Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 22
Brostnir draumar Pétur H. Blöndal fór á kostum sem fundarstjóri á opnum fundi Íslandsbanka um íbúðarmarkaðinn og gengu orð hans þvert á þær spár sem bankinn kynnti. Hann hóf að kynna efni fundarins með því að svara nokkrum spurningum á órökstuddan hátt eins og hann orðaði það sjálfur. Spurning- unni „Er hagstætt fyrir mig að kaupa núna?“ svar- aði hann neitandi og spurningunni „Á ég að selja núna“ svaraði hann játandi. Haft var á orði að hann gæti ekki orðið góður fasteignasali. „Þar fór þá draumurinn,“ svaraði hann. Skilvirkt dómskerfi Hið skilvirka rússneska réttar- kerfi lætur ekki að sér hæða. Réttarhöldum yfir Mikhaíl Khodorkovskí, eiganda rúss- neska olíufyrirtækisins Yukos, hafði verið frestað ítrekað og nú síðast ætlar að ganga hægt að klára að lesa upp dóminn yfir honum. Khodorkovskí, sem áður var ríkasti maður Rúss- lands, sagði réttarhaldið skrípaleik og verjendur hans ásökuðu dómstóla um að reyna að svæfa áhuga al- mennings á málinu. Með þessu áframhaldi er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Khodorkovskí er sakaður um fjársvik og þykir flest benda til þess að hann verði fundinn sekur í þeim ákæruatriðum sem eftir á að úrskurða í. Saksóknarar krefjast tíu ára fangelsisdóms. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.081* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 177 Velta: 2.680 milljónir +0,05% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Bandarískt hagkerfi virðist vera að hægja á sér samkvæmt hag- vísum Conference Board. Fimm af tíu helstu hagvísum voru nei- kvæðir í apríl og lækkaði heildar- vísitalan um 0,2 prósent. Greiningardeild Landsbank- ans telur hættu á launaskriði í kjölfar lækkunar atvinnuleysis. At- vinnuleysistölur nálgast nú óð- fluga þau mörk sem talin eru til marks um að raunverulega sé umframeftirspurn eftir vinnuafli í hagkerfinu. Samkvæmt Berlingske Tidende hyggst lággjaldaflug- félagið Sterling, sem er í eigu Ís- lendinga, bjóða flug til Flórída í Bandaríkjunum fyrir um rúmar ellefu þúsund krónur aðra leiðina. 22 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Krónan hefur styrkst þrjá daga í röð eftir að hafa lækkað nær samfellt frá miðjum mars. Spá- kaupmenn nýttu sér tæki- færið og seldu gjaldeyri og keyptu krónur þegar gengisvísitalan var komin í 117. Sérfræðingur spáir því að krónan verði sterk á þessu ári. Krónan hefur styrkst þrjá daga í röð eftir nokkra veikingu frá apríl til fyrstu tveggja viknanna í maí. Gengisvísitala krónunnar stóð í 113,2 eftir hádegi í gær en fór hæst í 117 fyrir hvítasunn- una. Rétt er að geta þess að krónan styrkist þegar vísitalan lækkar og öfugt. Til samanburð- ar endaði vísitalan í 112,8 í lok síðasta árs og fór í 106,4 þann 21. mars og hafði krónan ekki verið sterkari síðan árið 1993, þegar gengið var síðast fellt. Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur á greiningardeild Landsbankans, segir að krónan hafi veikst nokkuð þegar ríkis- stjórnin greip til þess ráðs að greiða niður erlendar skuldir, um 100 milljónir Bandaríkja- dala, sem er ekki há upphæð. „Það er greinilegt að gjaldeyris- markaðurinn er mjög viðkvæm- ur fyrir öllum efnahagstíðind- um. Þegar gengisvísitalan var komin í námunda við 106 var það almannarómur að krónan væri orðin of sterk. Sama gerðist þegar hún var komin í námunda við 117 stig en þá mátu spákaup- menn stöðuna svo að krónan væri orðin ódýr,“ segir hann. Fréttir af hugsanlegum ál- versframkvæmdum hafa haft sitt að segja um viðsnúninginn á gjaldeyrismarkaðnum. Björn Rúnar leggur áherslu á að ekk- ert hafi verið ákveðið um þær framkvæmdir. Það er þó ljóst að verði af þeim verður bankinn að endurskoða spár sínar um geng- isþróun krónunnar á næstu misserum. Spákaupmenn leika stórt hlutverk á markaðnum og hafa nýtt sér sveiflurnar. „Þeir hafa beðið eftir stundinni að kaupa krónur aftur og sáu gildið 117 sem kauptækifæri. Þeir hagnast á því að selja gjaldeyri og kaupa krónur og nýta sér þann vaxta- mun sem er krónunni í vil.“ Landsbankinn gerir ráð fyrir því að krónan verði tiltölulega sterk fram á næsta ár, meðal annars vegna vaxtamunar við útlönd. „Þær sveiflur sem orðið hafa á markaðnum að undan- förnu eru innan eðlilegra marka að okkar mati,“ segir Björn Rúnar. Bankinn spáir því að krónan haldist tiltölulega sterk á þessu ári en sér fyrir sér að hún nái jafnvægi í kringum 125 stig þegar til lengdar lætur. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 43,60 +1,87 ... Atorka 6,05 +0,83% ... Bakkavör 34,20 – ... Burðarás 14,50 – ... FL Group 14,70 – ... Flaga 5,00 – ... Íslandsbanki 13,25 +0,38% ... KB banki 537,00 +0,37% ... Kögun 63,70 +0,79% ... Landsbankinn 16,70 +1,21% ... Marel 56,50 +0,89% ... Og fjarskipti 4,21 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 +0,85% ... Össur 80,00 +0,63% * Tölur frá um 15.40. Nýjustu tölur á Vísi. Sveiflur á gjaldeyrismarkaði Tryggingamiðstöðin 4,76% Actavis 1,87% Landsbankinn 1,21% Nýherji -1,60% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is                     Er fundur framundan? Að loknum árangusríkum fundi er tilvalið að taka golfhring í náttúruparadísinni Gufudal og njóta síðan heitu pottanna og gufubaðsins við hótelið. Sími 483 4700 info@hotel-ork.is www.hotel-ork.is G o lf su m a r á H ó te l Ö rk Veitingastaðurinn Árgerði er opinn alla daga frá klukkan 11.00 til 22.00. Viðskiptavinir Hótel Arkar hafa frítt aðgengi að tveimur golfvöllum í Hveragerði. Hótel Örk—Paradís rétt handan hæðar! BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Greiningardeild Landsbankans telur þær sveiflur sem hafa orðið á gjaldeyrismarkaði að undanförnu vera innan eðlilegra marka. Spákaupmenn hafa keypt krónur í vikunni og styrkt þar með gengi hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.