Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 8
PARÍS, AP Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vel gangi hjá þeim sem berjast fyrir því að Frakkar samþykki nýja stjórnarskrá Evr- ópusambandsins í kosningum í lok mánaðarins. Samkvæmt þessum könnunum ætla á bilinu 48-52% að segja já í kosningunum og er það í fyrsta skipti sem já-hliðin hefur meiri- hluta síðan um miðjan mars. Franska ríkisstjórnin hefur kostað miklu til í kynningarherferð sinni og ljóst er að baráttan mun enn harðna á næstu vikum. ■ 1Hversu mikið jókst notkun geðlyfjavegna athyglisbrests og ofvirkni barna og unglinga frá 2002? 2Hvernig var afkoma deCode á fyrstaársfjórðungi? 3Eftir hverjum er ný prófessorsstaðavið Viðskiptaháskólann á Bifröst nefnd? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 VEISTU SVARIÐ? 8 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR ÚRGANGUR Í lok maí hefjast bygg- ingarframkvæmdir við sorp- brennslustöð skammt sunnan við Húsavík sem getur tekið á móti 8000 tonnum af úrgangi á ári. Sú varmaorka sem myndast við brennsluna verður notuð til raf- orkuframleiðslu hjá Orkuveitu Húsavíkur og jafngildir 10 til 15 prósentum af allri raforkuþörf Húsvíkinga. Sorpsamlag Þingeyinga mun eiga og reka sorpbrennslustöð- ina en þar verður allur úrgang- ur frá Húsavík og nágranna- sveitarfélögunum flokkaður og það brennt sem hægt er að brenna. Sigurður Rúnar Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, segir kostnaðinn við sorpbrennslu- stöðina á bilinu 300 til 350 millj- ónir króna en framkvæmdum á að ljúka fyrir árslok. „Við ætlum að kveikja upp á gamlárskvöld og rekstur stöðv- arinnar á að standa undir sér. Sorpið sér að mestu leyti sjálft um brunann, nema hvað forbrennslu- og eftirbrennslu- hólf verða kynt með olíu en mengun frá stöðinni verður sama og engin,“ segir Sigurður Rúnar. - kk Söluturninn Ísgrill: Ungur maður í yfirheyrslu LÖGREGLAN Ungur maður var í yfir- heyrslu hjá lögreglu í gær vegna tilraunar til að fremja vopnað rán í söluturninum Ísgrilli við Bú- staðaveg í Reykjavík. Tvær afgreiðslustúlkur voru við störf í söluturninum og ógnaði ungi maðurinn annarri þeirra með hnífi. Maðurinn komst undan en var skömmu síðar handtekinn. Verið var að kanna hvort fíkni- efnaneysla tengdist málinu en maðurinn hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. Eigandi söluturnsins vildi ekk- ert segja um málið í gær. -ghs LENGRI FLUGBRAUT Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi skora á þingmenn og sam- gönguyfirvöld að ráðast tafar- laust í að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli. Þannig verði Norðlendingum gert kleift að efla og þróa ferðaþjón- ustu á svæðinu. Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Nordica hotel. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí- júní; gistingu fylgir morgunver›ur og a›gangur a› líkamsrækt. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 0 Á NORDICA HOTEL Í MAÍ DRAUMADAGAR • Nordica SPA, heilsulind • VOX veitingasta›ur • Frí akstursfljónusta til og frá mi›bæ • Vildarpunktar www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi, morgunver›ur og a›gangur a› líkamsrækt. á mann alla virka daga 8.000 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 0 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ SAMGÖNGUR Stjórnarskrá ESB: Stuðningur fer vaxandi INN Í SKÓBÚÐ Bíl var ekið inn í skóbúð á Ísafirði í fyrrakvöld. Ekki var það þó af ásettu ráði heldur taldi eigandinn sig hafa sett bílinn í hlutlausan þegar hann hljóp út. Reyndist bifreið- in þó enn í gír og hélt ferðinni áfram inn um verslunarglugg- ann. JEAN-CLAUDE JUNCKER Formaður ráðherraráðs Evrópuráðsins biðl- ar til menningarmálaráðherra Evrópusam- bandsins á fundi í París í gær. LÖGREGLUMÁL Skipverjarnir tveir af togaranum Hauki ÍS sem hand- teknir voru í janúar síðastliðnum í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna hafa verið látnir lausir og eru komnir heim. Tvímenningarnir voru hand- teknir við venjubundna leit toll- varða í Þýskalandi og fundust þá sjö kíló af kókaíni og hassi í klef- um mannanna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og við þeim blasti allt að 15 ára fangels- isdómur ef þýskur dómstóll hefði fundið þá seka. Enga skýringu er á því að fá hvers vegna mennirnir voru látnir lausir þremur mánuð- um eftir handtökuna en þýska lög- reglan gefur engar upplýsingar. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykja- vík, furðar sig einnig á stöðu mála en alla jafna eru menn ekki látnir lausir eftir að hafa verið teknir með þetta mikið magn en málið þykir stórt á þýskan mælikvarða sem gerir lausn mannanna enn undarlegri. Ásgeir sagði ekki ólíklegt að Ríkislögreglustjóri óski frekari upplýsinga frá þýskum yfirvöld- um en engin ákvörðun hefði þó enn verið tekin enda málið tækni- lega ekki á könnu lögregluyfir- valda hérlendis. -aöe Skipverjarnir á Hauki ÍS sem setið hafa í fangelsi í Þýskalandi: Lausir úr prísund og komnir heim HAUKUR ÍS Tveir skipverjanna voru teknir með sjö kíló af fíkniefnum eftir áramót en eru skyndilega lausir allra mála og komnir til síns heima. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BANDARÍKIN Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri hand- bók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir. Að sögn dagblaðsins The New York Times er um umfangsmestu endur- skoðun handbókarinnar í 13 ár að ræða og hefur skýrt bann verið lagt við ýmsum illræmdum yfir- heyrsluaðferðum. Bannað verður að afklæða fanga og láta þá standa upprétta tímunum sam- an, hvorki má svelta þá né svipta svefni og enn fremur er óheimilt að hræða þá með geltandi hund- um. Í gömlu handbókinni sem var í gildi þegar misþyrmingarnar í Abu Ghraib áttu sér stað voru þessar aðferðir ekki beinlínis heimilaðar en engar takmarkanir voru heldur lagðar við þeim. Talsmaður hersins segir að nýja handbókin sé í fullu sam- ræmi við ákvæði Genfarsáttmál- ans. Hins vegar rýrir það gildi bókarinnar nokkuð að þeir einu sem eru bundnir af henni eru starfsmenn Bandaríkjahers. Leyniþjónustumenn CIA geta til dæmis áfram beitt þeim aðferð- um sem þeim hentar. ■ SORPHREINSUN Á HÚSAVÍK Ómar Vagnsson, verktaki við sorphreinsun á Húsavík, ásamt tveimur ungum starfs- mönnum sínum. Ný sorpbrennslustöð við Húsavík: Sorpið notað til raforkuframleiðslu Brugðist við gagnrýni vegna pyntinga: Herinn setur reglur um yfirheyrslur GRIMMILEG MEÐFERÐ Nýja handbókin leggur skýrt bann við hvers konar pyntingum, niðurlægingum og ofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.