Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Eign forsætisráðherra í Skinney-Þinganesi: Eignarhlutinn 83 milljóna króna virði Á dögunum fjallaði Markaðurinn um eignarhluta Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í horn- firska útgerðarfyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Var hluturinn metinn á 50 milljónir króna út frá innra virði félagsins. Landsbankinn sendi frá sér tilkynn- ingu í gær um að síðustu viðskipti með félagið hefðu farið fram á genginu 5,5. Forsætisráðherra á um fimmtán milljónir hluta að nafnverði sem meta má á 83 milljónir króna ef haft er til hliðsjónar gengi í síðustu viðskiptum með fé- lagið. - eþa Sparisjóður Svarfdæla skilar góðum afkomutölum: Hagnaðurinn nærri þrefaldast Norðurá í Borgarfirði er fyrsta laxveiðiáin sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) opnar. Verður það 1. júní næstkomandi. Lax-á opnar fyrst Blöndu 5. júní og Veiðiþjónustan Strengir opnar allar sínar laxveiðiár 1. júlí. Leigutakar segja sölu veiðileyfa fara vel af stað í ár og bestu árnar séu þegar uppseldar. „Það hefur gengið vel að selja veiðileyfi. Meira hefur verið selt nú í ár en á sama tíma í fyrra. Einnig hefur þar hjálpað til að við opnuð- um vefsölu á heimasíðu okkar mun fyrr en á síð- asta ári,“ segir Páll Þór Ármann, framkvæmda- stjóri SVFR. Harpa Hlín Þórðardóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Lax-ár, tekur undir með Páli. Laxveiði- menn séu greinilega fyrr á ferðinni eftir gott lax- veiðisumar í fyrra. Þröstur Elliðason hjá Strengjum segir Hrúta- fjarðará eftirsóttasta hjá sér. Veiðileyfin þar séu löngu uppseld. Hjá SVFR eru Krossá, Svartá og Leirvogsá löngu uppseldar. Harpa segir að Mið- fjarðará, Blanda og Rangárnar séu vinsælastar. Öll segja þau breytilegt hvernig verð veiði- leyfa hafi þróast milli ára. Páll segir að verð á leyfum hafi í mörgum tilfellum ekki hækkað um- fram verðlagshækkanir. Dýrastar séu ár eins og Norðurá, Hítará og Laxá í Kjós þar sem boðið er uppá góða þjónustu. Harpa segir að í flestum ám hafi orðið eðlileg vísitöluhækkun. Dýrast sé að veiða í Laxá á Ásum og er þá boðið upp á fulla þjónustu á besta tíma. Snemm- og síðsumars sé verðið mun lægra. Þröstur segir Hrútá vera dýrasta af þeim ám sem hann bjóði veiðileyfi í. Hækkun leyfa sé mismikil milli ára. Litlar hækkanir hjá honum undanfarin ár kalli á meiri hækkanir nú. – bg Laxveiðimennirnir keppast um árnar Bestu laxveiðiárnar eru löngu uppseldar. Norðurá opnar um næstu mánaðamót, fyrst áa sem SVFR hefur á leigu. Hækkanir í takt við verðlagsþróun, segja leigutakar. Burðarás er á leiðinni út úr Sin- ger&Friedlander (S&F) eftir að KB banki gerði formlegt yfirtökutilboð í breska bankann. Burðarás á um 9,5 prósenta hlut í S&F sem hann eignaðist í ágúst í fyrra og er næst- stærsti eigandinn í S&F á eftir KB banka. Gera má ráð fyrir að Burðarás hagnist ágætlega á þess- ari fjárfestingu en tilboðið er rúm- um fjórðungi hærra en meðalkaup- verð Burðaráss á sínum tíma. Hlut- ur þessi var metinn í bókum félags- ins á 5,1 milljarð króna um áramót- in en er nú um 6,4 milljarða virði. Kaupin vöktu athygli á sínum tíma, enda hafði KB banki komið sér þægilega fyrir í breska bank- anum. Burðarás húkkaði sér far og veðjaði á að KB banki myndi taka yfir S&F. Gengishagnaður af þessum við- skiptum er líklega um einn millj- arður króna þegar tekið hefur ver- ið tillit til styrkingar krónunnar gagnvart pundinu. - eþa SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! PÚSSA STANGIR SÍNAR OG VÖÐLUR Aukin eftirspurn eftir laxveiði hefur drifið veiðimenn áfram í að taka frá stangir í góðum ám á kom- andi laxveiðisumri. M ar ka ðu rin n/ G un na r Sparsjóður Svarfdæla á Dalvík átti góðu rekstrarári að fagna á síðasta ári og nærri þrefaldaðist hagnaðurinn á milli ára. Hagnað- ur sjóðsins nam um 184 milljón- um króna og var arðsemi eigin fjár yfir 40 prósent. Sparisjóður- inn seldi bréf í KB banka og myndast við það um eitt hundrað milljóna króna gengishagnaður. Heildareignir sjóðsins voru í árslok 2004 um 2.754 milljónir króna og eigið fé um 620 milljón- ir. „Þetta var fjarskalega gott ár. Við eigum mikið af hlutabréfum sem skiluðu miklum tekjum en einnig var hefðbundinn rekstur góður,“ segir Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri. Um 150 aðilar eru stofnfjáreigendur í Spari- sjóði Svarfdæla og fá þeir um 35 prósent arð af stofnfé. Markaðurinn greindi frá því á dögunum að Sparisjóður Mýra- sýslu hefur áætlanir um að sam- eina Sparisjóði Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Aðspurður um sam- einingarmál segir Friðrik. „Við erum tilbúnir til að stækka og sameinast hverjum sem er.“ - eþa FRÁ DALVÍK Sparisjóður Svarfdæla skil- aði góðum hagnaði og hárri arðsemi eigin fjár á síðasta ári. Hagnaður nam um 180 milljónum króna. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Landsbankinn segir að síðustu viðskipti með Skinney- Þinganes hafi farið fram á genginu 5,5. Burðarás græðir einn milljarð HÚKKUÐU SÉR FAR Stjórnendur Burðaráss, Friðrik Jóhannsson og Björgólfur Thor Björg- ólfsson, ættu að vera sáttir með stærstu fjárfestingu Burðaráss í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.