Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 40
Á upphafsárum hlutabréfamarkaðarins á Íslandi léku sjávarútvegsfélög stórt hlut- verk og voru vinsæll fjárfestingakostur. Flest urðu útgerðarfélögin árið 1999 þegar 24 fyrirtæki voru skráð í Kauphöllinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en í dag eru aðeins þrjú hefðbundin sjávarút- vegsfyrirtæki eftir í Kauphöllinni, HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Í árslok 2003 voru fimmtán félög innan vísitölu sjávarútvegs og nam mark- aðsvirði þeirra um 75 milljörðum króna. Nákvæmlega ári síðar hafði félögum í vísitölunni fækkað í tíu en markaðsvirði aukist um tólf milljarða króna. Þróunin hefur verið félögum innan vísitölunnar mjög óhagfelld á þessu ári. Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi hafa verið afskráð á þessu ári og fljótlega bætist Samherji, sem er 20 milljarðar að markaðsvirði, í hópinn. Eftir í vísitölunni verða því Fisk- eldi Eyjafjarðar, Fiskmarkaður Íslands, HB Grandi, SH, SÍF, Vinnslustöðin og Þor- móður rammi – Sæberg. ÚR TÍSKU Fjölmargar skýringar eru gefnar fyrir því af hverju sjávarútvegur datt úr tísku sem fjárfestingarkostur. Friðrik Már Baldurs- son tók saman nokkra þætti sem skýra áhugaleysi fjárfesta fyrir greininni og kynnti á ráðstefnu Kauphallar Íslands um sjávarútveg í nóvember síðast liðnum. Hann nefndi meðal annars að lítill seljan- leiki hlutabréfa fylgdi litlum félögum, arð- semi sjávarútvegsfyrirtækja væri lág og sveiflukennd, markaðsvirði hefði hækkað mun minna en í öðrum geirum sem þættu meira spennandi, sjávarútvegsfélög væru á litlum vaxtarmarkaði en greiddu samt lítinn arð og síðast en ekki síst sú pólitíska umræða sem einkenndi fiskveiðistjórnun- arkerfið. Friðrik Már benti á að greinin sé háð ýmsum þáttum sem takmarki aðgang og vöxt hennar. Einstökum útgerðum er óheimilt að fara yfir ákveðið hámark afla- heimilda í hverri tegund, kvótaþak tak- markar aðgang allrar greinarinnar að fiskimiðunum og beinar erlendar fjárfest- ingar eru óheimilaðar. SLÖK ÁVÖXTUN Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa gefið minni ávöxtun en hlutabréf í öðrum geirum. Um það verður ekki deilt. Frá 1999 til 2004 hækkaði vísitala sjávarút- vegs um 12,1 prósent samanborið við 107 prósenta ávöxtun úrvalsvísitölu Kauphall- arinnar Ávöxtun á hlutabréfum í Samherja sýn- ir glögglega að verðmyndun á bréfum í fé- laginu hefur verið mun lægri en hjá öðrum félögum í úrvalsvísitöluni. Samherji, sem fór á markað fyrir átta árum, var skráður á genginu um níu krónur á hlut en það verð sem boðið er við núverandi yfirtöku er 12,1. Þegar forsvarsmenn Samherja til- kynntu um yfirtökuna á félaginu nefndu þeir að áhugaleysi fjárfesta og greiningar- aðila væri ein helsta höfuðorsökin. Svo- kallaðir stofnanafjárfestar eins og lífeyr- issjóðir hafa sýnt greininni lítinn áhuga og sett peninga í hlutabréf sem gefa hærri ávöxtun. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði á aðalfundi félagsins í fyrravor að „þrátt fyrir gríðarlega hagræðingu á undanförn- um árum, með tilheyrandi áhrifum á ýms- ar byggðir í landinu, er álit þeirra sem teljast hafa vit á málunum að afkoma fyr- irtækja í grein- inni sé óviðun- andi.“ Og þá kemur að því af hverju Samherjamenn vilja fara af markaði. STJÓRNENDUR SJÁ SÉR LEIK Á BORÐI Gagnvart stjórn- endum og eig- endum sjávarút- vegsfélaga ligg- ja mörg sjónar- mið sem hafa beinlínis hvatt þá til að taka félög af mark- aði eða sameinast öðrum. Minnkandi áhugi fjárfesta og lítil viðskipti með bréf félag- anna eru ein skýring. Einnig hafa stjórn- endur sumra félaganna metið það svo að félögin væru of lágt verðlögð, að marks- verði þeirra væri stundum langt undir upp- l a u s n a r v i r ð i þeirra. Með því að selja afla- heimildir í bút- um fengist hærra verð en bókfært virði kvótans. Þá hafa ennfremur verið kjöraðstæður til að taka félög af markaði vegna hagstæðra lána- m ö g u l e i k a , lágra vaxta og sterkrar krónu. Þörfin fyr- ir félög að sækja sér hlutafé hefur vikið fyrir ódýrara lánsfé. Síðast en ekki síst hafa forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja óttast óvinveittar yfirtökur, það er að aðrir fjárfestar nái völdum yfir félaginu og geri það sem þeim sýnist. Því hafa menn í sumum byggðar- lögum brugðið á það ráð að kaupa upp út- gerðarfélagið til að halda yfirráðum yfir því og halda kvótanum innan byggðarlags- ins. Hinir svokölluðu „óvinir“ hafa þá ver- ið bankar, fjárfestingarfélög eða önnur sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa séð færi á því að eignast útgerðarfélagið, losa um eignir þess og færa kvóta. SKULDSETTAR YFIRTÖKUR Gera má ráð fyrir að um 45 milljarðar króna hafi verið notaðir til að kaupa upp bréf smærri hluthafa við yfirtöku í sjávar- útvegsfélögum frá árinu 2004 til þessa árs. Eimskipafélagið fékk 19,5 milljarða fyrir sinn snúð þegar það seldi Harald Böðvars- son (HB), Skagstrending og ÚA í janúar 2004. Stærsta yfirtaka þessa árs stendur nú yfir en það eru kaup stærstu hluthafa Samherja á bréfum annarra hluthafa. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Ár Félag Áætluð upphæð* Tegund Kaupendur 2005 Samherji 8.942 Yfirtaka Fjárfestingafélagið Fjörður, Fjárfestingarfélagið Fylkir 2005 Hraðfrystistöð Þórshafnar 1.758 Yfirtaka Símatún ehf. 2005 Tangi 1.206 Samruni HB Grandi 2004 ÚA 9.000 Yfirtaka Tjaldur ehf. 2004 HB 7.800 Yfirtaka Grandi 2004 Þorbjörn Fiskanes 5.600 Yfirtaka ÓK-1 eignarhaldsfélag ehf. 2004 Skagstrendingur 2.700 Yfirtaka Fiskiðjan Skagfirðingur 2004 Hraðfrystihúsið Gunnvör 2.547 Yfirtaka YT ehf. 2004 Sílarvinnslan 2.034 Yfirtaka Samherji, Samv.f. Útg.m**, Snæfugl ehf., Gjögur ehf., Kaldbakur 2004 Eskja 1.967 Yfirtaka Hólmi ehf. 2004 Guðmundur Runólfsson 552 Yfirtaka G.R. útgerð ehf. Samtals 44.106 * í milljónum króna ** Samvinnufélag útgerðarmanna Y F I R T Ö K U R O G S A M R U N A R 2 0 0 4 - 2 0 0 5 Á fimmta tug milljarða króna hefur verið varið til að yfirtaka og afskrá sjávarútvegsfélög frá árs- byrjun 2004. Mikil skuldsetning stendur nýsköpun í greininni fyrir þrifum. Eggert Þór Aðalsteinsson fjallar um vanda sjávarútvegsfélaga á hlutabréfa- markaði. Kauphallarflaggskipin týna 80 75 70 65 60 55 50 A F L A V E R Ð M Æ T I Í M I L L J Ö R Ð U M K R Ó N A M I Ð A Ð V I Ð V E R Ð L A G 2 0 0 4 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 He im ild : H ag st of a Ís la nd s 80 75 70 65 60 55 50 H L U T F A L L S J Á V A R A F U R Ð A A F Ú T F L U T N I N G S V E R Ð M Æ T I 1 9 9 4 - 2 0 0 4 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 He im ild : H ag st of a Ís la nd s ÚTVEGURINN YFIRTEKINN Ellefu félög hafa verið yfirtekin eða sameinast frá ársbyrjun 2004. Yfirtakan á ÚA var stærst upp á níu millj- arða en það er svipuð upphæð og stærstu eig- endur Samherja greiða fyrir félag- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.