Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 35
23FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærðir þeirra og nýtingu, einnig upplýsingar um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á vefsíðu Akralands www.akraland.is Þar er einnig að finna nauðsynleg gögn sem tilboðsgjafar þurfa að kynna sér, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá og sölu- og skipulagsskilmála. Komnar eru í sölu frábærar eignarlóðir í Akrahverfi, hverfið er vel staðsett á grónu svæði á besta stað í Garðabæ. Þetta eru góðar byggingarlóðir á frjósömu svæði mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með fljótfarnar umferðaræðar til allra átta. Um er að ræða 49 lóðir sem seldar verða í tveimur hlutum og gert er ráð fyrir að þær verði byggingarhæfar í október á þessu ári. Tilboðum í 26 lóðir sem eru í fyrrihlutanum skal skila eigi síðar en í dag 20. maí 2005 kl. 15:00 og í lóðir í seinnihlutann eigi síðar en föstudaginn 3. júní kl. 15:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akralands þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar. Fasteignasölurnar Borgir og Eignamiðlun munu einnig annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa áhuga snúið sér þangað. gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu Akraland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík sími 599 4000, fax 599 4001 Tilboðsfrestur 20. maí Tilboðsfrestur 03. júní hz et a www.akraland. is Haustakur Hvannakur Hjálmakur Jafnakur Krossakur Kaldakur Kornakur ATH. Lokafrestur fy rrihluta er í dag til kl. 15.00 Yfirtaka Björgólfs á finnsku símafyrirtæki: Stefnir á afskráninguÁr og dagur, sem gefur út Blaðið og er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar og Karls Garðarsonar, og Íslenska sjón- varpsfélagið, sem rekur Skjá einn og er í meirihlutaeigu Símans, hafa keypt allt hlutafé í Pyrit sem rekur útvarps- stöðvarnar Kiss FM og XFM. Sigurður G. Guð- jónsson, stjórnarfor- maður Árs og dags, segir tilganginn með kaupunum einungis þann að reka fleiri fjölmiðla og ekkert hafi verið rætt um að fleiri aðilar komi að kaupunum. Aðspurður hvort ætlunin sé að sam- eina reksturinn, og gera þannig Blaðið, Skjá einn og Pýrit að fjölmiðlasam- steypu segir hann ekkert slíkt í far- vatninu. Þetta séu einungis þrjú sjálf- stæð félög. Sigurður vildi ekkert gefa upp um kaupverð bréf- anna. - jsk Actavis kaup- ir á Indlandi Actavis er í viðræðum um yfir- töku á lyfjadeild samheitalyfja- fyrirtækisins Emcure á Indlandi, segir í indverska blaðinu Business Standard. Fyrr á árinu gerði Actavis sam- starfssamning við fyrirtækið um framleiðslu fyrir Bandaríkja- markað á fjórum samheitalyfjum sem Actavis hefur þróað. Stjórnendur Actavis telja að ætli samheitalyfjafyrirtæki sér að halda í við keppinautana sé lykil- atriði að auka umsvif sín á Indlandi og nýta sér sérþekkingu og lágan framleiðslukostnað í landinu. - jsk Aukin umsvif í hagkerfinu Umsvifin í hagkerfinu jukust í janúar og febrúar um 10,4 prósent að nafnvirði sé miðað við sama tímabil síðasta árs. Bendir þetta til þess að hagvöxtur á fyrsta árs- fjórðungi hafi verið mikill. Af einstökum atvinnugreinum var veltan mest í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð, þar sem varð 25 prósenta aukning. Virkj- anaframkvæmdir á Austurlandi hafa mest um það að segja. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofunnar um veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í janú- ar og febrúar. - jsk Mosaic seldist upp Mikil eftirspurn var eftir nýju hlutafé bresku tískukeðjunnar Mosaic sem boðið var íslenskum fagfjárfestum til kaups. Samtals óskuðu fagfjárfestar eftir að kaupa rúmlega fjórfalt fleiri hluti en í boði voru. Söluverð hlutanna nemur 3,7 milljörðum króna, en um er að ræða nýja hluti sem seldir voru á genginu 13,6. Hluta- fjárútboðið er liður í undirbúningi að skráningu Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands. Almennt hlutafjárútboð Mosa- ic Fashions hf. er áformað 6.-10. júní næstkomandi og útgáfa út- boðs- og skráningarlýsingar þann 31. maí næstkomandi en fyrir maílok er fyrirhugað að sækja um skráningu á hlutafé félagsins í Kauphöll Íslands. - hh KÁRAHNJÚKAR Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi réðu mestu um veltuaukningu í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. ACTAVIS ER Í VIÐRÆÐUM UM KAUP Á INDVERSKU LYFJAFYRIRTÆKI Stjórn- endur fyrirtækisins telja aukin umsvif á Indlandi lykilatriði í framtíð þess. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON STJÓRNARFORMAÐUR ÁRS OG DAGS Ár og dagur hefur ásamt Ís- lenska sjónvarpsfélaginu fest kaup á Pyrit fjölmiðlun. Sigurður segir ætlun- ina ekki vera að sameina reksturinn. Kaupa útvarpsstö›var Félag í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar reynir áfram að ná yfirráðum í finnska símafélaginu Saunalahti. Félagið stefnir á að eignast yfir níutíu prósent í símafyrirtækinu og af- skrá það úr finnsku kauphöllinni, samkvæmt vefmiðlinum Helsinki Sanomat. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að í fyrradag hafi verið komið vilyrði fyrir yfir helmingi hlutafjárins. Finnskur fjárfestir að nafni Kai Mäkelä getur komið í veg fyrir þessi áform, að mati Helsinki Sanomat, þar sem hann ráði yfir ellefu prósentum í fé- laginu. Hann vildi ekki staðfesta í fyrradag hvort af sölunni yrði og hann væri að hugsa sinn gang. Saunalahti hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náð tíu prósenta markaðshlutdeild á finnska markaðnum á átján mán- uðum. Símafyrirtækið hafi verið í fararbroddi í ýmsum nýjungum og velgt stærri fyrirtækjum undir uggum. Á Newratings.com kemur fram að bankinn Credit Suisse First Boston telji að kaupin hafi neikvæð áhrif á finnska síma- markaðinn. Vonast hafi verið til að innlendur samkeppnisaðili keypti fyrirtækið til að draga úr samkeppni. ■ BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.