Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 42
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Í kvöld kl 20, Fö 27/5 kl 20
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
- Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 28/5 kl 20
- Síðasta sýning
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS.
Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14,
Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14,
Su 26/6 kl 14
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Í kvöld kl 20
Síðusta sýning
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Í kvöld kl 20 UPPS.,
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS.,
Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20,
Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20
THE SUBFRAU ACTS
- GESTALEIKSÝNING
The paper Mache og Stay with me
Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Börn 12 ára og yngri fá frítt
í Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Ein þeirra fjölmörgu myndlistar-
sýninga, sem opnaðar hafa verið í
tengslum við Listahátíð, er sýning
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
Þar sýna þau Ólafur Örn Ólafsson
og Libia Pérez de Siles de Castro
verk sín. Sýninguna nefna þau
„Capitulo 3: El ruido del dinero“,
sem á íslensku útleggst sem Þriðji
kafli: Peningahávaðinn.
„Stundum er eins og ekki sé
hægt að hugsa skýrt fyrir hávað-
anum af peningunum í dag,“ segir
Ólafur Árni. „Peningar eru orðnir
allsráðandi í nútíma þjóðfélagi.
En stundum er nauðsynlegt að
gleyma því ekki að margt annað í
lífinu hefur gildi en peningar.“
Þau Ólafur og Libia eru búsett
í Hollandi en hafa sýnt víða um
heim á undanförnum árum. Verk
þeirra snúast gjarnan um þær
breytingar sem orðið hafa bæði á
alþjóðavettvangi og innan ein-
stakra þjóðfélaga á borð við Ís-
land.
Upphaflega hugðust þau Ólaf-
ur og Libia taka upp myndbönd
með viðtölum við innflytjendur
hér á landi, einkum þá sem starfa
í fiski, þessari gömlu undirstöðu-
grein atvinnulífsins sem hefur þó
tekið gríðarlegum breytingum
eins og annað í samfélaginu.
„Við vorum að reyna að finna
flöt á þessum breytingum sem
eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu
og ákváðum að komast inn á fisk-
vinnslustöðvarnar og kynnast inn-
flytjendum þar. Svo þegar við fór-
um að vinna þetta áttuðum við
okkur á því að hljóðin í fiskvinnsl-
unni voru það sem á endanum
vöktu mestan áhuga hjá okkur og
við ákváðum að vinna alfarið út
frá hljóðinu.“
Út um allt safnið hefur verið
komið fyrir hátölurum og heyrn-
artólum, þar sem heyra má frá-
sögur innflytjenda og hávaðann í
vinnuumhverfi þeirra. Hávaðinn
er svo mikill að starfsfólk safns-
ins þarf að ganga um með eyrna-
hlífar eins og tíðkast í frystihús-
unum.
„Við vildum gefa fólki kost á að
heyra hávaðann en tókum burt
myndina. Við opnuðum líka allt
safnið og leyfum sýningunni að
fljóta út um allt hús, upp á þak,
niður í kjallara, inn í eldhús og út
í garð þar sem sex heyrnartól
hanga á tré.“ ■
30 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... síðustu sýningum á leikritinu
Terrorisma eftir rússnesku bræð-
urna Oleg og Vladimir Presnyakov
í Borgarleikhúsinu í þýðingu Jóns
Atla Jónassonar og leikstjórn
Stefáns Jónssonar.
... sýningunni á Animatograph,
verki þýska leikstjórans og mynd-
listarmannsins Christoph Schlin-
gensief, sem verður áfram til sýn-
is í Klink og Bank í Brautarholti
fram til 6. júní næstkomandi.
... tónleikum þeirra Sigrúnar
Eðvaldsdóttur fiðluleikara og
Gerrit Schuil píanóleikara í tón-
listarhúsinu Ými á sunnudags-
morgun. Þetta eru aðrir tónleikar
þeirra af þremur þar sem þau
flytja allar sónötur Beethovens
fyrir fiðlu og píanó.
Meðan á sýningu Dieters Roth stendur í Lista-
safni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Gallerí
100˚ verður fjölbreytt dagskrá í gangi, þar á
meðal með listasmiðjum fyrir börn á ýmsum
aldri og listasmiðjum fyrir börn og fullorðna.
Auk þess er boðið upp á tíðar leiðsagnir um
sýningarnar um helgar og hádegisleiðsagnir á
virkum dögum.
Sýningarstjórinn Björn Roth, sem er sonur
Dieters Roth, verður með sýningarstjóraspjall í
Listasafni Íslands núna á sunnudaginn. Viku
síðar verður hann með sýningarstjóraspjall í
Hafnarhúsinu og loks í Gallerí 100˚ uppi á
Bæjarhálsi sunnudaginn 4. júní.
Meðan sýningin stendur verður einnig í gangi
leikur fyrir börn, eins konar fjársjóðsleit. Leik-
urinn heitir Tína týna og þungamiðjan í hon-
um er forláta taska sem hægt er að kaupa í
afgreiðslu safnanna.
„Í töskunni er leikur og spjald sem útskýrir
þetta allt saman,“ segir Ólöf K. Sigurðardóttir
hjá Listasafni Reykjavíkur. „Þau fá merki á
töskuna sína og gjöf líka í hverju safni. Hug-
myndin er sú að varpa ljósi á vinnuaðferðir
Dieters, hugmyndaheim hans og efnisnotkun.
Þau eru hvött til að tína saman í töskuna hluti
sem þau vilja ekki týna.“
Kl. 16.00
Ítalski fræðimaðurinn og sýningar-
stjórinn Achille Bonito Oliva ræðir um
myndlistarheiminn nú á tímum og
svarar fyrirspurnum á opnum fundi í
SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16.
menning@frettabladid.is
Hvað fer í töskuna?
Hávaðinn í peningunum
!
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Reykvíska hljómsveitin And-
rúm spilar í Smekkleysu Plötubúð,
Laugavegi 59. Hljómsveitin vinnur
hörðum höndum að sinni fyrstu
breiðskífu og kemur hún út í sumar.
19.00 Bandaríska hljómsveitin
Rambo ásamt hinni íslensku
Kimono spila í Hellinum, sal Tónlist-
arþróunarmiðstöðvarinnar úti á
Granda, ásamt Fighting Shit og Inn-
vortis.
20.30 Samkór Svarfdæla heldur
tónleika í Salnum í Kópavogi. Efnis-
skráin er tileinkuð Davíð Stefáns-
syni, skáldi frá Fagraskógi. Stjórnandi
kórsins er Petra Björk Pálsdóttir og
undirleik annast Helga Bryndís
Magnúsdóttir.
SÝNING SEM FLÆÐIR UM ALLT Í staðinn fyrir gömlu góðu peningalyktina er kominn ærandi peningahávaði, eins og ganga má úr
skugga um á sýningu þeirra Ólafs Arnar Ólafssonar og Libiu Pérez de Siles de Castro í Listasafni ASÍ.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
18 19 20 21 22
Föstudagur
MAÍ
KODDAMAÐURINN
TVÆR SÝNINGAR EFTIR Í VOR
Stóra sviðið
EDITH PIAF
DÍNAMÍT
- Sigurður Pálsson
Í kvöld fös. 20/5 uppselt, sun. 22/5 uppselt. Síðustu sýningar í vor.
- Birgir Sigurðsson
7. sýn. lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 nokkur sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6,
10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen
Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus,
sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 27/5, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6.
Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana.
MÝRARLJÓS - Marina Carr
Sun. 29/5. Allra síðasta sýning
Litla sviðið kl. 20:00
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
Valaskjálf Egilsstöðum
KODDAMAÐURINN - Martin McDonagh
Mið. 25/5, fim. 26/5 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson
Sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00.
Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa.
Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan
er opin kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga.
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.