Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 22
Lýsi selt á háborðinu
Samtök atvinnulífsins fengu þungavigtarfólk úr ís-
lensku viðskiptalífi til þess að ræða stöðu við-
skiptalífsins á aðalfundi sam-
takanna. Margt áhugavert
kom fram í máli þess val-
inkunna fólks sem sat,
eða stóð öllu heldur, fyrir
svörum á fundinum. Einn
úr háborðinu nýtti tím-
ann betur en hinir, en það
var Katrín Pétursdóttir, for-
stjóri Lýsis. Hún nýtti
tækifærið og
spurði Jón Ásgeir
Jóhannesson
hvort hann
ætlaði ekki
að selja lýsi
í búðunum
sem hann
hefði keypt í Bretlandi. Jón Ásgeir tók vel í það og
sagði að það myndi örugglega passa í Iceland
búðirnar og sagði að þau þyrftu bara að setjast
niður og semja.
Sum lið heppin með eigendur
Fótboltaliðið Chelsea hefur kostað Roman
Abramovitsj rúmlega eina milljón punda á dag eða
120 milljónir króna frá því að hann keypti liðið í
júlí árið 2003.
Abramovitsj borgaði 140 milljónir punda eða tæpa
17 milljarða fyrir liðið í upphafi. Síðan þá hefur
hann eytt 213 milljónum punda eða 26 milljörð-
um í leikmannakaup. Launakostnaður Chelsea var
í fyrra 115 milljónir punda og frá því í júlí 2004 var
launakostnaðurinn kominn í 215 milljónir punda.
Samtals hefur Chelsea kostað Abramovitsj 683
milljónir punda eða 82 milljarða króna.
Á sama tíma og Abramovitsj dælir peningum í
Chelsea eiga mörg fótboltalið í miklum fjárhags-
vandræðum.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.076
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 347
Velta: 2.420 milljónir
-0,60%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Hagnaður Atorku Group á
fyrsta ársfjórðungi var 659 millj-
ónir króna. Á sama tímabili í fyrra
var hagnaðurinn 1.419 milljónir
króna.
Svanbjörn Thoroddsen, fyrr-
um forstjóri Flögu, seldi í gær
fimmtán milljón hluti í Flögu fyrir
níutíu milljónir króna.
Tilkynnt var í gær að Svein-
björn Indriðason hefði verið ráð-
inn framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs FL Group, móðurfélags
Flugleiða.
Margrét Guðmundsdóttir hef-
ur verið ráðin framkvæmdastjóri
Austurbakka. Þetta gerist í kjölfar
þess að Atorka eignaðist 63 pró-
senta hlut í félaginu.
22 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Bankarnir blanda sér um
of í átök, kaupa yfirráð
og selja. Nýir aðilar taka
við með of miklar skuldir
við bankana að mati for-
sætisráðherra.
Mikill áhugi erlendra aðila er
fyrir frekari uppbyggingu stór-
iðju í landinu og þau mál eru til al-
varlegrar skoðunar. Þetta kom
fram í máli Halldórs Ásgrímsson-
ar forsætisráðherra á aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins. Hann
sagði að vitaskuld yrði fullt tillit
tekið til umhverfissjónarmiða og
með stóriðju væri hægt að
tryggja áframhaldandi hagvöxt
hér á landi á næstu árum.
Halldór vill leggja áherslu á
mikilvægi þess að huga að frekari
erlendri fjárfestingu hér á landi
til að halda uppi hagvexti og
skapa auknar útflutningstekjur.
Halldóri finnst þau miklu átök
sem virðast vera um yfirráð í fyr-
irtækjum vera ljóður á viðskipta-
lífinu. Hann sagði að í stað þess að
aðaláherslan væri lögð á að bæta
fyrirtækin, auka arðsemi þeirra
og markaðsvirði berist ítrekað
fréttir af átökum um yfirráð. „Í
hvers þágu eru þessi átök? Eru
þau í þágu almennra hagsmuna
starfsmanna, eigenda og þjóðfé-
lagsins?“
Halldór sagðist einnig telja
bankana blanda sér um of í þessi
átök, kaupi yfirráð og selji. „Nýir
aðilar taka við með miklar skuld-
ir við bankana. Fyrirtæki eru tek-
in af markaði og hlutabréfamark-
aðurinn verður fábreyttari.“
Hann sagðist ekki vilja sjá
ódrengileg átök í mikilvægum
fyrirtækjum.
Halldór sagði einkavæðingu
bankanna hafa hleypt miklu lífi í
fjármálamarkaðinn og stóraukið
umsvif þeirra erlendis. Eðlilegt sé
að vaxtaverkir sjáist en honum
finnst gengið of langt. „Mér finnst
vanta meira traust í samfélagið.“
Halldór segir góða reglu að
ganga hægt um gleðinnar dyr og
það sé gott að hafa þá reglu í huga
á þessum mesta uppgangstíma í
sögu íslensk þjóðfélags.
dogg@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 39,90 -0,25% ... Atorka 6,05 -
1,47% ... Bakkavör 34,70 +0,87% ... Burðarás 14,00 -0,71% ... FL Group
14,35 – ... Flaga 5,30 – ... Íslandsbanki 13,50 -1,46% ... KB banki 541,00
-0,73% ... Kögun 62,50 -0,16% ... Landsbankinn 16,20 -0,61% ... Marel
55,50 – ... Og fjarskipti 4,21 -0,71% ... Samherji 12,10 – ... Straumur
12,00 -0,41% ... Össur 80,50 -0,62%
Mikill áhugi á stóriðju
Bakkavör 0,87% Hampiðjan -4,29%
Síminn -2,50%
Atorka -1,47%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra hefur endurskipað Eirík
Guðnason í embætti seðlabanka-
stjóra. Skipunartíminn er sjö ár
og honum lýkur því 1. maí 2012.
Eiríkur hefur verið seðla-
bankastjóri frá 1. maí 1994, en
hefur starfað í bankanum frá ár-
inu 1969, fyrst sem fulltrúi, þá
deildarstjóri og svo hagfræðingur
bankans frá 1984 til 1986. Frá
1987 til 1994 var Eiríkur aðstoðar-
bankastjóri.
Fyrir eru Birgir Ísleifur Gunn-
arsson og Jón Sigurðsson seðla-
bankastjórar. ■
Jón Björnsson, forstjóri Haga,
stærstu verslunarkeðju landsins,
segir ekkert hæft í þeirri frétt
Financial Times að Hagar stefni á
skráningu í Kauphöllina. Það sé
ekki á dagskránni í ár. Financial
Times hefur það eftir Þórði Frið-
jónssyni, forstjóra Kauphallar Ís-
lands, að Baugur, aðaleigandi
Haga, hyggist skrá félagið á ís-
lenska markaðinn.
„Við höfðum það á orði þegar
Hagar sameinuðust Skeljungi á
síðasta ári að við myndum vilja
stækka og styrkja félagið og
myndum hugsanlega skoða það að
fara á markað eftir þrjú til fjögur
ár.“ segir Jón. - eþa
Eiríkur seðlabankastjóri
Hagar ekki á markað í ár
ÁFRAM Í ÚRVALSDEILD? Yfirskrift aðalfundar SA. Halldór Ásgrímsson og Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A