Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 2
2 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Borgarafundur um of- beldi og fíkniefnavandann í ís- lensku samfélagi var haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri í gær. Um 70 manns sátu fundinn og var al- menn samstaða um að halda áfram því starfi sem hófst á Ak- ureyri með þögulli mótmæla- stöðu gegn ofbeldi síðastliðinn föstudag þar sem um eitt þúsund Akureyringar gáfu ofbeldinu rauða spjaldið. Stofnaður hefur verið sérstakur félagsskapur á Akureyri sem nefnist Hingað en ekki lengra en hópurinn er skip- aður ungu fólki og foreldrum grunnskólanemenda á Akureyri. Markmið hópsins er að spyrna við fótum gegn ofbeldi og fíkni- efnanotkun og er öllum velkomið að leggja hópnum lið. Í máli fundarmanna Í Ketilhús- inu í gær kom fram sterkur vilji til að berjast gegn ofbeldi og vímuefnanotkun og töldu margir fundarmenn þörf á að koma á fót meðferðarstofnun á Akureyri fyr- ir ungt fólk sem ætti við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Klukkan 17 á föstudaginn verð- ur efnt til þögullar mótmælastöðu á Ingólfstorgi í Reykjavík þar sem ofbeldinu verður sýnt rauða spjaldið eins og gert var á Akur- eyri. -kk HEILBRIGÐISMÁL Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, kveðst fagna því að heilbrigðisráðherra ætli að láta athuga nánar hvort mikil notkun Ritalins og skyldra lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna tengist á einhvern hátt of- lækningum. Hún spurði ráðherr- ann meðal annars hvort eðlilegt þætti að á annað þúsund barna upp að 14 ára aldri tækju þessi lyf að staðaldri. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að þótt notkun Rital- ins og skyldra lyfja sé meiri hér en í nágrannalöndunum hafi notk- unin aukist einnig þar og vísbend- ingar séu um að farið sé að draga úr aukningunni hérlendis. Ásta Ragnheiður segir að þótt lyfin geri gagn hafi foreldrar bundist samtökum um önnur úrræði eins og sálfræðiþjónustu. „Slík þjón- usta er hins vegar ekki greidd og því er fremur gripið til lyfjameð- ferðar,“ segir Ásta Ragnheiður. Landlæknir tekur undir það að bæta þurfi sálfræðiþjónustu í skólum. Ásta Ragnheiður segir að fyr- irspurnin og svör heilbrigðisráð- herra verði rædd nánar á Alþingi fyrir þinglok, en þau eru fyrir- huguð í næstu viku. -jh RÍKISÚTVARPIÐ Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins telja rangt að kjósa stjórn og útvarpsstjóra Rík- isútvarpsins árlega eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi mennta- málaráðherra um stofnunina. Þetta kemur fram í athugasemd- um samtakanna sem lagðar hafa verið fram í menntamálanefnd Alþingis. „Þetta fyrirkomulag leiðir til þess að erfitt verður að marka ákveðna stefnu og setja fyrirtækinu skýr framtíðarmark- mið.“ Jafnframt segist stjórn samtakanna ekki skilja hvað átt sé við með því að ný stjórn RÚV eigi að að gefa út reglur um fréttaflutning og vill að ákvæði þar um verði fellt niður. Loks mótmæla Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins áformum um að fella niður biðlaunarétt starfs- manna hafni þeir boði um starf á sambærilegum kjörum ef gerðar verða formbreytingar á rekstrin- um. Starfsmenn geti neitað að vinna hjá nýju félagi án skerðing- ar á slíkum réttindum. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir að ekkert liggi á að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi enda sé rök- rétt að afgreiða það í tengslum við frekari umfjöllun um fjöl- miðlaskýrsluna svonefndu og boðað frumvarp um málefni fjöl- miðla næsta haust. Stjórn BSRB lýsir andstöðu við frumvarp um Ríkisútvarpið enda muni það að óbreyttu skerða kjör og réttindi starfsmanna. Stjórnin telur einboðið að upp rísi mál sem nauðsynlegt verði að út- kljá fyrir dómstólum. Ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu starfsfólks að stjórnkerfi stofn- unarinnar eins og verið hafi allar götur frá byrjun níunda áratugar síðustu aldar. BSRB lýsir furðu á að engin tilraun hafi verið gerð til að ræða við fulltrúa Starfsmanna- samtaka Ríkisútvarpsins eða BSRB um fyrirhugaðar breyting- ar svo forða megi augljósum slys- um. Stjórn BSRB telur frumvarp- ið óviðunandi og hvetur ríkis- stjórnina til þess að draga það til baka. johannh@frettabladid.is Gengisþróun: Krónan veiktist EFNAHAGSMÁL Gengi íslensku krón- unnar veiktist um rúmt prósent strax eftir að markaðir opnuðu í gærmorgun. Er breytingin meðal annars rakin til viðbragða við óvæntum fréttum af því að fjár- málaráðherra ætli að greiða hund- rað milljóna dollara skammtímalán umfram það sem áætlað var í maí. Jafngildir það um 6,4 milljörðum króna miðað við gengið í gær. Samhliða þessu ákvað Hagstofa Íslands að breyta útreikningi á neysluverðsvísitölunni með þeim afleiðingum að hún lækkar um 0,45% í maí. Þessi ákvörðun léttir þrýstingi af Seðlabankanum við að halda verðbólgu innan markmiða bankans. -bg FREKARI HÆKKANIR Bensínlítrinn með þjónustu er kominn yfir 110 krónur hjá öllum félögunum. Olíufélögin: Hækka öll eldsneytisverð NEYTENDUR Verð á eldsneyti hækk- aði í gær hjá Olís og Skeljungi og hafa því allir söluaðilar eldsneytis hér á landi hækkað verð sín að undanförnu. Bensínlítrinn kostar nú á flest- um stöðum rúmlega 110 krónur með þjónustu en um 105 í sjálfsaf- greiðslu. Lággjaldastöðvarnar bjóða allar lítra af 95 oktana bens- íni á í kringum 104 krónur. Ástæður hækkananna eru þær sömu hjá öllum fyrirtækjunum. Hækkandi heimsmarkaðsverð og veiking íslensku krónunnar gagn- vart dollaranum. Á heimasíðu Olíufélagsins eru þó áfram bundnar vonir um að verð muni lækka á næstunni. -aöe SPURNING DAGSINS Andri, er ekki ódýrara að flytja fólkið suður? „Nei, það er betra að búa fyrir norðan og allir geta fengið lóð sem vilja.“ Andri Teitsson er framkvæmdastjóri KEA sem vill reiða fram hundruð milljóna króna til flutnings ríkisstofnana til Akureyrar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Gagnrýnir vegaáætlun VEGAÁÆTLUN Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar gerði í gær alvarlegar athugasemdir við vegaáætlun fyrir tímabilið 2005-2008. Í ályktun bæjarstjórnar er bent á að ekki renni til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu nema rétt um fimmtungur af framlög- um ríkisins til vegafram- kvæmda. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur þar með undir sjónarmið sem stjórnarþingmennirnir Gunnar I. Birgisson og Kristinn H. Gunnarsson lýstu á Alþingi fyrir skemmstu. -oá FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R OECD-FUNDI LÝKUR Í dag lýkur árlegum fundi fjármálaráðherra OECD-ríkjanna sem hófst í gær. Fundinn situr Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Geir ræddi góða reynslu af skipulagsbreyt- ingum í smærri ríkjum Evrópu og taldi reynsluna geta orðið öðr- um Evrópuríkjum hvatning til að takast á við uppsafnaðan vanda. ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR: „Sálfræðiþjónusta í skólum er ekki greidd.“ Notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti: Greiða ber fyrir sálfræðiþjónustu ■ ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL RÍKISÚTVARPIÐ EFSTALEITI Erfitt að móta stefnu og setja fyrirtækinu skýr framtíðarmarkmið ef kjósa á stjórn og út- varpsstjóra Ríkisútvarpsins árlega. Óbreytt frumvarp veldur málaferlum Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið leiðir til réttindaskerðingar starfsmanna og málaferla að mati stjórnar BSRB. Ekkert liggur á að afgreiða frumvarpið segir formaður Starfsmannasamtaka RÚV. BORGARAFUNDUR Í KETILHÚSINU Í máli fundarmanna kom meðal annars fram að þörf væri á að koma á fót með- ferðarstofnun á Akureyri fyrir ungt fólk sem ætti við áfengis- og vímuefnavanda að etja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Borgarafundur á Akureyri um ofbeldi og vímuefni: Meðferðarstofnunar þörf Heydalur: Bílvelta í lausamöl STYKKISHÓLMUR Ökumaður fólks- bíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að bílaleigubíll með fjórum ferðamönnum valt í lausamöl í Heydal um fimmleyt- ið í gær. Aðrir farþegar sluppu með skrámur. Lögreglan í Stykkishólmi segir fólk á sveitabæjum í ná- grenninu hafa verið afar hjálp- samt og aðstoðað við björgunar- störf. Allir farþegar voru í bíl- beltum. Að sögn vaktlæknis á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi er líðan mannsins eftir atvikum góð og útlit fyrir að hann nái fullum bata. -oá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.