Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 2
2 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Chirac berst mikilvægur liðsstyrkur: Frakkar eru hvattir til a› segja já NANCY, AP Leiðtogar Þýskalands og Póllands hvöttu í gær franska kjósendur til að leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrársáttmála ESB fer fram í Frakklandi 29. maí næst- komandi. Á dögunum virtust fylgjendur plaggsins vera að sækja í sig veðrið en að undan- förnu hafa andstæðingar þess spýtt í lófana. Í gær funduðu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Alexander Kwasniewski, for- seti Póllands, með Jacques Chirac Frakklandsforseta. Fund- urinn átti að vera um ýmis mál en snerist á endanum nær eingöngu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi hvöttu þremenningarnir franska kjós- endur eindregið til að greiða stjórnarskrársáttmálanum at- kvæði sitt. Chirac sagði útilokað að samið yrði upp á nýtt um inn- tak sáttmálans ef þjóð sín hafn- aði honum og Schröder sagði að Frökkum bæri siðferðisleg skylda til að segja já. Kwasni- ewski sagði aftur á móti að Frakkar þyrftu ekki að óttast að landið fylltist af Pólverjum í at- vinnuleit ef þeir samþykktu plaggið. ■ DÓMSMÁL „Það viðhorf gagnvart um- bjóðanda mínum einkennir máls- meðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðru- vísi en annað fólk,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Lilju Sæmunds- dóttur, fyrir Héraðsdómi í gær, en Lilju var synjað um að ættleiða barn frá Kína og leitar nú til dómstóla í von um að fá ákvörðuninni hnekkt. Hann átaldi vinnubrögð ráðu- neytisins og seinagang við vinnslu umsóknar Lilju. Hann sagði ráðu- neytið miða allt við meðaltöl, án til- lits til ákveðinna þátta. Þannig mætti upplýsa að Lilja hefði lagt fram mælingu Hjartaverndar þar sem miðað væri við þyngd hennar, aldur, blóðþrýsting og fleira. Út- koman hefði verið sú að 1,45 prósent líkur væru á því að hún fengi kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Sömu mælingar hefðu verið settar inn í líkan þar sem líkamsþyngdin hefði verið 30 kílóum minni. Þá hefðu líkurnar verið 1,38 prósent. Mismunurinn hefði verið 0,07 pró- sent. Ragnar krafðist þess að úrskurð- ur ráðuneytisins yrði felldur úr gildi og viðurkennt yrði fyrir dómi að Lilja uppfyllti öll skilyrði til að ætt- leiða barn frá útlöndum. Verjandi ríkisins, Sigurður Gísli Gíslason, héraðsdómslögmaður, krafðist þess að það yrði sýknað af öllum kröfum. -jss Formannskjör: Helmingur- inn greiddi atkvæ›i SAMFYLKINGIN Kosningu í for- mannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. Ríflega tuttugu þúsund kjör- seðlar voru sendir til flokks- manna á sínum tíma og benda bráðabirgðaniðurstöður því til að um helmingur atkvæðisbærra manna hafi tekið þátt í kjörinu. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagðist ekki hafa forsendur til að meta hvort þátt- takan hafi verið góð eða slæm þar sem sambærileg kosning hefur ekki farið fram áður. Hins vegar var hann ánægður með framkvæmdina. „Ég held að þessi kosning hafi verið bæði flokknum og frambjóðendunum til sóma.“ Úrslitin verða svo tilkynnt á hádegi á morgun, á landsfundi Samfylkingarinnar. -shg JÓNA TH. VIÐARSDÓTTIR Nýr formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Hundaræktunarfélagið: N‡r forma›- ur kjörinn FORMANNSSLAGUR Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, eða 74%. Mótframbjóðandi hennar, Guð- mundur Helgi Gunnlaugsson, fékk rétt um 25% atvkæða og var því nokkuð langt frá því að ná kjöri. Jóna segir starfsemi félagsins í miklum blóma og það sé ekkert út á störf forvera síns að setja. Hún ætli sér að halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið undanfarin ár. Metfjöldi er nú í félaginu og segir Jóna framtíðina bjarta þar sem áhuginn á hundum virðist fara vaxandi. - mh Ölvaður maður með uppsteyt: Ré›ist á lög- reglumann LÖGREGLUMÁL Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þeg- ar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengis- lykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. Varðstjóri á frívakt kom aðvíf- andi og aðstoðaði við handtökuna og fær mál mannsins hér eftir hefðbundna meðferð. Það vakti athygli lögreglu að þrátt fyrir að margir vegfarendur yrðu varir við átökin kom enginn lögreglu- manninum til hjálpar. -oá SPURNING DAGSINS Vala, er útlit fyrir frekara innlit? „Það kemur í ljós í haust.“ Vala Matt sjónvarpskona hættir bráðum með þáttinn Innlit/útlit á Skjá einum og byrjar á nýrri sjónvarpsstöð í haust. Alltaf hagstætt www.ob.is 14 stöðvar! FLOSI EIRÍKSSON KWASNIEWSKI, CHIRAC OG SCHRÖDER Leiðtogafundur þeirra snerist á endanum ein- göngu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Lilju: Átelur rá›uneyti› RÚSSLAND REFSING KHODORKOVSKYS MÖGULEGA MILDUÐ Dómarar við dómstólinn í Moskvu héldu í gær áfram dómsuppkvaðningu sinni yfir auðjöfrunum Mikhail Khodorkovsky og Platon Lebedev en frestuðu svo lestrinum til dagsins í dag. Einn dómaranna sagði að mögulega yrði lágmarks- refsing Khodorkovsky lækkuð úr fimm ára í fjögurra ára fangelsi. Skattsvik tengd Lífsstíl: Fimm bera af sér sakir DÓMSMÁL Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sak- aðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífs- stíls ehf. Alls er ákært fyrir 56 milljónir króna af virðisauka- og vörslusköttum sem ekki skiluðu sér. Auk Kristjáns Ragnars Krist- jánssonar, Árna Þórs Vigfússon- ar, Sveinbjörns Kristjánssonar og Ragnars Orra Benediktssonar sætir ákæru fyrrum fram- kvæmdastjóri Japis sem gegndi starfinu frá 9. nóvember 2000 til 31. júlí 2002. Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi í dag. -aöe Barnungar stúlkur seldar mansali Grunur leikur á skipulög›u mansali í máli kínverskra ungmenna sem stö›vu› voru á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Ungmennin komu hinga› me› vegabréf frá Singapúr á lei› til Bandaríkjanna. LÖGREGLUMÁL Fjögur ungmenni voru handtekin með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli á leið til Banda- ríkjanna síðasta þriðjudag. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, voru ungmennin á leið frá London til Bandaríkjanna með fylgdarmanni sem einnig var handtekinn. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. maí grunaður um mansal. „Það liggur nær ljóst fyrir að tilgangur- inn var að komast ólöglega til Bandaríkjanna,“ segir Jóhann. „Vegabréfin eru ófölsuð, svokölluð sviplík vegabréf þar sem myndin í vegabréfunum lík- ist mjög ungmennunum. Þetta eru ein erfiðustu tilfellin sem koma upp“, segir Jóhann. Fólkið er búið að vera á ferðalagi síðan í lok mars og hefur því komið víða við á leiðinni til Bandaríkjanna. „Við komumst að því þegar verið var að grennslast fyrir um málið að stúlkurnar þrjár sem voru í för með manninum eru all- ar undir lögaldri,“ sagði Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumanns. Sveinn Andri Sveinsson er skipaður verjandi fylgdarmanns- ins og var fyrst um sinn réttar- gæslumaður tveggja stúlknanna. Hann segir að um leið og upp komst um aldur stúlknanna sem eru sennilega fæddar um 1989 hafi yfirheyrslum verið hætt og stúlkunum komið í umsjá barna- verndaryfirvalda. Fólkið þurfti ekki að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeft- irlit þar sem það kom frá London sem er utan Schengen-svæðisins og var á leið til Bandaríkjanna sem einnig er utan Schengen og fór því ekki út fyrir neðri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar. Það var því fyrir árvekni starfs- manna sýsluembættisins að fólkið var gripið en ekki hefðbundið eft- irlit. Tilfelli sem þetta hafa áður komið upp hér á landi og vilja yf- irvöld senda þeim sem stunda ólöglega fólksflutninga þau skila- boð að hart sé tekið á slíkum mál- um hér. Stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag um að hefta mansal og í því samkomu- lagi er fólgið að réttindum fórnar- lamba mansals skuli sýna virð- ingu. Jóhann R. Benediktsson seg- ir svo munu vera í þessu máli. oddur@frettabladid.is JÓHANN R. BENEDIKTSSON Fjögur ungmenni voru á þriðjudag handtekin á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna. SVEINN ANDRI SVEINSSON LILJA SÆMUNDSDÓTTIR Lilja var glaðbeitt í Héraðsdómi í gær þrátt fyrir mótlætið og vonbrigðin sem hún hefur orðið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.