Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 38
Samstarfi Gróttu og KR er lokið
26 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
> Við gleðjumst yfir því ...
... að íslenska
kvennalandsliðið hafi
endurheimt fyrirliða sinn og
lykilmann eftir erfið meiðsli.
Ásthildur Helgadóttir er
bæði leikja- og marka-
hæsta landsliðskonan frá
upphafi og styrkir íslenska
liðið gríðarlega mikið.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... Eyjamönnum fyrir að leggja ekki árar
í bát þótt Stjörnumenn hafi tekið frá
þeim tvo bestu leikmenn handbolta-
liðsins (Kalandaze og Eradze)
og sá efnilegasti farið í Hauka
(Kári Kristjánsson). Eyjamenn
eru að tryggja sér tvo af
efnilegustu leikmönnum
landsins og ætla sér
því að mæta áfram
sterkir til leiks næsta
vetur.
Teitur toppþjálfari
Skrifstofu KSÍ hefur borist tilkynning
um að Teitur Þórðarson hafi lokið
námi sem veitir honum UEFA-Pro
þjálfararéttindi. Þar með leyfist
honum að þjálfa hvaða félag sem er
í efstu deild allra aðildarlanda
evrópskra knattspyrnusambandsins.
Teitur er fyrsti Íslendingurinn sem fær
slík réttindi.
LEIKIR GÆRDAGSINS
Enska 1. deildin - umspil
DERBY–PRESTON 0–0
Preston er komið í úrslitaleikinn gegn West Ham
því liðið vann fyrri leikinn á heimavelli 2–0.
Ítalski bikarinn - undanúrsl.
UDINESE–ROMA 1–2
0-1 Alessandro Mancini (21.), 1–1 Antonio Di
Natale (57.), 1–2 Francesco Totti (82.).
Roma er komið í úrslitaleik ítölsku
bikarkeppninnar þar sem liðið mætir
Internationale.
Norska bikarkeppnin
STABÆK–BÆRUM 6–2
Veigar Páll Gunnarsson skoraði sjötta mark
Stabæk á 66. mínútu leiksins.
KLEPP–VIKING 0–2
Hannes Sigurðsson skoraði fyrsta mark Viking á
7. mínútu leiksins.
RADOY/MAGNGER–BRANN 1–3
Ólafur Örn Bjarnason var skipt útaf í hálfleik og
Kristján Örn Sigurðsson var ekki með.
EIDSVOLD–LYN 1–2
Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn.
Þessa stundina vinna menn í Vest-
mannaeyjum á fullu í leit að liðsstyrk fyr-
ir karlalið ÍBV í handknattleik. Í gær skrif-
aði leikstjórnandinn Ólafur Víðir Ólafs-
son undir eins árs samning við félagið
og þá bendir allt til þess að markvörður-
inn Björgvin Gústavsson fari sömu leið,
en báðir léku þeir í vetur með HK. Auk
þess eru forráðamenn ÍBV í leit að er-
lendum liðsstyrk að sögn Hlyns Sigmars-
sonar, formanns handknattleiksdeildar
félagsins.
Ólafur sem er mjög öflugur miðjumaður
er 21 árs, og hefur verið viðriðinn ís-
lenska landsliðið síðan Viggó Sigurðsson
tók við því. Stjórn handknattleiksdeildar
HK sagði upp samningi við hann fyrir
skömmu og bar við samstarfsörðugleik-
um. Stjórnin var ekki sátt við að Ólafur
ákvað að leika með fótboltaliði félagsins
í sumar á sama tíma og hann var
samningsbundinn handknattleiksdeild-
inni. ÍBV hafði samband við Ólaf strax
eftir að HK rifti samningi við hann og
undirritaði hann samning við Eyjaliðið í
gær.
Þá er nánast öruggt að Björgvin
Gústavsson fari einnig til ÍBV en
hann er tvítugur og er einn allra
efnilegasti markvörður landsins. Þegar
Fréttablaðið hafði samband við Björgvin
í gær sagði hann að hugur sinn stefndi
til Eyja, hann ætti bara eftir að ganga
frá sínum málum varðandi HK þar
sem hann væri samningsbundinn.
Það er ljóst að ÍBV ætlar ekkert að gefa
eftir næsta vetur þrátt fyrir að hafa misst
Tite Kalandadze og Roland Eradze til
Stjörnunnar fyrr í mánuðinum.
A›alstjórn Gróttu ákva› a› slíta samstarfinu vi› KR um rekstur meistaraflokka í handbolta í gær. Grótta
ætlar a› senda li› til keppni á eigin vegum næsta vetur en ekki KR.
ÓLAFUR VÍÐIR ÓLAFSSON OG BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: ÆTLA AÐ SPILA MEÐ ÍBV NÆSTA VETUR
Úr Kópavoginum til Vestmannaeyja
Keppni allra landsmanna
Frítt á leiki og happdrættispottur
Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda
í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar.
Miðar eru afhentir í útibúum bankans.
1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu.
Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
84
27
05
/0
5
Við styðjum íslenska
knattspyrnu með stolti
HANDBOLTI Það munaði litlu að sam-
starfinu væri slitið fyrir ári síðan
og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið
í gær og rifti samningum. Seltirn-
ingar hyggjast senda lið til keppni
í meistaraflokki karla og kvenna
næsta vetur en KR mun eingöngu
halda úti unglingastarfi þó aldrei
sé að vita nema þeir sendi meist-
araflokka til keppni eftir eitt til tvö
ár.
„Það er búinn að vera vilji aðal-
stjórnar nokkuð lengi að slíta
þessu samstarfi en þeir hafa hægt
og sígandi flæmt í burtu þá sem
hafa viljað halda þessu gangandi,“
sagði Björgvin Barðdal, fyrrver-
andi varaformaður deildarinnar,
en hann var heyranlega mjög
svekktur með endalok samstarfs-
ins sem hann kom meðal annars á
koppinn.
Allir leikmenn félagsins í karla-
og kvennaflokki eru því á lausu og
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekki líklegt að margir
þeirra verði áfram í herbúðum fé-
lagsins. Kristinn Björgúlfsson er
farinn til Noregs, markvörðurinn
Hlynur Morthens er orðaður við
HK og Fylki, hornamaðurinn Dav-
id Kekelia er á leið til Stjörnunnar
á ný og Brynjar Hreinsson er í við-
ræðum við Val. Það er því lítið eft-
ir. Sömu sögu er að segja af
kvennaliðinu en nánast allt byrjun-
arlið félagsins ku vera á förum.
„Aðalstjórn Gróttu hefur hafn-
að öllum þeim formönnum sem við
höfum stungið upp á og þar á með-
al Ásgeiri Jónssyni. Hann var
greinilega ekki nógu fínn pappír
fyrir þá,“ sagði Björgvin fúll. „Ég
er mjög ósáttur við að samstarfinu
sé slitið enda hefur þetta verið
barnið mitt. Mér finnst það vera
synd að glata því sem búið var að
byggja upp. Það var allt til staðar
og félagið var þar að auki skuld-
laust.“ henry@frettabladid.is
Á FÖRUM AF NESINU Mark-
vörðurinn Hlynur Morthens
er einn fjölmargra leikmanna
sem eru á förum af Seltjarn-
arnesinu en Grótta verður í
vandræðum með að ná í lið
næsta vetur. Hlynur er sterk-
lega orðaður við HK og Fylki.
LANDSLIÐIÐ SEM MÆTIR
FÆREYJUM:
Markverðir:
Helga Vala Jónsdóttir Stjörnunni
Íris Björk Símonardóttir Gróttu/KR
Aðrir leikmenn:
Arna Grímsdóttir Val
Arna Gunnarsdóttir Gróttu/KR
Ásta Birna Hilmarsdóttir Fram
Elísabet Gunnarsdóttir Stjörnunni
Eva Hrund Harðardóttir Fram
Eva Margrét Kristinsdóttir Gróttu/KR
Harpa Sif Eyjólfsdóttir Stjörnunni
Hekla Daðadóttir Stjörnunni
Katrín Andrésdóttir Valur
Kristín Jóhanna Clausen Stjörnunni
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram
Sólveig Lára Kærnested Weibern
LANDSLIÐIÐ SEM MÆTIR
HOLLANDI:
Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir Val
Helga Torfadóttir Haukum
Aðrir leikmenn:
Anna Úrsúla Guðmundsd. Gróttu/KR
Ágústa Edda Björnsdóttir Val
Drífa Skúladóttir Val
Eva Björk Hlöðversdóttir ÍBV
Guðbjörg Guðmannsdóttir ÍBV
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir FH
Gunnur Sveinsdóttir FH
Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukum
Hrafnhildur Skúladóttir Århus
Jóna Margrét Ragnarsdóttir Weibern
Kristín Guðmundsdóttir Stjörnunni
Rakel Dögg Bragadóttir Stjörnunni
Kvennalandsliðin í handbolta spila 5 leiki um helgina:
28 landsli›skonur á fer›inni
HANDBOLTI Það verður nóg að gera
hjá íslensku kvennalandsliðunum
í handbolta um helgina en tvö
landslið spila þá fimm landsleiki,
A-liðið mætir Hollendingum í
þremur leikjum og 20 ára liðið fer
til Færeyja og spilar tvo leiki við
heimamenn. Allir leikirnir koma
til með að telja sem A-landsleikir.
Þar sem þessi tvö verkefni
rekast á hefur Stefán Arnarson,
landsliðþjálfari kvenna í hand-
knattleik, valið 28 leikmenn til
þess að taka þátt í þessum fimm
leikjum og af þessum 28 stelpum
eru tólf nýliðar að takast á við sitt
fyrsta A-landsliðsverkefni. Spilað
verður á móti Færeyjum dagana
21. maí og 22. maí í Færeyjum og
hefur Stefán fengið Alfreð Örn
Finnsson, þjálfara ÍBV, til þess að
stýra þeim hópi, ásamt Óskari
Bjarna Óskarsyni, þjálfara Vals,
en í því liði eru yngri leikmenn í
aðalhlutverkum. A-landsliðið mun
síðan mæta Hollandi í Ásgarði í
Garðabæ í þremur leikjum dag-
ana 22., 23. og 24. maí en frítt
verður inn á alla leikina. Undan-
farið ár hefur verið unnið mark-
visst starf með kvennalandsliðin
og samkvæmt nýútgefnum lista
EHF er Ísland komið í 18. sæti úr
34. á síðustu þremur árum og því
verður gaman að sjá hvernig lið-
unum gengur um helgina.
Eins og fram kemur í fréttatil-
kynningu frá HSÍ þá hefur holl-
enska landsliðið á að skipa mjög
sterkum og leikreyndum leik-
mönnum, en þær spila flestar í
toppliðum í Danmörku og Þýska-
landi. Það er valinn leikmaður í
hverri stöðu hjá hollenska liðinu
og allir leikmenn liðsins eru há-
launaðir atvinnumenn í íþróttinni.
Síðast þegar liðin mættust var
spilað í Hollandi í október sl. og
þar sigraði Holland í jöfnum leik
með tveggja marka mun.
ooj@frettabladid.is
FYRIRLIÐI LANDSLIÐSINS Helga Torfadóttir,
markvörður Íslandsmeistara Hauka, er fyr-
irliði íslenska landsliðsins sem mætir
Hollandi í þremur leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.