Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 40
28 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
Nú er vorið ör-
ugglega komið
og sumarið, það
er pottþétt á
næsta leyti.
Y n d i s l e g t
gluggaveður, sól
en skítkalt og all-
ir með kvef á
heimilinu. En kvefið
tilheyrir árstíðaskiptunum. Sama
má segja um skemmtilegasta við-
burð ársins: Evróvisjón
söngvakeppnina! Að sjálfsögðu
ætla ég í partí helgað þeim stór-
kostlega viðburði.
Það tilheyrir líka þessum árs-
tíma að leggjast í ferðalög innan-
lands, því hvergi er skemmtilegra
að ferðast en á Íslandi á sumrin.
Ég tók forskot á sæluna með minni
fjölskyldu síðustu helgi og við fór-
um á einn af mínum uppáhalds-
stöðum á landinu, Snæfellsnes.
Við gistum í góðu yfirlæti á Hótel
Hellnum í samnefndum bæ þar
sem skemmtilegasta kaffihúsið á
landinu er að finna, alveg við
fjöruborðið.
Einn af hápunktum ferðarinnar
var svo súpuát á Hótel Búðum, úti
á verönd í algjöru skjóli fyrir
veðri og vindum – með útsýni
beint á jökulinn. Það gerist ekki
betra. Á Búðir hef ég ekki komið í
mörg ár, ekki síðan enn mátti
tjalda þar í túnfæti, en það var
frábært að skoða með eigin augum
hve vel hefur tekist til með nýja
hótelið.
Það er í raun ótrúlega gaman að
skoða sig um á Snæfellsnesi, þar
er að finna fallega náttúru, sögu-
staði og sjarmerandi bæi. Víða á
nesinu er gaman að ganga og svo
spillir ekki fyrir að einnig er tölu-
vert úrval af skemmtilegum veit-
ingastöðum og kaffihúsum.
Skortur á því síðastnefnda er
mikill víða um land. Furðulegt
finnst mér til að mynda að ekki sé
huggulegt kaffihús í Borgarnesi.
Mikil umferð ferðalanga ætti að
geta tryggt því næg viðskipti.
Þetta er reyndar frábær við-
skiptahugmynd sem ég hér með
færi athafnakonu eða -manni á
silfurfati. Minni þann sama á að
hafa til sölu kaffi til að taka með –
þá eru viðskiptin gulltryggð! ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR MÆLIR MEÐ SNÆFELLSNESI.
Þar sem jökulinn ber við himin
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Og í meistarakeppninni í
viðbjóðslegum mat
höfum við hér
ótvíræðan
sigurvegara!
Þú ert
ruglaður.
Þetta er
þurrara en
ávísanahefti
og bragðast
eins og ryk!
Þetta er
ógeðslegt!
Pondus! Þarf
ég að minna
þig á það að
það er fullt af
fólki í heimin-
um sem deyr
úr hungri?
Já, þá er best
að ég borði
þetta og þá
lagast það allt!
Meira
fíflið.
Fyrirgefðu
mér, Palli!
Svona viltu þá hafa
það, Kiddi kuti! Þú
þykist geta
komið svona
fram við
mig!
Ef þú svo
rétt rífur í
hárið á mér
skaltu fá að
finna fyrir
því!
Ég hefði kannski
mátt velja orðin
af meiri
kostgæfni.
Hvar er
sykurpabbinn
þinn??
Voff
Ooo
oohh
...
Hæ elskan, það er gjörsam-
lega ekkert að gera hér á
*geisp* skrifstofunni...hvern-
ig er þinn morgunn?