Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 33 Ólst upp vi› Star Wars í réttri tímaröð EPISODE I: THE PHANTOM MENACE Þegar hið illa Verslunarbandalag ætl- ar að hertaka plánetuna Naboo reyn- ir Jedi riddarinn Qui-Gon Jinn og lær- lingur hans O b i - W a n Kenobi að bjarga mál- unum. Inn í söguna flétt- ast m.a. hinn ungi Anakin Skywalker og Jar Jar Binks. EPISODE II: ATTACK OF THE CLONES Anakin Skywalker verður ástfanginn af Padmé Amidala, þingkonu í Naboo. Clone-stríðin hefjast sem ryðja veginn fyrir uppgangi keisara- veldisins. Yoda berst við Dooku- greifa, læring hins illa Darth Sidious, og hefur betur. EPISODE III: REVENGE OF THE SITH ? EPISODE IV: A NEW HOPE Svarthöfði drepur Obi-Wan Kenobi eftir sögu- frægan geislasverðabardaga. Luke Skywalker og félagar fljúga inn í Dauðastjörnuna til að eyða henni. EPISODE V: THE EMPIRE STRIKES BACK Keisaraveldið berst við upp- reisnarmenn á plánetunni Hoth. Luke Skywalker hættir þjálfun sinni hjá Yoda til að bjarga Han Solo og Leiu prinsessu. Luke missir hönd sína við úlnlið í bardaga við föður sinn Svart- höfða. EPISODE VI: RETURN OF THE JEDI Heimsveldið hefur byggt nýja Dauða- stjörnu. Luke berst á ný við Svart- höfða. Þrátt fyrir að hafa gengið í lið með mykravöldunum drepur Svart- höfði að lokum keisarann og bjargar uppreisnarmönnunum. Guðni Halldórsson, sem tekur upp og klippir þáttinn Strákarnir á Stöð 2 er mikill Star Wars-aðdá- andi, þótt hann sé ekki einn af þeim sem klæði sig í búninga og standi í biðröð. Hann var svo heppinn að vera annaláður Star Wars-aðdáandi þannig að hann er búinn að sjá nýju myndina, segist þekkja réttu mennina. „Hún er al- gjör snilld,“ segir hann. „Hún lok- ar hringnum fullkomlega og út- skýrir margt, til dæmis af hverju Jóda fer í felur,“ segir Guðni og bætir við að hann muni þó örugg- lega fara aftur og aftur á mynd- ina. Star Wars-æðið hófst hjá hon- um í London fyrir 26 árum en þá fór hann í fyrsta skipti í bíó, fimm ára gamall og sá Star Wars: New Hope. Síðan þá hefur hann hefur verið dyggur aðdáandi myndanna. „Ég er með Star Wars-dót upp á hillu í staðinn fyrir styttur,“ segir hann og hlær en gefur lítið fyrir að myndirnar séu barnamyndir. „Þetta eru myndir fyrir barnið í okkur,“ segir Guðni og telur enn- fremur að mikið búi að baki þeim. „Þarna er pólitík sem samsvarar sér í nútímanum,“ segir hann al- vörugefinn. Guðni á sér að sjálfsögðu eftir- lætisatriði sem hann segir koma fyrir í fyrstu myndinni. „Það er þegar Luke og Leia eru föst inni í ruslakistunni á Dauðastjörnunni,“ segir hann og bætir við að það sé mjög líklega vegna þess að það er góð minning úr barnæskunni. Boba Fett er í sérstöku uppháldi hjá Guðna sem og Stormsveitarher- mennirnir . „Það er út af búningunum,“ segir hann og hlær. „Þá var Luke líka algjör hetja á sínum tíma og svo per- sóna Samuel L. Jackson, Mace,“ segir hann en hann segir Star Wars: Revenge of the Sith vera uppháldsmyndina sína. GUÐNI HALLDÓRSSON Nýja myndin er algjör snilld. Hún lok- ar hringnum alveg fullkomlega og útskýrir margt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.