Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 54
42 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Mikil spenna er fyrir landsfundSamfylkingarinnar, sem hefst í Egilshöll í Grafarvogi í dag enda skýrist brátt hvort Össur Skarphéð- insson verður áfram formaður flokksins eða hvort svilkona hans, Ingibjörg Sólrún, tekur við. Sam- fylkingarfólk á eflaust eftir að fjöl- menna í Egilshöll til að styðja við bakið á sínu fólki. Þó er ljóst að sjálfur borgarstjórinn, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, verður fjarri góðu gamni þar sem hún er stödd í San Francisco ásamt Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra í kynningarferð á vegum Flugleiða, en fyrirtækið er að opna beina flugleið þangað frá Íslandi. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti er staddur í Kína er ljóst að valdamesta fólk landsins er fjarri góðu gamni. Sumir vilja því meina að valdamesti maður landsins um þessar mundir, að minnsta kosti í opinbera geiranum, sé Gunnar Ingi Birgisson verðandi bæjarstjóri í næst- stærsta sveitafélagi landsins. Ínýútkomnu flugtímariti er lærðgrein um Eurovision-keppnina sem hófst í gærkvöldi. Þar skrifar breskur blaðamaður meðal annars um fimm uppáhaldslögin sín í keppninni í gegnum árin. Það kemur kannski fáum á óvart að lagið Waterloo með Abba er þar efst á blaði en það sem vekur meiri athygli er að sjá þar Minn hinsta dans með Páli Óskari á listanum. Þrátt fyrir að lagið hafi engan veginn fallið í kramið árið 1997 og lent í 20. sæti virðist það síður en svo vera gleymt og grafið. Hljóta það að teljast góð tíðindi fyrir Eurovision- sérfræðing- inn Pál Óskar. – hefur þú séð DV í dag? ÞRIÐJA KONAN ÁKÆRÐ FYRIR AÐ STINGA MANNINN SINN Búa ennþá með mönnum sem þær stungu með hnífi Það er mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð og ljóst að marg- ar íslenskar kvikmyndir munu líta dagsins ljós á n æ s t u n n i . S t e f á n Máni er um þess- ar mundir að skrifa hand- rit eftir eigin bók, Svartur á leik. Um hvíta- s u n n u h e l g i n a hittust svo rit- höfundurinn E i n a r Kárason og leikstjórinn Óskar Jónasson og byrjuðu að skrifa fyrsta uppkast- ið að handriti eftir bók Einars, Stormur. „Við erum langt komnir með þetta,” sagði Einar í samtali við Fréttablaðið. Bókin segir frá sagnamannin- um Eyvindi Jónssyni Stormi sem hingað til hefur verið heldur iðju- laus. Ein jólin vantar bókaforlag rithöfund og vinunum verður hugsað til hans. Sögusviðið er í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Óð- insvéum í Danmörku, heimabæ sagnameistarans H.C. Andersen og er ekki reiknað með öðru en að kvikmyndin verði tekin á þessum stöðum. „Við skrifum allavega handritið með það í huga,“ segir Einar og er ánægður með samstarf hans og Óskars hingað til. „Ég hef unnið mikið með Friðriki Þór en mér hefur alltaf fundist það sem Óskar hefur gert, bæði í sjónvarpi og í kvikmyndum, vera mjög skemmtilegt,“ segir Einar en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir vinna saman. „Við gerðum einu sinni handrit saman fyrir sjónvarpsmyndina Rót.“ Það var kvikmyndafélagið Umbi sem átti hugmyndina að gerð myndarinnar og kom að máli við Einar. „Mér leist bara nokkuð vel á þetta. Þeir inntu mig eftir heppilegum leikstjóra og ég nefndi Óskar, sem var dálítið skondið þar sem þeim hafði dottið hann líka í hug,“ segir Einar sem hafði þó ekki pælt í því hvort bók- in hans, Stormur, ætti eftir að enda á hvíta tjaldinu. freyrgigja@frettabladid.is EINAR OG ÓSKAR: SKRIFUÐU UPPKAST YFIR HVÍTASUNNUNA Hver verður Eyvindur Stormur? FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Vala Matt fyrir að þora að breyta til og ráða sig á nýja sjón- varpsstöð. HRÓSIÐ Ég hélt hvítasunnuna heilaga eins og flestir ungir Reykjavíkurbúar og skellti mér á djamm- ið. Þetta var enn önnur tilraun mín til að hvít- þvo mig af barnafninu sem hefur bæst fyrir aftan Hörpunafnið. Fór á ákveðinn stað hérna öptán til að sýna lit og fékk sjokk. Þar var „Destiny's Child“ í botni, sviti í loftinu og hálfber brjóst á fleygiferð úti um allt. Héðan í frá kalla ég þennan stað engu öðru nafni en „Silicon Valley“ Hvað er eigin- lega málið? Ég get svo svarið það að bróður- partur kvenþjóðarinnar þarna inni var með feik brjóst og jafnvel meira en það. Þetta er orðið svona eins og að eiga diesel-gallabuxur sem einmitt allir virðast eiga nóg af. Ekki nóg með að vera með silíkonbrjóst heldur voru þær flestar í hrikalega flegnum bolum svo það færi örugglega ekki á milli mála að þau sæjust. Hver væri líka ánægjan af þessu ef ekki sæist í öll herlegheitin? Klæðnaðurinn var þessi: hlýrabolir með blúndu, maginn ber á milli, gallabuxur og stór belti. Ég hefði ekki séð nokkurn mun á stúlkunum þarna inni ef ég væri hið minnsta sjóndöpur. Er þetta sem sagt það sem virkar best á karl- mennina í þessu landi? Það eiginlega hlýtur að vera því ekki hef ég brjóstin að bera til að klæða mig svona og það er ekkert brjálæðis- lega mikið að gera þessa dagana í mínum málum! En svona í alvöru talað, er sniðugt að heilla menn með svona áfestum hlutum? Er ekki betra að höfða til þeirra með öðrum með- fæddum eiginleikum eins og persónuleika og skemmtilegheitum? Ég er líka á því að þeir karlmenn sem laðast að stórum brjóstum séu fullorðin smábörn í leit að móðurímynd. Sá auglýsingu í erlendu tímariti um daginn sem lýsir einmitt þessu: þar voru „fyrir og eftir“ myndir af konu í flegnum jakka með yfirskriftinni: „Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur!“. Svosum ekkert skrýtið við það nema það að „fyrir“ myndin var af konu með stór brjóst og „eftir“ myndin af sömu konunni með frekar lítil brjóst. Þetta fannst mér algerlega hitta í mark og myndin ein lýs- ir einmitt því sem ég vil meina! En einhver vitringurinn sagði þó að fólk ætti að líta út eins og því líður best og þess vegna ætti ég að kyngja þessum yfirlýsingum mínum og játa réttmæti þeirrar staðhæfingar og hætta að væla. Það ríkir jú tal- og prentfrelsi á þessu landi en líka útlitsfrelsi! Silíkon dalurinn Hljómsveitin Ske leikur á dönsku tónlistarhátíðinni Spot 11, sem haldin verður í Árósum dagana 10. og 11. júní. Rúmlega hundrað hljómsveitir leika á hátíðinni en auk Ske mun Eivör Pálsdóttir troða upp þar. Ske spilar þann ellefta á Spot 11 en daginn áður leikur hún á tón- leikastaðnum Rust í Kaupmanna- höfn. Ágústa Eva Erlendsdóttir heit- ir nýja söngkonan í Ske en hún tók við hlutverki Ragnheiðar Gröndal. Ágústa söng meðal annars með Ske í Laugardalshöll þegar sveitin hitaði upp fyrir Robert Plant og félaga. „Ágústa stóð sig glimrandi vel og hún verður með okkur á há- tíðinni,“ segir Guðmundur Stein- grímsson, hljómborðsleikari í Ske. „Það var gaman að prófa að spila í Höllinni. Ég hef aldrei spilað þar áður. Það var ákveðið kikk enda er það orðið hátindur íslenskra hljómsveita að spila þar,“ segir Guðmundur hlæjandi. ■ Lárétt: 1 fiskurinn, 6 flana, 7 kyrrð, 8 tónn, 9 gremja, 10 snjó, 12 hreyfast, 14 sekk, 15 á nótu, 16 neysla, 17 svar, 18 óbundinn. Lóðrétt: 1 drykkur, 2 dvelja, 3 sólguð, 4 andstreymið, 5 skipstjóri, 9 flani, 11 skjóla, 13 svara, 14 tunga, 17 tónn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lausn.Lárétt: 1murtan, 6ana,7ró,8 la,9ami,10snæ,12iða,14mal,15an, 16át,17ans,18laus. Lóðrétt: 1 malt,2una,3ra,4armæðan, 5nói,9ani,11fata,13ansa,14mál,17 as. » FA S T U R » PUNKTUR REYKJAVÍKURNÆTUR > HARPA PÉTURSDÓTTIR ÁKVAÐ AÐ SÝNA LIT OG FÉKK SJOKK HLJÓMSVEITIN SKE Hún hitaði upp fyrir Robert Plant og félaga fyrir skömmu en er nú á leið til Danmerkur. Ske leikur á tónlistarhátí›inni Spot 11 EINAR KÁRASON Er að gera handrit eftir bókinni sinni Stormur ásamt Óskar Jónassyni. ÓSKAR JÓNASSON Er ekki að vinna með Einari Kárasyni í fyrsta skipti en þeir gerðu handritið að sjónvarpsmyndinni Rót saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.