlanir Nokia gera ráð fyrir töluverðum vexti í sölu farsíma. - þk Nokia símar með MP3 Leyndardómur um Gíbraltarapa: Voru fluttir frá Afríku Aðeins á einum stað í Evrópu lifa apar í villtri náttúru. Þetta er á grjótklettinum Gíbraltar við mynni Miðjarðarhafsins. Vís- indamenn hafa lengi velt vöngum yfir uppruna þessara frænda okkar mannfólksins en nú hafa nýjar upplýsingar komið á dag- inn. Gíbraltar er bresk nýlenda og gegndi mikilvægu hernaðarlegu hlutverki í síðari heimsstyrjöld- inni. Þá var aðeins vitað um þrjá apa á svæðinu en samkvæmt hjá- trú á svæðinu myndu Bretar missa Gíbraltar ef aparnir dæju út. Til að bregðast við þessu tók Winston Churchill forsætisráð- herra Bretlands ákvörðun um að láta flytja stóran hóp apa frá Al- sír og Marokkó til Gíbraltar, enda eru þar enn apar og ekki misstu Bretar stjórn á klettinum í heimsstyrjöldinni. - þk APAR Á GÍBRALTAR Churchill lét flytja apa á klettinn þar sem hjátrú sagði að Bret- ar misstu Gíbraltar ef aparnir dæju út. Fr ét ta bl að ið /N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es Fr ét ta bl að ið /V ilh el m DREGUR ÚR GREIND Mun erfiðara er að leysa flókin verkefni undir áreiti frá síma og tölvupósti heldur en í umhverfi þar sem al- gjör kyrrð ríkir. Fr ét ta bl að ið /N or di c Ph ot o/ G et ty Im ag es Tölvupóstur verri en hass Stöðugt áreiti frá síma og tölvupósti lækkar greindarvisitölu meira en hass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.