Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 41
Við yfirtöku eru félög skuldsett, eigið fé er notað að hluta til kaupanna með því að auka skuldir. Því hefur verið fleygt fram að eigið fé þeirra sjávarútvegsfélaga, sem hafa verið yfirtekin og afskráð á síðustu árum, hafi minnkað um 30-40 milljarða króna. Ef það er rétt hefur stór hluti af heildar eiginfé sjávar- útvegsfyrirtækja horfið. Þetta á ekki ein- göngu við félög sem tekin hafa verið af mark- aði. Einnig hefur þessi þróun gerst hjá skráðu félögunum sem eru á markaði. Skuldir Granda jukust við sameininguna við HB og Ráeyri, sem eignaðist nær helming hluta- bréfa í Þormóði ramma – Sæberg og hefur notað háar arðgreiðslur frá félaginu til að borga af skuldum sem mynduðust við kaupin. Aukin skuldsetning takmarkar nýsköpun og fjárfestingar í grein sem þarf á tæknivæðin- gu og nýsköpun að halda eins og allar aðrar atvinnugreinar. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar um hvernig íslensku sjá- varútvegur muni þróast í harðri samkeppni við aðrar fiskveiðiþjóðir. ÓHEILLAÞRÓUN Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þor- móðs ramma – Sæbergs á Siglufirði, er óhress með þá þróun sem orðið hefur á hluta- bréfamarkaði en hann er þeirrar skoðunar að sjávarútvegur eigi heima í Kauphöllinni. Hann viðurkennir að afkoman sé sveiflu- kennd og reksturinn háður mörgum ólíkum þáttum sem erfitt geti verið að eiga við. Ró- bert bendir á að gífurleg hagræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum og engin sé að biðja um aðstoð frá stjórn- völdum. „Nú laga menn sig að þeim aðstæð- um sem eru hverju sinni en biðja ekki um gengisfellingu frá stjórnvöldum,“ segir hann. „Ef þörf er á þá munum við hagræða enn meira og hætta rekstri óarðbærra ein- inga.“ Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, er sama sinnis og vill ekki sjá sjáv- arútveginn á leiðinni út úr Kauphöllinni. Engin áform eru uppi um að afskrá Granda að hans sögn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, hefur einnig lýst sams konar óánægju en hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað með fækkun skráðra fyrirtækja og gerir vonir um að sjávarút- vegsfélög sæki aftur inn. Ekkert slíkt sé þó í burðarliðnum Valdimar Halldórsson, hjá greiningu Ís- landsbanka, er hvorki sannfærður um að sjávarútvegsfélögum muni fækka enn frekar né fjölga. Afkoma sjávarútvegsins er mjög háð ytri skilyrðum. Ef krónan veikist eins og margir spá gætu aðstæður í greininni batnað til muna, fyrirtækin myndu skila meiri hagn- aði og verða vænlegri fjárfestingakostur. GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, FYRRVERANDI SKIPSTJÓRI Menn hafa þungar áhyggjur af niðurskurði þorsk- kvóta á næstu fiskveiðiárum. Hann trúir því ekki að útreikningar fiskifræðinga standist og vill stórefla líffræðirannsóknir fiskistofnanna. Neyðarfundur á hverri bryggju Guðmundur Halldórsson, fyrr- verandi skipstjóri á Bolungar- vík, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í sjávarútvegnum en fyrirsjáanlegur er niðurskurð- ur á kvóta, einkum þorskkvóta. Hann er hræddur um að einnig verði skorið niður við úthlutun aflaheimilda á næsta ári. „Ég fæ hringingar daglega frá íbú- um á landsbyggðinni sem hafa þungar áhyggjur af framtíð byggðarlaganna. Það er neyðar- fundur á hverri bryggju,“ segir hann. Hann gefur ekki mikið fyrir útreikninga fiskifræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun og vill að menn hætti að reikna en snúi sér þess í stað að rannsóknum á lífríkinu og áhrifum gífurlegra loðnuveiða á það. „Við trúum ekki þessum reiknilíkönum, enda minna þau mann á söguna um Sölva Helgason sem reyndi að reikna barn í konu.“ - eþa MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 13 Ú T T E K T Fr ét ta bl að ið /V ilh el m FÉLÖGUM FÆKKAR 24 sjávarútvegsfélög voru skráð á markað árið 1999 en nú eru aðeins þrjú hefðbundin útgerðarfélög eftir. Í vísitölu sjávarútvegs eru sjö félög, Fiskeldi Eyjafjarðar, Fiskmarkaður Íslands, HB Grandi, SH, SÍF, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. tölunni SKINNEY SF 30 Bátur í eigu Skinney – Þinganess. Fyrir 1977 var meira en sextíu prósent af afl- anum landað af bátum sem voru allt að 500 tonn. Bátar, sem reru með net, drag- nót og línu, svipaðir og Skinney, voru uppistaðan í skipaflota Íslendinga. Frá 1977 til 1982 lækkar þetta hlutfall hratt eða um tíu prósent. Þá hélst hlutfall báta í fiskveiðiflotanum nokkuð stöðugt en jókst árið 1999. Dragnóta- og netabátur Smíðaár: 1964 Brúttórúmlestir: 176 Lengd í metrum: 35 Hestöfl: 800 Togkraftur (tonn) 10 BJARTUR NK 121 Bjartur er ísfisktogari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Öflugri vél hefur verið sett í skipið og það endurbætt töluvert eins og flestir ísfisktogarar sem enn eru í notkun. Skuttogurum fjölgaði mikið á seinni helming síðustu aldar og var fjölgunin mest árið 1973 þegar 22 nýir togarar komu til landsins. Á milli 1972 og 1980 varð bylting í fiskveiðiflota lands- manna. Ísfisktogari Smíðaár: 1973 Brúttórúmlestir: 461 Lengd í metrum: 47 Hestöfl: 2.413 Togkraftur (tonn) 30 ÞORSTEINN VILHELMSSON EA 11 Fjölveiðiskip í eigu Samherja og hefur verið eitt fullkomnasta fiskiskip heims. Áætlaður heildarkostnaður við smíði þess er 1,8 milljarðar króna. Í áhöfn eru 14-28 manns eftir því á hvaða veiðum skipið er. Með tilkomu frystitogaranna jókst aflaverðmæti skipanna gríðarlega. Sífellt stærri vélar gerðu skipin afkasta- meiri, frystigetan jókst mikið og lestir skipanna stækkuðu. Frystitogari og nótaskip Smíðaár: 2000 Brúttórúmlestir: 1.633 Lengd í metrum: 79 Hestöfl: 7.505 Togkraftur (tonn) 94 Fr ét ta bl að ið /B G Sjávarútvegs- Úrvals- vísitalan vísitalan 1999 12,1 47,5 2000 -30,8 -19,3 2001 16,3 -11,3 2002 23,8 16,7 2003 -6,8 56,4 2004 20,7 58,9 S A M A N B U R Ð U R Á Á V Ö X T U N V Í S I T Ö L U S J Á V A R Ú T V E G S O G Ú R V A L S V Í S I T Ö L U N N I 1 9 9 9 - 2 0 0 4 Í þúsundum tonna Loðna 524 Kolmunni 420 Þorskur 227 Síld 225 Ýsa 84 Ufsi 63 Karfi 48 M E S T V E I D D U T E G U N D I R N A R 2 0 0 4 Þorskstofninn minnkar aftur Þorskstofninn minnkaði um sext- án prósent milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt stofnmælingu Hafrannsóknastofnunar á botn- fiskum á Íslandsmiðum. Er stofn- inn metin álíka stór og árið 1990. Stofnin óx á milli áranna 2001 til 2004 og er hér því um bakslag að ræða. Mæling á lengd þorsksins bendir til að árgangar 2004 og 2001 séu mjög lélegir. Árgangur 2003 er frekar lélegur sam- kvæmt mælingum en 2002 er lengd þorskins nærri meðallagi. Samkvæmt mælingum Hafró var holdafar þorskins hins vegar betra í ár en í fyrra og nærri meðallagi ef litið er á tímabilið frá 1997. Árin 1993 til 1996 var holdafarið hins vegar betra. Stofnvísitala ýsu hækkaði um tuttugu prósent frá árinu 2004 og var sú hæsta frá upphafi. Lengd- armælingar benda til að árgang- ur 2004 sé nærri meðallagi. Hafrannsóknastofnun tekur fram að aldursgreiningu fiska og úrvinnslu gagna sé ekki lokið. Er hér um bráðabirgðaniðurstöður að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.