Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 12
12 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Íslendingar hafa verið gjafmildastir á stig til ná- granna sinna í Eurovision gegnum tíðina. Finnar þiggja hins vegar flest stig frá hinum Norður- löndunum en gefa minnst til baka. Samsæriskenningar um kosn- ingabandalög í Söngvakeppni evrópskra sjónarpsstöðva lifa góðu lífi á hverju ári þegar líða tekur að keppninni og einnig eftir að henni lýkur. Það þykir almenn vitneskja að Norður- löndin gefi hvert öðru stig og sigur vinningslandsins er oft skrifaður á vináttubönd þess við önnur lönd, gagnkvæm loforð um atkvæði eða jafnvel ástandið í heimsmálum. Þar að baki ligg- ur þó aðeins mat áhugamanns- ins, eða hvað? Í nýlegri BA-ritgerð í stjórn- málafræði reynir Íris Davíðs- dóttir að varpa ljósi á kosninga- hegðun í söngvakeppninni. „Á hverju byggjast ríkjabandalög? Kosningahegðun einstakra ríkja í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva,“ er heiti ritgerðar- innar. Þar skoðar Íris sögu Norðurlandanna, Grikklands og Kýpur, Austurríkis og Þýska- lands, og skoðar stigagjöf milli þeirra. Hún lagði af stað með þá tilgátu að kosningahegðun ríkja í söngvakeppninni byggðist á breytum eins og landafræði, menningu og sögu og sameigin- legum hagsmunum ríkjanna. Í stuttu máli má segja að rannsókn Írisar hafi stutt til- gátu hennar. Öll Norðurlöndin hafa til að mynda gefið hvert öðru og þegið meira en 19 pró- sent stiga sinna. Finnar hafa fengið mest frá hinum Norður- löndunum eða tæp 40 prósent stiga sinna en gefið minnst til baka. Íslendingar hafa hins veg- ar verið gjafmildastir og gefið nágrönnum sínum 32 prósent allra stiga sinna á árunum 1993 til 2003. Þá kemur í ljós mjög náið samband milli Kýpur og Grikk- lands í stigagjöf en hins vegar skera Austurríki og Þýskaland sig úr þar sem lítið samband er milli þeirra þjóða í stigagjöf. Íris vill lítið spá fyrir um úr- slit keppninnar í ár enda sé alltaf undantekning á reglunni og ekki alltaf sem kosninga- bandalögin hafi úrslitaáhrif. „Það er það sem gerir þessa keppni skemmtilega,“ segir Íris sem segir í ritgerð sinni að það eina sem flestir telji öruggt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpstöðva sé að Portúgal og Finnland muni aldrei bera sigur úr býtum. solveig@frettabladid.is ÁRIÐ 2003 VORU 190 MYNDBANDA- LEIGUR Á ÍSLANDI. Heimild: Hagstofan. SVONA ERUM VIÐ: „Hann verður bara eðlilegur fram eftir degi,“ segir Hugrún Harðardóttir um síðasta dag sinn sem fegurðardrottning Ís- lands en í kvöld krýnir hún arf- taka sinn. „Ég mæti bara í vinnu klukkan tíu og hætti svona um fjögur til að græja kjólinn,“ segir Hugrún sem vinnur á hárgreiðslustofu á Sel- fossi og ætlar að skella sér með vinkonu sinni á keppnina í kvöld. Hugrún segir það að vissu leyti létti að afhenda kórónuna en henni finnst skrítið að heilt ár skuli vera liðið síðan hún var sjálf krýnd. Þetta hafi þó verið mjög lærdómsríkur tími og þroskandi. Hún hefur ekkert út á athyglina að setja sem hefur beinst að henni á þessu ári enda hafi hún aðeins fengið já- kvæða umfjöllun. Hugrún ætlar ekki að veita nýrri drottningu nein sérstök ráð enda segir hún að allir upplifi tímann mismunandi. Í sumar ætlar Hugrún að njóta þess að vinna og fara í útilegur um helgar. Í haust fer hún aftur í skólann til að ljúka sveinsprófi sínu og finnst lítið mál að keyra daglega yfir Hellisheiðina. „Ég held það sé miklu meira mál fyrir fólk í Reykjavík að fara til Selfoss en öfugt,“ segir Hugrún hlæjandi. Kr‡nir n‡ja drottningu í kvöld HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HUGRÚN HARÐARDÓTTIR FEGURÐARDROTTNING „Mér finnst þetta nú eiginlega vera barn síns tíma,“ segir Heiðar Kristjáns- son, söngvari í hljómsveitinni Botn- leðju, þegar hann er spurður að því hvað honum finnist um fegurðarsam- keppnir. „Ég er nú ekki hrifinn af svona gripasýningum, þótt ég hafi að sjálf- sögðu ekkert á móti fólkinu sjálfu sem tekur þátt í þessu,“ bætir Heiðar við og leggur áherslu á að fólkið sem taki þátt í fegurðarsamkeppnunum sé ör- ugglega að þessu í góðri trú. Það hefur stundum verið sagt að ekki sé hægt að keppa í fegurð og að því leytinu til séu fegurðarsamkeppnir svo- lítið skrýtnar. Heiðar tekur undir þetta viðhorf. „Mér finnst fráleitt að keppa í fegurð með þessum hætti. Það virðast allir vera steyptir í sama form svo þetta verður hálfmarklaust finnst mér,“ segir Heiðar, sem hefur greinilega enga trú á fegurðarsamkeppnum. HEIÐAR KRISTJÁNSSON Söngvari hljómsveitarinnar Botnleðju. Ekki hrifinn af gripas‡ningum FEGURÐARSAMKEPPNIR SJÓNARHÓLL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I PORTÚGAL Ef marka má rannsókn Írisar mun tvíeykið 2B ekki bera sigur úr býtum enda tilheyrir Portúgal engu kosninga- bandalagi. RANNSAKAR EUROVISION Íris Davíðsdóttir skrifaði BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um kosningahegðun einstakra ríkja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Hyglum frændfljó›unum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.