Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Guðbrandur Sigurðsson stýrir
nú stærsta fyrirtæki íslensks
mjólkuriðnaðar. Hann réð áður
ríkjum í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa á breytingartímum.
Hafliði Helgason ræddi við
hann meðal annars um sjávar-
útveg og landbúnað um leið og
síðustu forvöð voru nýtt til að
borða á Hard Rock Café í
Reykjavík.
Guðbrandur Sigurðsson er við stjórnvölinn í
sameinuðu fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og
Mjólkurbús Flóamanna. Hann
stendur með sinni atvinnu-
grein og pantar sér und-
anrennu með hamborg-
aranum á Hard Rock.
Hún er ekki til og ekki
þýðir heldur að klifra upp
eftir fituskala mjólkurinnar. Það
eina sem er í boði er G mjólk. Niðurstaðan er
því vatn.
Það eru að verða síðustu forvöð að borða á
Hard Rock Café í Reykjavík, en í mjólkuriðn-
aðinum eru framundan spennandi tímar, þar
sem gera má ráð fyrir að samkeppni við inn-
flutning fari vaxandi. „Íslenskur mjólkuriðn-
aður mun keppa með því að vera með góða
vöru og góða þjónustu.“
Guðbrandur er matvælafræðingur og hef-
ur ekki farið langt frá þeirri grein. Hann fór
í MBA nám til Edinborgar þegar hann vann
hjá ÍS og snéri aftur til fyrirtækisins að námi
loknu. Þar stýrði hann meðal annars verkefni
á Kamtjaka þar sem hópur Íslendinga vann
að viðskiptum einungis tengdir við umheim-
inn í gegnum Telex. „Það var mikill skóli.“
MIKIÐ VÖRUÚRVAL
Hann var síðar ráðinn forstjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa og leiddi félagið í gegnum
miklar breytingar, þangað til nýir eigendur
komu að félaginu. Nú er það hin stoðgrein Ís-
lendinga gegnum tíðina, landbúnaður, sem á
hug hans allan. „Nú er lambakjötssalan að
aukast og ég er klár á því að eitt af því sem
veldur því er vöruþróun,“ segir Guðbrandur
og bendir á að þótt bestu bitarnir séu dýrir,
þá sé fólk tilbúið að greiða hátt verð fyrir
góða vöru. „Í mjólkuriðnaðinum hafa menn
verið mjög meðvitaðir um gott vöruframboð.
Ég vann að verkefnum í Noregi og þegar það
var í myndinni að ég færi að starfa við
mjólkuriðnaðinn, þá fór ég að horfa í mjólk-
urkælinn í verslunum. Úrvalið af mjólkur-
vörum er miklu minna þar en hér.“
Guðbrandur stýrði hagræðingu og breyt-
ingum hjá ÚA og sama er upp á teningnum í
landbúnaði. „Það er búin að eiga sér stað
óhemju mikil hagræðing í mjólkuriðnaðin-
um. Þessi grein er að mörgu leyti hálfopin-
ber. Það er verðlagsnefnd sem ákveður verð-
ið og nú er þriðja árið þar sem menn eru að
keyra á sama verði. Það hefur verið stefnan
að hafa óbreytt verð á þeim vörum sem eru í
boði, en nýjar vörur eru svo kannski verð-
lagðar á annan hátt sem hefur hvatt til vöru-
þróunar.“ Vöruþróunina segir hann einnig
rekna áfram af nýjungagirni Íslendinga.
„Markaðurinn er smár og tiltölu-
lega auðvelt að prófa nýjar
vörur.“ Hann segir kröfur
um árangur miklar í
mjólkurframleiðslunni,
bæði í framleiðslunni og á
markaðshliðinni. „Eins og ég
sé þetta þá er mjólkurframleiðsl-
an á margan hátt hornsteinn landbúnaðarins
í dag. Þarna hafa menn verið að ná miklum
árangri og mikið er um að
vera.“
HOLLUSTAN Í MJÓLKINNI
Umræður hafa verið um að
flytja inn afkastameira
norskt kúakyn. Guðbrandur
segir að mörgu að hyggja í
því. „Einn hluti markaðarins
sem við erum að vinna á er
þegar við notum mjólkina í
efni sem hafa áhrif á heils-
una, eins og LGG sem róar
magann og LH fyrir blóð-
þrýstingsstjórnina. Það er
alltaf að koma betur og bet-
ur í ljós að mjólkin hefur að
geyma alls konar lífvirk efni
sem eru holl.“ Uppruni
mjólkur getur því skipt
miklu. „Ég drekk sjálfur
undanrennu og mér finnst
sláandi hvað undanrennan er
vond í útlöndum.“
Framundan er að búa til eina heild úr
tveimur stórum fyrirtækjum í greininni.
„Þetta eru fyrirtæki sem hafa átt í nánum
samskiptum í áratugi og Mjólkursamsalan
hefur verið að selja stóran hluta af fram-
leiðsluvörum Mjólkurbús Flóamanna. Þannig
að þetta er þróunarferli sem hefur verið í
gangi um langan tíma. Það sem nú tekur við
er að spyrja sig hvað við gerum til framtíðar.
Ég tel að fyrirtækin hafi góða möguleika á að
framleiða góða vöru sem fellur vel að ís-
lenskum markaði. Svo verður bara að koma í
ljós hvernig innflutningur þróast. Það er líka
ljóst að það verður meiri samkeppni innan-
lands sem er bara af hinu góða.“
RÓLEGUR YFIR EIGENDASKIPTUM
Útgerðarfélag Akureyringa sameinaðist
Haraldi Böðvarssyni og Skagstrendingi í
Brimi. Stærsti eigandin var Burðarás sem
var dótturfélag Eimskipafélagsins og meðan
unnið var að því að ná fram hagræðingu í
nýju fyrirtæki varð Eimskipafélagið þunga-
miðja uppstokkunar í viðskiptalífinu. Guð-
brandur segist ekki hafa látið það trufla sig.
„Ég áttaði mig á því að hugur nýrra eigenda
beindist ekki að sjávarútvegi og ekkert við
því að athuga. Okkur hafði tekist að láta ÚA
vaxa sem einingu um 20 prósent á ári. Ég tók
þá afstöðu að vinna vel og að heilindum með
eigendunum við að selja þessi fyrirtæki.
Burðarás hagnaðist um þrjá milljarða á söl-
unni.“ Þróunin í sjávarútvegi er honum enn-
þá hugleikin. „Það gildir
ekki bara um þessi fyrir-
tæki, heldur mörg önnur, að
sjávarútvegsfyrirtæki hafa
skuldsett sig mjög mikið svo
menn eru búnir að taka
ákveðið forskot á hagræð-
ingu í greininni sem hlýtur
að bitna á möguleikum sjáv-
arútvegs að takast á við ný
verkefni.“
Fjölskyldan bjó á Akur-
eyri í átta ár og Guðbrandur
segir að þeim hafi liðið vel
fyrir norðan. „Við eigum
litla íbúð fyrir norðan, því
við vildum ekki tapa alveg
tengslunum.“ Hann segir að
eftir dvölina eigi þau marga
góða vini á Akureyri. „Ég
hef aldrei skilið þá kenningu
að það sé erfitt að kynnast
Akureyringum.“ Guðbrand-
ur á þrjú börn og söngdrottningin Anna
Katrín, sem náði frábærum árangri í Idol-
keppninni, var unglingsárin fyrir norðan.
Yngri börnin eru tveggja og fjögurra ára og
minnast því ekki fjölskyldulífs á Akureyri.
Guðbrandur segir að þegar saman fari eril-
samt starf og ung börn þá sé ekki tími fyrir
annað. „Ég reyni að verja frítímanum með
fjölskyldunni. Þegar maður býr í burtu frá
ættingjum þá þarf fjölskyldan að vera sjálfri
sér nóg. Maður fær samhentari fjölskyldu
fyrir vikið.“
Hádegisverður fyrir tvo
á Hard Rock Cafè
Ostborgari með beikoni
Drykkir
Coke og vatn
Alls krónur 2.980
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Guðbrandi
Sigurðssyni
forstjóri sameinaðs félags
MS og MBL
Er hægt að éta
Excel skjöl?
Eins og allir vita eru bankar mikil-
vægustu stofnanir í hverju landi.
Þetta má glögglega sjá á umfjöll-
un fjölmiðla um banka. Það er í
bönkum þar sem verðmætin
verða til. Einn gamall vinur
Aurasálarinnar skilur þetta ekki
og hélt því fram við Aurasálina
að það væri fáránlegt hversu
mikla lotningu fólk sé farið að
sýna bankafólki og hversu mikið
fjallað væri um bankana í fjöl-
miðlum.
„Ef ég tek tíkall og sný honum í
nógu marga hringi – heldurðu þá
að hann breytist í fimmtíu kall?
Heldurðu það, ha?“ spurði vinur
Aurasálarinnar. Og Aurasálin
varð kjaftstopp. Auðvitað er
þetta hárrétt hjá vini Aurasálar-
innar. Þetta er svo augljóst að
það þarf ekki einu sinni að gera
tilraun en samt er það einmitt
þetta sem menn gera í bönkun-
um. Þar sitja menn fyrir framan
Excel skjöl allan daginn þangað
til að augun í þeim verða rúðu-
strikuð.
Og fyrir þessa Excel leikfimi fá
bankamenn borgað stórfé. Jafn-
vel milljónir í hverjum mánuði. Á
sama tíma og þeir sem framleiða
raunveruleg verðmæti – eins og
fiskvinnslufólk og bændur fá
ekki nema brotabrot af þessari
upphæð í laun. Aurasálin hefur
aldrei vitað til þess að menn éti
Excel skjöl en samt fá menn
milljónir fyrir að framleiða þau.
Eftir að Aurasálin hafði velt þessu
mikla óréttlæti fyrir sér hafði
hún samband við kunningja sinn
sem vinnur í banka. „Hvernig er
það – ertu búinn að smíða mikið í
dag?,“ spurði Aurasálin. „Ha.
Nei, hvað áttu við?,“ svaraði
bankavinurinn. „Allt í lagi. En þú
ert þá væntanlega búinn að flaka
fisk, rækta tómata eða brugga
einhvern landa, er það ekki?,“
spurði Aurasálin áfram. „Nei.
Hvaða þrugl er þetta í þér. Ég
hef engan tíma fyrir þetta í dag.
Það eru að koma þriggja mánaða
uppgjör. Heyrðu frekar í mér eft-
ir viku,“ svaraði bankamaðurinn.
En Aurasálin gefst ekki upp.
„Hvað ertu eiginlega að gera í
vinnunni? Þú ert ekki að smíða
neitt, rækta neitt, veiða neitt,
slátra neinu eða brugga neitt.
Eitthvað hlýtur þú að gera.“ Og
ekki stóð á svarinu frá vini Aura-
sálarinnar. „Heyrðu, ég er að
vinna hérna að áhættugreiningu
og hef engan tíma fyrir þetta
kjaftæði.“ „Til hvers,“ spurði
Aurasálin. „Til að greina áhættu.
Segir það sig ekki sjálft?“
„Og hvað gerist ef áhættan er
ekki greind,“ spurði Aurasálin –
og þá varð bankamaðurinn næst-
um kjafstopp. „Ég veit það ekki.
Það eina sem ég veit er að það
þarf að greina hana, til þess er
hún.“ Þannig að þetta er semsagt
málið. Það þarf að greina áhættu
af því að áhættu þarf að greina.
En það er ekki hægt að éta
áhættugreiningar – það er alveg
ljóst. Og ekkert er hægt að
byggja úr áhættugreiningum.
En samt er verið að borga fólki
milljónir fyrir að vinna áhættu-
greiningar, býtta á hlutabréfum
og gera yfirtökusamninga.
Væri ekki nær að þetta bankafólk
færi að vinna við að grafa skurði
og moka aftur ofan í þá? Er það
ekki það sem það er hvort sem er
að gera? Skapa áhættu, greina
áhættu og koma í veg fyrir
áhættu? Er þetta ekki sami
hluturinn?
A U R A S Á L I N
Guðbrandur Sigurðsson
Starf: Forstjóri MS og MBF
Fæðingadagur: 2. maí 1961 Maki: Rannveig
Pálsdóttir Börn: Anna Katrín f. 1986, Nanna
Kristín f. 2000 og Ingi Hrafn f. 2003
GÓÐ ÁR Á AKUREYRI Guðbrandur
Sigurðsson var forstjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa í átta ár. Hann segist
aldrei hafa skilið goðsögnina um að
erfitt sé að kynnast Akureyringum.
Einn hluti markaðarins sem við erum að vinna á er þegar við notum
mjólkina í efni sem hafa áhrif á heilsuna, eins og LGG sem róar magann
og LH fyrir blóðþrýstingsstjórnina. Það er alltaf að koma betur og betur í
ljós að mjólkin hefur að geyma alls konar lífvirk efni sem eru holl.
Á kafi í mjólkinni
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA