Fréttablaðið - 20.05.2005, Side 45

Fréttablaðið - 20.05.2005, Side 45
FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 33 Ólst upp vi› Star Wars í réttri tímaröð EPISODE I: THE PHANTOM MENACE Þegar hið illa Verslunarbandalag ætl- ar að hertaka plánetuna Naboo reyn- ir Jedi riddarinn Qui-Gon Jinn og lær- lingur hans O b i - W a n Kenobi að bjarga mál- unum. Inn í söguna flétt- ast m.a. hinn ungi Anakin Skywalker og Jar Jar Binks. EPISODE II: ATTACK OF THE CLONES Anakin Skywalker verður ástfanginn af Padmé Amidala, þingkonu í Naboo. Clone-stríðin hefjast sem ryðja veginn fyrir uppgangi keisara- veldisins. Yoda berst við Dooku- greifa, læring hins illa Darth Sidious, og hefur betur. EPISODE III: REVENGE OF THE SITH ? EPISODE IV: A NEW HOPE Svarthöfði drepur Obi-Wan Kenobi eftir sögu- frægan geislasverðabardaga. Luke Skywalker og félagar fljúga inn í Dauðastjörnuna til að eyða henni. EPISODE V: THE EMPIRE STRIKES BACK Keisaraveldið berst við upp- reisnarmenn á plánetunni Hoth. Luke Skywalker hættir þjálfun sinni hjá Yoda til að bjarga Han Solo og Leiu prinsessu. Luke missir hönd sína við úlnlið í bardaga við föður sinn Svart- höfða. EPISODE VI: RETURN OF THE JEDI Heimsveldið hefur byggt nýja Dauða- stjörnu. Luke berst á ný við Svart- höfða. Þrátt fyrir að hafa gengið í lið með mykravöldunum drepur Svart- höfði að lokum keisarann og bjargar uppreisnarmönnunum. Guðni Halldórsson, sem tekur upp og klippir þáttinn Strákarnir á Stöð 2 er mikill Star Wars-aðdá- andi, þótt hann sé ekki einn af þeim sem klæði sig í búninga og standi í biðröð. Hann var svo heppinn að vera annaláður Star Wars-aðdáandi þannig að hann er búinn að sjá nýju myndina, segist þekkja réttu mennina. „Hún er al- gjör snilld,“ segir hann. „Hún lok- ar hringnum fullkomlega og út- skýrir margt, til dæmis af hverju Jóda fer í felur,“ segir Guðni og bætir við að hann muni þó örugg- lega fara aftur og aftur á mynd- ina. Star Wars-æðið hófst hjá hon- um í London fyrir 26 árum en þá fór hann í fyrsta skipti í bíó, fimm ára gamall og sá Star Wars: New Hope. Síðan þá hefur hann hefur verið dyggur aðdáandi myndanna. „Ég er með Star Wars-dót upp á hillu í staðinn fyrir styttur,“ segir hann og hlær en gefur lítið fyrir að myndirnar séu barnamyndir. „Þetta eru myndir fyrir barnið í okkur,“ segir Guðni og telur enn- fremur að mikið búi að baki þeim. „Þarna er pólitík sem samsvarar sér í nútímanum,“ segir hann al- vörugefinn. Guðni á sér að sjálfsögðu eftir- lætisatriði sem hann segir koma fyrir í fyrstu myndinni. „Það er þegar Luke og Leia eru föst inni í ruslakistunni á Dauðastjörnunni,“ segir hann og bætir við að það sé mjög líklega vegna þess að það er góð minning úr barnæskunni. Boba Fett er í sérstöku uppháldi hjá Guðna sem og Stormsveitarher- mennirnir . „Það er út af búningunum,“ segir hann og hlær. „Þá var Luke líka algjör hetja á sínum tíma og svo per- sóna Samuel L. Jackson, Mace,“ segir hann en hann segir Star Wars: Revenge of the Sith vera uppháldsmyndina sína. GUÐNI HALLDÓRSSON Nýja myndin er algjör snilld. Hún lok- ar hringnum alveg fullkomlega og útskýrir margt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.