Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 60
Í dag kemur út platan Leiðin heim með tónlist saxófónleikarans Sig- urðar Flosasonar. Þetta er fyrsta plata Sigurðar í níu ár með frum- samdri tónlist en á þeim tíma hef- ur hann gert nokkrar plötur með lögum annarra. „Þetta hefur lengi staðið til en ég hef haft margt að gera og því ekki orðið af útgáfunni fyrr en nú,“ segir Sigurður. Og þó að ekki hafi verið frumsamin tónlist á síðustu plötum Sigurðar hefur hann lagt eitt og annað til laganna. „Ég hef fengið útrás því í þessum verkefn- um höfum við félagar mínir farið óvenjulegar leiðir í tónlist, bæði með þjóðlega músík og sálma, og má segja að meðferðin hafi nálgast tónsmíðar á köflum. En það var engu að síður löngu kominn tími á frumsamda plötu og ég hef hugsað um hana í tvö til þrjú ár.“ Sigurður segir lögin á Leiðinni heim vera bæði hefðbundin og nú- tímaleg í senn, frekar lagræn og aðgengileg. Og hann segir plötuna í beinu framhaldi af fyrri plötunum með frumsamdri tónlist. Þráður sé á milli þó einhverjar breytingar og þróun hafi orðið. Á plötunni mætast þrjár kyn- slóðir íslenskra djasstónlistar- manna og segir Sigurður það hluta af öllu saman. Pétur Östlund leikur á trommur, Eyþór Gunnarsson á pí- anó og Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa. „Við Eyþór erum af sömu kynlsóð, Pétur er svo- lítið eldri en við og Valdimar svo af yngstu kynlsóð djassmanna.“ Djasslífið á Íslandi er í miklum blóma og hefur svo verið síðustu ár. Sigurður segir tónlistarskóla FÍH ráða þar miklu um. „Það má segja að þetta hafi verið stöðugt vaxandi frá því að kynslóð okkar Eyþórs kom fram en um svipað leyti tók tónlistarskóli FÍH til starfa en hann hefur haft gríðarleg áhrif á þessa þróun.“ Sigurður hefur þar sitt að segja því hann er aðstoðarskóla- stjóri við skólann og yfirmaður djassdeildar hans. „Jújú, ætli ég beri einhverja ábyrgð á þessu ásamt þeim frábæru kröftum sem þar vinna,“ segir hann og hlær. Beðinn um að setja sig í skáld- legar stellingar og segja hvað djassinn geri fyrir hann, segir Sig- urður: „Djassinn er eins og önnur músík, lifandi og spennandi. Allt lífið kristallast í tónlist. Hún er frábært afl sem gerir svo margt fyrir fólk.“ Sigurður hefur ekki tóm til að halda sérstaka útgáfu- tónleika, en vonast til að af því geti orðið með haustinu. ■ Hafnarfjarðarkirkja á 90 ára af- mæli um þessar mundir og fagnar tímamótunum með ýmsu móti. Sunnudaginn 8. maí mun kór Hafn- arfjarðarkirkju ásamt kammer- sveit halda tónleika. Á dagskrá eru ýmis íslensk verk og kantöturnar Jesu meine Freunde og Sicut Moses eftir Buxtehude. Þá verður frum- flutt verk eftir tónskáldið Óliver Kentish, sem hann samdi sérstak- lega fyrir kórinn. Einsöngvarar að þessu sinni verða Hlín Pétursdóttir sópran og Davíð Ólafsson bassi. Í kammer- sveitinni sem leikur undir eru Ant- onia Hevesi, sem leikur á píanó og orgel, Auður Hafsteinsdóttir og Pálína Árnadóttir leika á fiðlur, Brjánn Ingason leikur á fagott og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Prestar við Hafnarfjarðarkirkju eru séra Gunnþór Þ. Ingason og séra Þórhallur Heimisson. Tónleik- arnir hefjast í Hafnarfjarðarkirkju klukkan 17 og aðgangur er ókeypis og öllum opinn. ■ 24 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR AUDREY HEPBURN (1929-1993) fæddist á þessum degi. Allt lífið kristallast í tónlist TÍMAMÓT: NÝ PLATA MEÐ SIGURÐI FLOSASYNI „Vanti mann hjálparhönd er gott að muna að maður hefur tvær hendur. Aðra til að hjálpa sjálfum þér en hina til að rétta öðrum.“ Audrey Hepburn er ein stærsta kvikmyndastjarna fyrr og síðar og lék í klassískum myndum á borð við My Fair Lady og Breakfast at Tiffany's. timamot@frettabladid.is TILKYNNINGAR Már Hermannsson, bóndi og íþróttakennari, Hlíðar- vegi 15, Hvammstanga, fagnar fertugsafmæli sínu í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Allir vinir og vandamenn eru velkomnir en húsið opnar klukkan 20. Elísa Vilhjálmsdóttir, Heiðarhorni 1, Keflavík, er sjötug í dag. ANDLÁT Hugrún Selma Haraldsdóttir, Huldubóli 1, Eyrarbakka, lést laugardaginn 30. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Gísli Jóhann Sigurðsson, raf- virkjameistari, Bræðraborgarstíg 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Halldór Guðjónsson, vélstjóri, Bræðratungu 28, Kópavogi, verð- ur jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Rósa Guðrún Stefánsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Margrét Helga Jóhanns- dóttir, leikkona, er 65 ára. Roar Kvam, tónlistarmaður, er 61 árs. Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræði- nemi, er 57 ára. Gestur Einar Jónasson, leikari og útvarpsmaður, er 55 ára. Ólafur Hauksson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, er 52 ára. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims og Talnakönnunar, er fimmtugur. Móeiður Júníusdóttir, tónlistarkona, er 33 ára. Borgar Þór Einarsson, lögfræðingur, er þrítugur. Árni Þór Vigfússon, athafnamaður, er 29 ára. SIGURÐUR FLOSASON Leiðin heim heitir nýja platan hans sem kemur út í dag. Þennan dag árið 1980 lést Josip Broz Tito, leiðtogi Júgóslavíu, 88 ára að aldri. Tito var bóndasonur og hlýddi snemma kalli kommúnismans. Vegur hans til metorða í Júgóslavíu fór vaxandi í seinni heimsstyrjöld þegar hann leiddi andspyrnuhreyfingu gegn nasist- um og stuðningsmönnum þeirra. Hann hrakti Þjóðverja úr landi með aðstoð Stalíns og lýsti sjálf- an sig leiðtoga Júgóslavíu. Ólíkt flestum öðrum Austur-Evrópuríkj- um þurfti Júgóslavía ekki að sæta hersetu Rússa til lengri tíma, sem gaf Tito nokkurt svigrúm til at- hafna. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldar fór samskiptum hans og Stalín hrakandi. Stuðningur Titos við gríska kommúnista fór í taug- arnar á Stalín sem hafði komist að samkomulagi við Breta um að láti Grikki afskiptalausa. Stalín vildi að ríki á áhrifasvæði Sovét- ríkjanna fylgdu sér að málum í einu og öllu og árið 1948 sleit hann á öll tengsl við Júgóslavíu. Viðbrögð Tito voru að leita efna- hags- og hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna sem hann fékk, því Bandaríkjamenn litu á þetta sem tækifæri til að splundra áhrifasvæði Sovétríkjanna. Þótt Tito færi eigin leiðir í mörgu var hann engu að síður trúfastur marxisti og rak stefnu sína eftir því allt til dauðadags árið 1980. JOSIP BROZ TITO ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1581 Sir Frances Drake lýkur sigl- ingu sinni í kringum heim- inn. 1803 Bjarni Bjarnason og Stein- unn Sveinsdóttir eru dæmd til dauða fyrir að myrða maka sína árið áður. Morðin eru yfirleitt kennd við Sjöundá á Rauðasandi. 1850 Los Angeles er lögformlega stofnuð sem borg. 1880 Jón forseti Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir eru lögð til hinstu hvíldar. 1945 Ungverjaland er frelsað úr haldu nasista. 1948 Hvalstöðin í Hvalfirði tekur til starfa. 1964 Lag Bítlanna Can't Buy Me Love fer á toppinn á breska vinsældarlistanum. 1990 Stöð tvö, Sýn og Bylgjan- Stjarnan ákveða að sam- eina rekstur sinn. Josip Broz Tito deyr Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Lokað Öllum vinnustöðum okkar verður lokað í dag frá kl. 14.00, miðvikudaginn 4. maí, vegna útfarar Jörundar Kristinssonar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Ingólfur Pálsson rafvirkjameistari, Réttarheiði 4, Hveragerði, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði laugardaginn 30. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 7. maí kl. 13.30. Steinunn Runólfsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir Pétur Benediktsson, Þórður Ingólfsson Málfríður Mjöll Finnsdóttir og barnabörn. HAFNARFJARÐARKIRKJA Fagnar 90 ára afmæli með ýmsu móti. Hafnarfjarðarkirkja 90 ára: Afmælistónleikar á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.