Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 36
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrönn Jónsdóttir Krummahólum 29, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala 18. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fylkir Þórisson Bärbel Valtýsdóttir Helga Þórisdóttir Jens Þórisson Hrafnhildur Óskarsdóttir Jón Þórisson Ragnheiður Steindórsdóttir Vörður Þórisson Þorbjörg Þórisdóttir Ólafur Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. „Þessi tímamót mörkuðu þáttaskil í réttindabaráttu kvenna,“ segir Auður Styrkársdóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns, sem stendur ásamt Kristínu Ástgeirs- dóttur að málþingi í dag um kosn- ingarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár. Í júní verða 90 ár liðin síðan Danakonungur undirritaði lög sem veittu konum sem orðnar voru 40 ára og eldri rétt til að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis en áður höfðu konur fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og jafn- an rétt til náms og embætta „Þetta hafði verið löng barátta sem hafði staðið yfir í tvo áratugi og þarna sást endir á henni,“ segir Auður en bendir á að Bríet Bjarn- héðinsdóttir hafi sagt þetta vera snoppung fyrir konur vegna ákvæðisins um að konur yrðu að vera eldri en 40 ára. Hún hafi þó eins og aðrir glaðst yfir þessum tímamótum enda takmarkið í aug- sýn þar sem jafna átti kosninga- réttinn á næstu fimmtán árum. Jafn kosningaréttur komst síðan á árið 1920. „Má segja að það hafi verið Dönum að þakka þó ekki mætti hafa hátt um það þá,“ álykt- ar Auður. Þrátt fyrir þetta var kosningaþátttaka dræm árið 1916 þegar rétt um tíu prósent kvenna kusu. Málþingið verður haldið í há- tíðasal Háskóla Íslands, stendur frá 13 til 16 og er öllum opið. Auð- ur heldur eitt fjögurra erinda á þinginu þar sem hún spáir í kynja- mun í kosningaþátttöku og fer yfir sögu frá árum kosningaréttarins fram á okkar daga. Einnig veltir hún fyrir sér hvort sá munur sem sést í stjórnmálum og kosninga- þátttöku í dag sé kynlægur. Meiningin er að gefa erindin af málþinginu út í bók með góð- um styrk frá Alþingi og standa vonir til að hún verði komin út fyrir 19. júní, sem er afmælisdag- ur kosningaréttarins. Þann dag munu kvenfélög landsins fjöl- menna á Þingvallafund. ■ 24 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR KRISTÓFER KÓLUMBUS (1451-1506) lést þennan dag. Þakkar Dönum kosningaréttinn TÍMAMÓT: KOSNINGARÉTTUR KVENNA Í 90 ÁR „Við fylgdum ljósi sólarinnar og yfirgáfum hinn gamla heim.“ - Kristófer Kólumbus var ítalskur landkönnuður sem fann Ameríku fyrir slysni þegar hann var á leið til Asíu. Þegar hann lést taldi hann ennþá að hann hefði komist til Asíu. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Eva Sæmundsdóttir, Garðvangi, Garði, er látin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Elías Gunnar Þorbergsson, Kleppsvegi 134, áður bóndi í Meiri-Hattardal, lést miðvikudaginn 11. maí. Ingibjörg Friðfinnsdóttir, Kristnibraut 43, lést föstudaginn 13. maí. Erla Kristjánsdóttir, til heimilis á Bakka- stöðum 5a, áður Hjallalandi 22, lést sunnudaginn 15. maí. JAR‹ARFARIR 11.00 Sigurþór Halldórsson, fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi, Gullsmára 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Jóhanna Guðmundsdóttir, Hrafn- istu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Valgerður (Gerða) Sigurðardótt- ir, Holtabyggð 5, Hafnarfirði, verð- ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. SKIPULEGGJA MÁLÞING Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafnsins, og Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á Rannsókn- arstofu í kvenna- og kynjafræðum, halda báðar erindi á málþinginu sem haldið verður í hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Á þessum degi árið 1873 tryggði kaupmaðurinn Levi Strauss sér og klæðskeranum Jacob Davis einkaréttinn á strigabuxum sem festar voru saman með kopar- nælum. Buxurnar tóku síðar breytingum þegar striganum var skipt út fyrir gallaefni og í dag eru gallabuxurnar sem kenndar eru við Levi Strauss eitt þekk- tasta vörumerki heims. Strauss fæddist í Bæjaralandi árið 1829 en flutti til Bandaríkj- anna árið 1847. Hann starfaði sem kaupmaður og flutti til San Francisco árið 1853 til að freista gæfunnar. Verslunin gekk hins vegar illa og sér til mikillar ar- mæðu sat Strauss uppi með mikið magn af strigaefni. Honum datt þá í hug að sauma buxur úr efninu. Buxurnar slógu í gegn hjá námuverkamönnum enda var efnið harðgert og mikið slit í því. Árið 1972 sendi klæðskerinn Jac- ob Davis Strauss bréf og benti honum á að það mætti styrkja viðkvæmustu álagspunktana með koparfestingum. Davis og Strauss ákváðu að sameina krafta sína, fengu einkaleyfi á hugmyndinni og hófu fjöldafram- leiðslu á strigabuxum með kop- arfestingum. Síðar skiptu þeir strigaefninu út fyrir blátt gallaefni og gallabuxurnar, eins og við þekkjum þær í dag litu dagsins ljós. LEVI STRAUSS ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1506 Kristófer Kólumbus land- könnuður deyr, 55 ára að aldri. 1818 Siglufjörður fær löggildingu sem verslunarstaður. Bær- inn fær kaupstaðarréttindi einni öld síðar. 1944 Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun hefst og stendur í fjóra daga. Kjör- sókn var 98,4 prósent. 1969 Bardaga um Ap Bia fjall í Víetnam, sem síðar var nefnt Hamburger Hill, lýk- ur. Gríðarlegur fjöldi manna féll í orrustunni, sem hafði enga þýðingu þegar upp var staðið. Fræg kvikmynd var síðar gerð um þennan bardaga. 1986 Sex af forráðamönnum Hafskips hf. eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarð- hald meðan rannsókn stendur yfir á rekstri fyrir- tækisins. Levi Strauss fær einkaleyfi á buxum Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fasteignar hf, er fimmtug- ur. Pétur Jónasson gítarleikari er 46 ára. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar, er 43 ára. Ólafur H. Krist- jánsson knatt- spyrnuþjálfari er 37 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1799 Honore de Balzac rithöfundur. 1806 John Stuart Mill heimspekingur. 1908 Jimmy Stewart leikari. 1944 Joe Cocker söngvari. 1946 Cher söngkona. Níu íslenskir námsmenn hlutu styrk frá Fulbright-stofnuninni í ár til framhaldsnáms í Bandaríkj- unum í haust. Þeim til heiðurs var á dögunum haldin árleg móttaka á heimili sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, James I. Gadsden. Þeir styrkþegar sem hlutu styrk í ár eru: Ásdís Helgadóttir, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Hild- ur Einarsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Úlfar Freyr Stefánsson, Ýmir Vigfússon og dr. Gunnar Guðmundsson, sem hlaut styrk til rannsókna. Þá hlaut Erna Hjaltested lög- fræðingur Cobb Family Fellows- hip-styrkinn, sem fjármagnaður er af fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna, á Íslandi, Charles E. Cobb Jr., og er veittur til fram- haldsnáms við Miami University í Florida. Stofnunin sér einnig um Frank Boas-styrkinn sem veittur er til framhaldsnáms í lögfræði við Harvard og hlaut Eiríkur Jónsson lögfræðingur hann. Þess má geta að sjö þjóðir keppa árlega um hinn virta Frank Boas-styrk og einn styrkþegi hlýtur. ■ Fulbright veitir árlega styrki Í MÓTTÖKU SENDIHERRA Styrkþegarnir ásamt James I. Gadsden, sendiherra Banda- ríkjanna, stjórn Fulbright-stofnunarinnar og Láru Jónsdóttur framkvæmdastjóra. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Valgerður (Gerða) Sigurðardóttir Holtabyggð 5, Hafnarfirði lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Magnús Björnsson Unnur Birna Magnúsdóttir Gísli G. Gunnarsson Barnabörn og barnabarnabörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.