Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 20
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og við- leitni til samstarfs ríkis og sveitar- félaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu at- vinnulífsins, enda ekki þeirra laga- lega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafn- vel að þjóðgarði með skrýtna af- dalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggða- mála um gerð vaxtarsamnings fyr- ir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð – og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráð- herra staðfestist að á sumar byggð- ir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráð- herra á ekki að gera vaxtarsamn- ing við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyja- fjarðarsvæðið hefði verið miðað við „að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra“. Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitar- stjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu – að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamn- ings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendur hins veg- ar: „Aðild að Vaxtarsamningi Eyja- fjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum“. Nafn vaxt- arsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmuna- aðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðli- legt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heil- brigðisþjónustu og í fleiri mála- flokkum. En við uppbyggingu at- vinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauð- synlega á því að halda að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Landbúnað- ur og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á lands- byggðinni jafnt og á stærstu þétt- býlisstöðunum. Reynslan á Norður- landi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: „Það er hins vegar mikilvægt að sveitar- félögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það.“ Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráð- herrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitar- félaga á Norðurlandi vestra hafa ít- rekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar er- indi og málaleitanir, óskir um verk- efni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hef- ur ráðamönnum, m.a. byggðamála- ráðherra, verið boðið að sitja ráð- stefnur um atvinnumál og kynn- ingu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri kom- in röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Ann- aðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðar- laus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráð- herra eða forsætisráðherra. ■ R addir um að stytta þurfi nám til stúdentsprófs verða stöðugtháværari. Ýmist er rætt um styttingu náms í framhaldsskólaúr fjórum árum í þrjú eða styttingu grunnskólanáms úr tíu árum í níu. Stundum virðist sem gleymst hafi í þessari umræðu að möguleikinn til að ljúka námi í framhaldsskóla á þremur árum hef- ur verið til staðar í íslensku skólakerfi í um það bil 30 ár eða frá til- komu áfangaskólanna á áttunda áratugnum. Nemendur sem auðvelt eiga með bóknám hafa því átt þess kost að velja að stunda nám í áfangaskóla og ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum. Nám í þessum skólum er meira að segja víðast hvar enn sveigjan- legra en svo að það snúist um að ljúka námi annaðhvort á þremur eða fjórum árum því tvö og hálft og þrjú og hálft ár til stúdents- prófs er líka inni í myndinni. Fyrir nokkrum árum var svo stofnað- ur einkaskóli, Menntaskólinn Hraðbraut, þar sem skólaárið hefur verið lengt og nemendur ljúka stúdentsprófi eftir tveggja ára fram- haldsskólanám. Nú hafa borist þau tíðindi að Menntaskólinn á Akureyri muni í haust taka á móti 15 nemendum sem ljúka 9. bekk nú í vor. Um er að ræða fjögurra ára tilraunaverkefni og þurfa þeir nemendur sem teknir verða inn í námið í MA ekki að setjast í 10. bekk. Gert er að skilyrði að þeir hafi tiltekna lágmarksmeðaleinkunn upp úr 9. bekk. Að sögn skólameistara MA er þetta leið til að skapa fljótandi skil milli grunnskóla og framhaldsskóla. Undanfarinn áratug hafa margar tilraunir verið gerðar um allt land í þá veru að draga úr skilum milli grunnskóla og framhalds- skóla og víða hafa þessar tilraunir fest sig í sessi sem fastur liður í skólastarfi. Nemendur í 9. bekk eiga þess nú kost að þreyta sam- ræmd próf telji þeir, foreldrar þeirra og kennarar þá tilbúna til þess og margir nemendur á unglingastigi grunnskóla geta lokið fram- haldsskólaáföngum, ýmist með því að sækja tíma í framhaldsskóla eða að efnt er til samvinnu milli grunn- og framhaldsskóla um kennslu tiltekins áfanga innan grunnskólans. Þetta eru einnig leiðir til að skapa fljótandi skil milli grunnskóla og framhaldsskóla. Þessa viðleitni ber að styðja og styrkja því hún leiðir til aukins sveigjan- leika í skólastarfinu og styður það að hver og einn nemandi hafi tækifæri til að stunda nám á sínum forsendum. Þróunin í átt til einstaklingsmiðaðra náms í grunnskólum og áfangaskólakerfið gefur fyllilega nægileg tækifæri fyrir dugmikla námsmenn að ljúka stúdentsprófi fyrir tvítugt ef þeim og fjölskyld- um þeirra finnst það skipta máli. Hafa ber einnig í huga að þeir nemendur eru miklu fleiri sem ekkert veitir af tíu árum í grunn- skóla og fjórum í framhaldsskóla til að tileinka sér það námsefni sem ætlast er til, og svo er líka þriðji hópurinn sem þarf enn fleiri ár en þessi fjórtán til verkefnisins. Þessum nemendum þjónar sveigjanlegur skóli líka mun betur en skóli sem starfar eftir niður- njörvuðu áraplani. Nær væri því að ýta enn frekar undir alla við- leitni til að gera skólastarf sveigjanlegra en nú er fremur en að gæla við þá miklu sparnaðarhugmynd að fækka skólaárunum fram að stúdentsprófi úr fjórtán í þrettán. Sú hugmynd er í raun gamal- dags miðað við þróunina sem á sér stað. ■ 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Umræða um styttingu náms í grunn- og/eða fram- haldsskólum er gamaldags. Aukinn sveigjanleiki fremur en stytting náms FRÁ DEGI TIL DAGS Undanfarinn áratug hafa margar tilraunir verið gerðar um allt land í þá veru að draga úr skilum milli grunnskóla og framhaldsskóla og víða hafa þessar til- raunir fest sig í sessi sem fastur liður í skólastarfi. ,, GNOÐARVOGI 44 Opið frá 10-18:15 TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Lúðuflök aðeins 990 kr. kg verð áður 1690 kr. kg Skrýtnir afdalamenn til sýnis? Meiri stóriðja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði áherslu á það á aðalfundi Sam- taka atvinnulífsins í gær að huga ætti að frekari erlendri fjárfestingu hérlend- is. Þar vísaði hann til þess að spáð væri minnkandi hagvexti eftir að núverandi stóriðjuframkvæmdum lyki og sagði: „Það er mikill áhugi erlendra aðila fyrir frekari upp- byggingu stóriðju í landinu. Þau mál eru til alvarlegrar skoðunar þar sem vitaskuld verð- ur tekið fullt tillit til um- hverfissjónarmiða. Þannig er hægt að tryggja áframhaldandi hagvöxt hér á landi á næstu árum.“ Hann sagði sömuleiðis mikilvægt að byggja upp þátt vísinda og rannsókna. Skyldi Valgerður vita? Þessi orð Halldórs minna á orð Valgerð- ar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, í mars. Þá sagðist hún vilja leggja meiri áherslu á hátækniiðnað en stóriðju í framtíðinni. „Það er augljóst að ef af fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík, Norðuráli og Fjarðaráli verður er álfram- leiðsla orðin svo stór hluti af útflutnings- tekjum okkar að það verður komið nóg. Fjölbreytileikinn er það sem skiptir máli og við megum ekki lenda í því að áliðn- aðurinn sé orðinn svo mikilvægur að við verðum háð honum,“ sagði Valgerður þá í viðtali við Fréttablaðið en þvertók þó fyrir að með þessu væri hún að slá stóriðjuframkvæmdir af með öllu. Óvönduð lagasmíð Valgerður hefur reyndar verið í nokkrum vanda að undanförnu. Nú síðast fór Umhverfisstofnun hörðum orðum um lagafrumvarp ráðherrans að vatnalögum og sagði það aðeins taka á orkumálum en skauta framhjá ýmsum margvíslegum málum. Þá er að minn- ast raforkulaganna nýju þar sem stjórnvöld, undir forystu Valgerð- ar, fóru ekki fram á undanþágu frá ESB- reglum um raforku- kerfi sem ekki eiga við hérna en þýða að raf- orkuverð hækkar. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN FRAMTÍÐARSÝN BYGGÐAMÁLARÁÐ- HERRA ,, brynjolfur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.