Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 10
TRUMP-TURNARNIR Þessi tölvuteikning sýnir tillögu bandarísku arkitektanna Kenn- eth Gardner og Herbert Belton að nýjum háhýsum þar sem World Trade Center stóð áður. Auðkýfingurinn Donald Trump er áhugasamur um fjármögnun verksins. 10 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Markaðsátak Sandgerðisbæjar: Bæjaryfirvöld vilja fjölga íbúum BYGGÐAMÁL Bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa 1.400 manns í Sandgerði en bæjar- stjórnin hefur sett sér það mark- mið að fjölga íbúum um 400 á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir 2.000 innan fimm ára. Í þeim tilgangi hefur Sand- gerðisbær skipulagt lóðir undir tæplega hundrað íbúðir. Þar af eru 46 einbýlishús, 22 parhús, 12 raðhúsaíbúðir og 11 sumarhús. Markaðsátakið ber heitið Sand- gerðisbær – innan seilingar! Því var fréttamanni spurn hvort til stæði að gera Sandgerði að svefn- bæ. „Nei, þetta markaðsátak byggist að miklu leyti á því að sýna fram á aukin atvinnutæki- færi í bænum,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri. Fólk á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára víða um land má eiga von á pakka frá Sandgerðisbæ þar sem ágæti staðarins er tíundað. „Ástæðan fyrir því að þessi ald- urshópur varð fyrir valinu er sú að samkvæmt könnun sem var gerð fyrir okkur er þetta sá ald- urshópur sem líklegastur er til búferlafluttninga,“ segir Sigurður Valur. –jse Írakar óttast að hryðjuverkamenn streymi inn í landið: Al-Jaafari bi›ur nágranna sína um hjálp BAGDAD, AP Ibrahim al-Jaafari, for- sætisráðherra Íraks, skoraði á ríkisstjórnir nágrannalandanna að herða landamæragæslu svo að hryðjuverkamönnum tækist ekki að komast inn í landið. Í það minnsta þrettán manns féllu í árásum í Írak í gær. Í gær greindu bandarískir emb- ættismenn frá því að stærstur hluti hryðjuverka í Írak síðustu vikur hefði verið skipulögð í Sýrlandi af fylgismönnum Abu Musab al- Zarqawi. Fyrr í vikunni lofaði Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra Írans, að herða mjög gæslu á landamærum ríkjanna en betur má ef duga skal að mati al-Jaafari. Í borginni Mosul biðu átta manns bana og þrír særðust þegar setið var fyrir þeim fyrir utan heimili írasks þingmanns. Sjónar- vottar segja að bandarískir her- menn hefðu tekið þátt í átökunum en ekki er vitað hvað þeir ná- kvæmlega aðhöfðust. Auk þess dóu fimm aðrir í árásum víðs veg- ar um landið, meðal annars starfs- menn olíumálaráðuneytisins í Bagdad. Atlantshafsbandalagið tilkynnti í gær að opnun þjálfun- arbúða þess fyrir íraska herfor- ingja drægist fram á haustið en NATO hafði gert ráð fyrir að starfsemin gæti hafist snemm- sumars. ■ Sænskur dómari: Vi›urkennir vændiskaup SVÍÞJÓÐ Sænskur hæstaréttar- dómari hefur viðurkennt að hafa keypt kynlífsþjónustu af tvítug- um pilti nokkrum sinnum í byrj- un þessa árs. Málið komst upp þegar piltur- inn var handtekinn í mars vegna gruns um að hafa rænt einn við- skiptavina sinna. Í síma piltsins fundust fjölmörg símanúmer, þar á meðal númer hæstaréttar- dómarans. Í tengslum við þetta mál hafa sænskir fjölmiðlar rifjað upp dóm hæstaréttar frá í fyrra þar sem dómur undirréttar var mild- aður verulega í máli gegn ung- verskum manni sem fundinn var sekur um mansal og vændissölu. Umræddur dómari var einn þriggja dómara í málinu. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Dúndur Tilboð í tilefni Eurovision Eurovision humar ...........................3900 Risarækjur....................................... 1990 Túnfiskur .........................................1990 Smjörkrydduð lúðusteik..................1490 Hvítlauksmarineraður steinbítur.....1290 Hunangslegin laxasteik...................1290 Piparmarineruð keilusteik..............1290 Eigum fullt af harðfiski sem gott er að japla á, meðan stigagjöfin er!!!!! BLAÐAMANNAFUNDUR Í SANDGERÐI Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri kynnir markaðsátak Sandgerðisbæjar. Hann tíundar þarna ágæti bæjarins með hjálp mynda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M AR G RÉ T/ VÍ KU R FR ÉT TI R LÖGREGLUFRÉTTIR SINUBRUNAR VÍÐA Á SUÐUR- LANDI Kveikt var í trjágróðri við sumarhús á Selfossi um klukkan sex í fyrradag. Breiddist sinueldurinn fljótt út og tók það slökkviliðið þrjá stundarfjórðunga að slökkva eldinn. Ekki er vitað um elds- upptök. Seinna um kvöldið var svo tilkynnt um sinueld í Þjórsárdal en slökkviliðið á Flúðum var fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. TVÆR BÍLVELTUR Bifreið valt á Þrengslavegi í fyrrakvöld en engin slys urðu á fólki. Bifreið- in er hins vegar talsvert skemmd og varð að fjarlægja hana með kranabíl. Það var önnur bílveltan á Suðurlandi þennan dag því um morguninn valt bifreið á Eyrabakkarvegi. Skemmdist hún talsvert en eng- in slys urðu á fólki. FUGLAFLENSA Flest virðist benda til að fuglaflensa geti smitast á milli manna og því spá vísindamenn að aðeins sé spurning um hvenær en ekki hvort heimsfaraldur breiðist út. Ekki þykir þó ástæða til að hækka viðbragðsstigið hérlendis enn sem komið er. Vísindamenn hvaðanæva að úr heiminum velta nú vöngum í höf- uðstöðvum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar WHO í Genf yfir því hvernig svonefnd fuglaflensa muni þróast. Allt virð- ist benda til að flensan muni á endanum geta smitast á milli manna þótt vísindamennirnir séu ekki vissir hvenær það mun ger- ast. Síðan í árslok 2003 hafa 37 manns látist úr flensunni í Ví- etnam, 12 í Taílandi og fjórir í Kambódíu. Fólkið virðist ekki hafa smitast af öðru fólki heldur borðað eða snert sýkt fuglakjöt. Dr. Klaus Stohr inflúensusérfræð- ingur hjá WHO sagði hins vegar í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að mikilvægt væri að vera á varð- bergi „Þau gögn sem við höfum virðast sýna að veiran er smám saman að breytast svo og smit- leiðir hennar. Við vitum hins veg- ar ekki hvort faraldurinn muni hefjast í næstu viku eða á næsta ári. „ Nýjustu rannsóknir benda til að nái veiran að stökkbreytast og smitast á milli manna muni það aðeins taka hana þrjá mánuði að dreifa sér út um allan heim. Þar sem breytingarnar á H5N1-veirunni eru í svo mörgum og stuttum skrefum er erfitt að meta á hvaða augnabliki heims- faraldur sé í uppsiglingu. Ef grip- ið er til ráðstafana of snemma verður miklu fé sólundað að ástæðulausu en afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar verði of seint brugðist við útbreiðslu flensunnar. Hérlendis hefur svonefnt hækkað viðbúnaðarstig verið í gildi að undanförnu en þá er ný veira í umferð sem smitast á milli manna í einstaka tilvikum án þess að hún sé talin bráðsmitandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttir, yfirlæknis á sóttvarnasviði land- læknisembættisins, geti vel verið að veiran þróist í þá átt en allt eins líklegt sé að hún deyi út. Því er ekki þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er. „Við fylgjum ráðleggingum WHO um við- bragðsstig,“ segir Guðrún. sveinng@frettabladid.is Fuglaflensufaraldur a›eins tímaspursmál Alfljó›aheilbrig›isstofnunin segir a› a›eins sé tímaspursmál hvenær fuglaflensan brei›ist út um allan heim. Veiran er talin geta smitast á milli manna en fló er hún ekki talin brá›smitandi ennflá. FUGLAKJÖTIÐ GETUR VERIÐ VARASAMT Þeir sem eru þegar látnir úr flensunni smituðust flestir af sýktu fuglakjöti. Vísbendingar eru hins vegar um að með náinni snertingu geti veiran smitast á milli manna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I KAMAL KHARRAZI Íranski utanríkisráðherrann hitti Ali Sistani erkiklerk í Najaf í gær en hann lofaði fyrr í vikunni að landamæragæsla á mörkum Írans og Íraks yrði efld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.