Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 16
16 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
Fjölmiðlajöfurinn Rupert
Murdoch segir að raf-
rænir miðlar sogi til sín
æ meira af auglýsinga-
tekjum dagblaðanna.
Dagblöð verði að skilja
hlutverk sitt sem frétta-
veitur óháð gömlu leiðun-
um til að dreifa fréttum á
pappír.
Rupert Murdoch, sem á og stýrir
News Corporation, einni stærstu
fjölmiðlasamsteypu veraldar,
flutti nýverið bandarískum dag-
blaðaritstjórum boðskap sinn um
framtíð dagblaða. Murdoch sagði
meðal annars að of margir rit-
stjórar og blaðamenn væru ekki
lengur í góðum tengslum við les-
endur. „Það er engin furða að
margir, einkum af yngri kynslóð-
inni, segi skilið við dagblöðin.
Fólk á þrítugs- og fertugsaldri
kærir sig ekki lengur um að láta
einhvern segja sér hvað máli
skipti, hvað sé mikilvægt... Og
það vill alls ekki fá fréttirnar
matreiddar sem eitthvert fagn-
aðarerindi.“ Murdoch kvað rit-
stjóra og blaðamenn hafa sýnt
einstaklega mikið andvaraleysi.
Tímaritið Economist, sem
fjallaði um erindi Murdochs ný-
verið, segir að hugsanlega marki
ræða Murdochs upphaf þess
tíma þegar dagblöðin vöknuðu og
fóru að gera sér grein fyrir veru-
leika netbyltingarinnar og vildu í
senn verða netvæn og netkæn.
Murdoch gengur að því vísu
að lesendum dagblaða fækki um
heim allan og þar með minnki
auglýsingatekjur þeirra. Sam-
kvæmt upplýsingum Alþjóða
dagblaðasambandsins, World
Association of Newspapers,
minnkaði dreifing dagblaða í
Bandaríkjunum um 5 prósent á
árunum 1995 til 2003. Á sama
tíma fækkaði eintökum í umferð
um 3 prósent í Evrópu og um 2
prósent í Japan. Á sjöunda ára-
tugnum lásu fjórir af hverjum
fimm Bandaríkjamönnum dag-
blað á hverjum degi. Aðeins
helmingur þeirra lítur daglega í
dagblað nú.
Frumbyggjar og innflytjendur í
netheimum
Netvæðingin er undanfari hnign-
unar dagblaða. Með breiðbandi
eykst burðargeta og hraði á net-
inu. Rupert Murdoch telur að
þetta breyti fjölmiðluninni á
þann hátt sem eldri keppinautar
dagblaðanna, útvarp og sjón-
varp, gátu aldrei gert. Eldri kyn-
slóðinni, sem Murdoch kallar
innflytjendur í netheimum, hef-
ur ef til vill sést yfir þetta. En
unga fólkið, frumbyggjarnir í
netheimum, fá fréttirnar í aukn-
um mæli með leitarvélum á borð
við Yahoo eða Google eða um
aðrar gáttir veraldarvefsins.
Nefna má bloggið, dagbókar-
skrifin á vefnum. Meirihluti
Bandaríkjamanna hefur ekki
heyrt bloggið nefnt og aðeins 3
prósent lesa slíkt dag-
lega. Um 44 prósent
Bandaríkjamanna á
aldrinum 18 til
29 ára eru
aftur á móti
tengd blogg-
inu dag hvern.
Bloggið er að-
eins eitt þeirra
tóla og tækja sem
tiltæk eru til boðskipta á vefn-
um. Wiki heitir vefsíðusamfélag
á netinu þar sem notendur geta
lagt til efni og ritstýrt því sjálfir.
Þetta þykir eldra fólki,
netheimainnflytjendum, hljóma
líkt og stjórnleysi og óreiða. Eða
þar til það heimsækir alfræði-
vefinn wikipedia.org. Wikipedia
vex með degi hverjum, einmitt
með grasrótarsamstarfi fólks
sem þekkist ekkert innbyrðis.
Bloggfréttaþjónusta
Litla kísilflöguspilara (iPod),
sem tölvurisinn Apple hefur sett
á markað, mætti kalla tónbelgi.
Unnt er að fylla tónbelginn af
tónlist og tappa af honum inn á
tölvur eða netið þannig að aðrir
geta nálgast tónlistarefnið. Með
þessu móti er hægt að stunda
tónbelgjavarp á netinu. Blogg
með myndir sækir einnig í sig
veðrið og myndbandablogg er að
hefjast.
Það er freistandi fyrir hefð-
bundna miðla að gera lítið úr
þessari þróun. Til dæmis er haft
fyrir satt að megnið af netbloggi
sé ekki þess virði að lesa það. Og
það er í rauninni ekki lesið. Sama
á reyndar við um hefðbundna
miðla eins og dagblöð, segir
Rupert Murdoch.
Engu að síður leika bloggarar æ
stærra hlutverk. Vinsælir og vand-
aðir bloggararnir fá allt eins marg-
ar heimsóknir á vefsíður sínar eins
og þekktir fjölmiðl-
ar fá.
Norska Dagblaðið hefur sagt upp
hartnær 90 manns vegna 12 pró-
senta samdráttar í sölu og tap-
reksturs. Fréttablaðið greindi frá
þessum hremmingum í vikunni og
gat þess jafnframt að Norska Dag-
blaðið yrði að draga úr útgjöldum
um einn milljarð króna fram til
ársins 2007 og útibúum utan
Oslóar yrði lokað.
Spyrja má hvort öðruvísi sé ástatt
á íslenskum dagblaðamarkaði en
þeim norska. Menn muna trúlega
stórt gjaldþrot gamla DV, strangr-
ar göngu við að koma Fréttablað-
inu á laggirnar, nýlegra þrenginga
Morgunblaðsins og taprekstur og sölu á
tímaritaveldinu Fróða. Listinn er lengri
ef ljósvakamiðlar eru einnig taldir með.
Kannanir benda til þess að dagblaða-
lestur sé óvenju mikill hér á landi.
Nærri lætur að þrír Íslendingar séu um
hvert prentað eintak af Fréttablaðinu. Í
Gallupkönnun, sem gerð var í
apríl, kom á daginn að lið-
lega 90 prósent aðspurðra
höfðu lesið eitthvað í Frétta-
blaðinu, 75 prósent höfðu
lesið Morgunblaðið og nærri
44 prósent höfðu lesið eitt-
hvað í DV þá viku sem könn-
unin var gerð.
Varla nema von að nýju dag-
blaði, Blaðinu, sé ýtt úr vör.
Vera má að það sé liður í
annarri og stærri viðskipta-
hugmynd, en útgáfufélag
Blaðsins og Íslenska sjón-
varpsfélagið, sem rekur Skjá
einn, hafa nú fest kaup á útvarpsstöðv-
unum KissFM og X-FM. Reyndar er út-
gefendum mjög tíðrætt um 12 milljarða
króna eða svo sem liggja í auglýsingum
góðærisins.
Svo mikið er víst að hræringum á litlum
fjölmiðlamarkaði Íslendinga er ekki lok-
ið. Við blasir úrvinnsla úr fjölmiðla-
skýrslunni stóru og lagasetning í kjölfar
þess. Endurskoðað frumvarp um Ríkis-
útvarpið verður lagt fram að nýju á al-
þingi í haust. Í millitíðinni verður búið
að einkavæða og selja Símann. Búast
má við að þá verði mynduð ný sam-
steypa úr gagnaveitum félagsins og fjöl-
miðla í einkarekstri. Í nafni hagkvæmn-
innar.
Svo mikið er víst að ef tölvan og netið
verður ráðandi í fjölmiðlun framtíðar-
innar verður jafnframt fýsilegt að eiga
gagnaveitur sem upplýsingahafið
streymir um. Og rukka fyrir notkunina.
Hræringum ekki enn loki› á fjölmi›lamarka›i
FBL. GREINING: GAGNAVEITUR, FJÖLMIÐLAR OG PENINGAR
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
FRÉTTAMIÐLAR
FRAMTÍÐARINNAR
Fjölmi›lavald fjöldans
ÁSTRALSKI FJÖLMIÐLAJÖFURINN Rupert Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corporation. Hann segir fullum fetum að dagblöð-
in verði eftirleiðis að skoða hlutverk sitt sem tæki til fréttaöflunar og fréttavinnslu
ÍSLENSKU DAGBLÖÐIN
Fjögur dagblöð eru á íslenska
dagblaðamarkaðnum í dag.