Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 6
6 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
Smáey VE fer í Reykjavíkurslipp í dag:
Stranda›i á hættulegu skeri
SLYS Smáey VE strandaði á Faxa-
skeri, rétt utan við hafnarmynni
Vestmannaeyja, um klukkan fjög-
ur í fyrrinótt. Engan sakaði og
fljótlega tókst að losa skipið af
skerinu.
Smáey varð fyrir mun meiri
skemmdum en talið var í fyrstu.
Kafarar könnuðu ástand skipsins í
gær og kom þá í ljós að um það bil
metra löng rifa er á kilinum fyrir
neðan stafn skipsins.
Lögreglan tók skýrslu af áhöfn
við komuna í Vestmannaeyjahöfn
en málið á eftir að fara fyrir sjó-
rétt.
„Það má þakka Guði fyrir að
ekki fór verr,“ sagði Magnús
Kristinsson framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Bergur-Huginn sem
gerir skipið út. „Á þessu sama
skeri hafa tvö af verstu sjóslysum
Vestamannaeyja átt sér stað þar
sem engin mannbjörg varð.“
Smáey er nú á leið til Reykja-
víkur í slipp og er búist við því að
það taki upp undir viku að gera
við skemmdirnar.
Smáey er 200 brúttólesta ís-
fisktogari. Ellefu manna áhöfn
var á skipinu þegar atvikið átti
sér stað en engin slys urðu á
mannskap.
-jse
DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir tvíburabræðrunum Rúnari
Ben og Davíð Ben Maitsland. Þeir
höfðu áður verið dæmdir í fimm
ára og fjögurra og hálfs árs fang-
elsi fyrir smygl á 27 kílóum af
kannabisefnum frá Þýskalandi
hingað til lands í ellefu ferðum.
Hæstiréttur mildaði dómana
þannig að Rúnar var dæmdur í
fjögur og hálft ár en Davíð í þrjú.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttardómari skilaði sératkvæði.
Í meirihlutaáliti dómsins var
aðallega stuðst við vitnisburði
annarra málsaðila fyrir þýskum
dómstólum. Einnig var stuðst við
hleranir á símtölum. Fíkniefnin
sjálf hafa hins vegar aldrei fund-
ist og engin sönnunargögn liggja
fyrir um það hvað á að hafa orðið
af þeim.
Í sératkvæði Jóns Steinars
leggur hann til að bræðurnir séu
sýknaðir af öllum ákæruatriðum
einmitt á þeim forsendum að efn-
in hafi aldrei fundist og að ekkert
liggi fyrir um hugsanlegan gróða
bræðranna af sölu þeirra. - oá
Norðurland:
Stal bíl og
bensíni
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Blönduósi hafði hendur í hári
manns sem hafði stolið bíl frá
Akureyri í fyrradag.
Upp komst um þjófnaðinn þeg-
ar maðurinn stal bensíni á bens-
ínstöðinni í Varmahlíð. Sást þá
númer bílsins og var haft sam-
band við eigandann.
Eigandi bílsins var grunlaus
um þjófnaðinn og taldi bílinn
staddan fyrir utan heimili sitt
en brá heldur í brún þegar hann
leit út.
Lögreglan stöðvaði síðan öku-
manninn á Esso-stöðinni á
Blönduósi. Þjófurinn tók þá til
fótanna undan lögreglu en náð-
ist skömmu síðar. Hann gaf þá
skýringu á athæfi sínu að hann
þyrfti að komast suður. Lögregl-
an ráðlagði honum að taka rút-
una næst. – jse
Grill við sundlaugarbakkann
- frábær stemming
STARFSMANNAFÉLÖG - FÉLAGASAMTÖK
VINAHÓPAR - FYRIRTÆKI - KLÚBBAR
Langar ykkur að prófa eitthvað nýtt og
spennandi? Hafið samband og fáið tilboð í
grillveislu við sundlaugarbakkann. Ótal
afþreyingarmöguleikar í nágrenninu, m.a.
golfvöllur, tennisvellir, hestaleiga.
Upplýsingar og pantanir
í síma 483 4700
info@hotel-ork.is
Sean Hoey:
Ákær›ur fyrir
Omagh-tilræ›i
BELFAST, AP Saksóknari á Norður-Ír-
landi hefur birt Sean Hoey sem
talinn er vera félagi í Sanna írska
lýðveldishernum 61 ákæru fyrir
margvísleg afbrot, þar á meðal
sprengjutilræði í Omagh árið
1998 sem kostaði 29 mannslíf.
Hoey bíður einnig réttarhalda
vegna 20 annarra ákæra, en í kær-
unum sem honum voru birtar í
gær eru 29 morðákærur, ein fyrir
hvert fórnarlambanna í Omagh.
Hann er fyrstur fyrir dóm vegna
hryðjuverksins. ■
SMÁEY VE Smáey fer í Reykjavíkurslipp í dag til viðgerða en skipið strandaði á Faxaskeri
við mynni Vestmannaeyjahafnar í fyrrinótt
Morðárás í Kristjaníu:
Gruna›ur
handtekinn
DANMÖRK Danska lögreglan hefur
handtekið mann grunaðan um að
eiga þátt í manndrápi í Kristjaníu
í síðasta mánuði. Þá skutu grímu-
klæddir menn á hóp fólks með
þeim afleiðingum að einn lést og
þrír særðust.
Árásin er talin tengjast átökum
milli glæpahópa um yfirráð yfir
sölu eiturlyfja í Kaupmannahöfn,
en eftir að sölubúðum hasskaup-
manna í Kristjaníu var lokað í
fyrra hafa átök milli eiturlyfja-
sala færst í aukana. Annar maður
hefur verið í haldi dönsku lögregl-
unnar í nokkurn tíma vegna sömu
árásar. ■
SVÍÞJÓÐ
SEINHEPPINN ÞJÓFUR Maður
nokkur í Svíþjóð vaknaði í fyrri
nótt við að þjófavarnarkerfið í
bílnum hans fór í gang. Hann
fór út á svalir og sá þá hvar
einhver var að athafna sig inni
í bílnum. Maðurinn gerði sér
lítið fyrir og læsti bílnum með
fjarlæsingu. Hann hringdi síð-
an á lögregluna, sem kom og
sótti þjófinn, sem ekki komst út
úr bílnum.
RÚNAR BEN MAITSLAND Hæstiréttur mildaði dóm yfir bræðrunum Rúnari Ben og Davíð
Ben Maitsland.
Bræður smygluðu 27 kílóum af kannabisefnum:
Dómurinn milda›ur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Á að reisa fleiri álver
hérlendis?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Myndir þú frekar kaupa bíl
sem gengur fyrir dísilolíu en
bensíni?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
61%Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
39%
Starfsmenn Alcan
rísa gegn stjórnendum
Trúna›arrá› krefst fless a› stjórnendur láti af fleirri ómannú›legu stefnu a› segja starfsmönnum upp án
ástæ›u og sk‡ringa. Alcan segir löglega a› uppsögnunum sta›i›.
STARFSMANNAMÁL Trúnaðarráð
verkalýðsfélaga starfsmanna hjá
Alcan mótmæla harðlega tilefnis-
lausum uppsögnum fimm starfs-
manna sem unnið höfðu lengi og
farsællega fyrir fyrirtækið. Í
ályktun sem trúnaðarráðið sendi
stjórnendum Alcan segir að upp-
sagnirnar veki upp spurningar
um hvort skoðanir manna eða um-
mæli þeirra séu hin raunverulega
ástæða uppsagnanna. Enn fremur
er skorað á stjórnendur fyrirtæk-
isins að láta af þeirri ómannúð-
legu stefnu að segja starfsmönn-
um upp án undangenginna aðvar-
ana og fullnægjandi skýringa.
Þetta er sagt vera brot á kjara-
samningi og samþykkt Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar.
„Þeir gátu notað starfsmennina
í áratugi en svo er þeim sagt upp
fyrirvaralaust, það eru vinnu-
brögð sem við erum mjög ósáttir
við,“ sagði Kolbeinn Gunnarsson,
formaður Verkalýðsfélagsins
Hlífar. Hann segir vinnubrögð
Alcan stangast á við starfsreglur
sem fyrirtækið hafi sjálft sett sér.
Hrannar Pétursson upplýs-
ingafulltrúi Alcan segir að upp-
sagnirnar fimm tengist engan
veginn innbyrðis og vísar öllum
getgátum um slíkt á bug. Enn-
fremur segir hann að löglega hafi
verið staðið að uppsögnunum og
ákvæði um kjarasamninga hafi
ekki verið brotin.
Hann vil ekki tjá sig um upp-
sagnir einstakra aðila en segir að
í einstaka tilfellum þurfi að koma
til uppsagnar þar sem starfsmað-
ur eigi ekki samleið með fyrir-
tækinu.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær hefur fimm starfsmönn-
um verið sagt upp frá því 1. mars
og þykir starfsmönnum afar
ómannúðlega að uppsögnunum
staðið. Til dæmis hafi tveimur
mönnum verið tilkynnt um upp-
sögn þeirra í síma og var þá annar
í sjúkrameðferð vegna meints
vinnuslyss. Einnig sagði Markús
Kristjánsson frá því að honum
hafi verið sagt upp tilefnalaust og
án skýringa og verið svo fylgt af
öryggisvörðum út fyrir vinnu-
svæðið.
Fleiri fyrrverandi starfsmenn
Alcan höfðu samband við Frétta-
blaðið og sögðu að þessi vinnu-
brögð stjórnendanna hefðu við-
gengist lengur en frá 1. mars.
Þeim hafði verið sagt upp fyrir-
varalaust, fengið fylgd öryggis-
varða út fyrir svæðið þar sem
beið þeirra leigubíll sem fór með
þá heim. jse@frettabladid.is
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Starfsmenn í Straumsvík hafa nú sent yfirmönnum sínum tóninn
vegna uppsagna sem þeir lýsa sem ólöglegum og ómannúðlegum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L
RANNVEIG RIST
Forstjóri Alcan
MARKÚS KRISTJÁNS-
SON Fv. starfsmaður