Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 20
Það mun hafa verið í kringum 1977 sem Spilverk þjóðanna gaf út plötuna Sturlu. Á þeirri plötu náði hljómsveitin að festa fingur á nýlegum en dulmögnuðum og áhrifamiklum menningarþætti ís- lensku þjóðarsálarinnar. Menn- ingarþætti sem virtist hafa tekið sér bólfestu í sjálfsmyndinni með handritunum, huldufólkinu, dvergunum og passíusálmunum. Þetta var áltrúin. Ekki álfatrúin, heldur áltrúin. Trúin á að ál- bræðsla væri allsherjarlausn við hverjum þeim atvinnuvanda sem að kynni að steðja. Spilverkið færði þetta í þjóðþekktan og þjóð- legan búning í laginu „Söngur dýranna í Straumsvík“, en fyrstu tvö erindin voru svona: Í stórum stórum steini er skrítinn álfabær þar býr hann álver bóndi og alvör álfamær álfabörn með álfatær huldukýr – hulduær. Ísland elskar álver og alvör elskar það þau kyrja fyrir landann gleyma stund og stað „ó guð vors lands“. við útlent lag. Tæpum þremur áratugum eftir að þetta var sungið inn á plötu, og nokkrum álverum og álvers- stækkunum síðar, stöndum við enn á skrafi við álver bónda. Landshlutar takast á um að fá frá honum búsílag. Að þessu sinni eru það Suðurnesjamenn og Norð- lendingar, sem kallast á um hvar álver eigi næst að rísa. Báðir hafa í höndum tilboð og pappíra frá ál- bændum í útlöndum, en sú breyt- ing hefur orðið á álversumhverfi heimsins að Ísland og íslenski mengunarkvótinn er nú orðinn eftirsóttur staður fyrir slíka starfsemi og takmarka verður hversu margir komast að í einu. Þannig er það ekki lengur sjálf- gefið jafnvel þótt Century Alum- inum vilji reisa álver í Helguvík og Alcoa vilji byggja álver á Norðurlandi, að þau fái til þess tækifæri – að minnsta kosti ekki bæði í einu. Stóriðjuuppbygging- unni þarf einfaldlega að stýra, þó ekki væri nema vegna virkjana- framkvæmda og til að hafa ein- hvern hemil á þenslu. Byggða- sjónarmið og ýmsir samfélagsleg- ir innviðir skipta þar auðvitað líka máli. Þess vegna er sú risavaxna samfélagslega tilraun sem verið er að gera í tengslum við Kára- hnjúka og álbræðslu á Austur- landi gríðarlega mikilvægur leið- arvísir fyrir framtíðina. Báðir þeir staðir sem nú eru að bítast um að verða næstir í álvers- röðinni, Norðurland og Suðurnes, standa frammi fyrir mikilli byggðalegri og atvinnulegri rösk- un. Á Suðurnesjum má búast við að varnarliðið sé að mestu á för- um og því fylgja víðtæk atvinnu- vandamál. Víða á Norðurlandi – þó ekki á Akureyri – á byggð í vök að verjast og skemmst er að minnast lokunar kískilgúrverk- smiðjunnar við Mývatn. Það er því að mörgu leyti skilj- anlegt að menn bregðist hart við þegar þeir skynja sig í samkeppni um vænlegan framtíðarvinnuveit- anda í héraði – ekki síst þegar um er að ræða álver bónda sem þjóð- trúin hefur útnefnt bjargvætt með sínar huldukýr og hulduær þegar mikið liggur við. Algerlega ótímabært er að taka af skarið um það hvort annar hvor þessara staða eða báðir eigi að njóta forgangs til orku og upp- byggingar stóriðju. Það er raunar ekki tímabært að segja neitt til um það hvort stóriðja eigi yfir- leitt að rísa á þessum stöðum. Hitt er aftur mikilvægt að forustu- menn á þessum svæðum horfi vítt um völl og einbeiti sér ekki um of að þessum eina valkosti. Þótt „Ís- land elski álver og alvör elski það“, þá má ekki alveg gleyma öðrum valkostum. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll getur vissu- lega valdið vandræðum fyrir Suð- urnesjamenn þegar herinn fer, en hún getur líka verið sóknarfæri t.d. í útflutningi á ferskum fiski. Byggðin við Eyjafjörð stendur til þess að gera sterkt og ólíklegt verður að teljast að nokkur sátt yrði um álver á Dysnesi, sem er rétt utan Akureyrar. Hneykslaður Akureyringur sem sá fyrir sér tvær risavaxnar háspennulínur í gegnum bæjarstæði Akureyrar talaði um hreyfingu þeirra manna sem vildu álver á Dysnesi sem „Hollvinasamtök um háspennulín- ur“. Slíkt er lýsandi fyrir þá óein- ingu, sem ríkir í höfuðstað Norð- urlands um svona fyrirtæki. Yfir- lýsing Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra í vikunni um að stilla upp Húsavík sem fyrsta kosti fyr- ir álver fyrir norðan er því skyn- samleg og í takt við niðurstöður viðhorfskannana. Eyfirðingar eru í miklum efa um álver, en vildu gjarnan sjá það við Húsavík. Hins vegar er ekkert sem segir að jafn- vel þótt sátt verði um Húsavík og að álver bóndi kjósi að setja þar niður býli, sé álver það sem endi- lega er best fyrir Húsavík eða Norðlendinga. Það sama á við um Suðurnesjamenn. Það er ekki sjálfgefið að álver í Helguvík sé besti kostur allra hugsanlegra kosta. Hættan er hins vegar sú, að þegar kominn er af stað metingur og keppni af því tagi sem nú er að fara af stað, þá öðlist metingurinn eigið líf og sjálfstæða tilvist og allt annað falli í skuggann. Líka hugsunin um að vaka yfir öðrum kostum. Þau álver bóndi og alvör álfamær virðast nefnilega ótrú- lega seiðmögnuð þegar þau byrja að kyrja fyrir landann. Þá gleyma jafnvel skynsömustu menn bæði stund og stað og láta berast djúpt inn í álheima – þar sem bræðslan ríkir ein. ■ N ú þegar líður að lokum heimsóknar forseta Íslands, ÓlafsRagnars Grímssonar, til Kína er ljóst að eftir mikla und-irbúningsvinnu forsetaembættisins, sendiráðs Íslands í Kína, ráðuneyta hér heima og ýmissa fyrirtækja og stofnana hér- lendis hefur náðst mikilvægur árangur í samskiptum smáríkisins Íslands og risaveldisins Kína á ýmsum sviðum. Það er umhugsunarvert hvers vegna áhugi Kínverja á Ís- landi er eins mikill og raun ber vitni. Fjölmargar heimsóknir kínverskra ráðamanna hingað til lands á undanförnum árum endurspegla þennan áhuga Kínverja vel. Sagt hefur verið að Kínverjum þyki gott að kynnast vestrænum samfélögum með heimsóknum hingað. Hér séu hlutirnir aðgengilegir og þægi- legra en víða annars staðar að komast í snertingu við þá. Þetta má vel vera, en það hlýtur líka að liggja að baki einhver pólitík sem Kínverjum fellur vel við hér. Við erum friðsöm þjóð og eig- um aðild að mörgum mikilvægum alþjóðastofnunum sem Kín- verjar eiga mikið undir að séu þeim vinsamlegar, en þar höfum við ekki haldið uppi mikilli gagnrýni á kínverskt samfélag líkt og sumir aðrir. Allt þetta fellur í kramið hjá Kinverjum, og kannski erum við nú að njóta ávaxtanna af því. Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Kína hafa verið gerðir fjölmargir viðskipta- og samskiptasamningar. Við höfum um árabil átt viðskipti við Kína sem yfirleitt hafa gengið vel. Þeir sem eiga samskipti við Kína verða að setja sig inn í kínverska menningu og hugsunarhátt, rétt eins og Kínverj- ar verða að setja sig inn í íslenskt samfélag. Sendiráð beggja landa gegna hér miklu hlutverki. Það eru ekki ýkja mörg ár síð- an Íslendingar settu á stofn sendiráð í Kína við frumstæðar að- stæður og efasemdir sumra. Einn af mörgum samningum sem undirritaðir hafa verið í heimsókninni er um samstarf á sviði jarðhita. Á því sviði stönd- um við mjög framarlega, og höfum komið að jarðhitaverkefn- um víða um heim á undanförnum árum. Nú blasir við okkur risaverkefni í Kína varðandi lagningu hitaveitu og er mikilvægt að vel takist til, því jarðhiti mun vera á um þrjú þúsund stöðum í Kína. Þetta er afrakstur af vinnu íslenska sendiráðsins í Pekíng á undanförnum árum, íslenska fyrirtækisins Enex og fleiri hér á landi. Íslendingar luku fyrir nokkru hitaveituverk- efni í Peking, þar sem 15 þúsund manna borgarhluti er nú hit- aður upp með hitaveitu sem byggir á íslenskri þekkingu. Í þessu sambandi er þess að geta að Kínverjar hafa verið meðal nemenda Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðnna hér á undanförnum árum, og íslensk þekking á þessu sviði er þess vegna vel þekkt innan jarðhitageirans í Kína. Þetta er aðeins lítið dæmi um ár- angur af Kínaheimsókninni, en nú er mikilvægt að vinna vel úr þeim verkefnum sem við blasa, hvort sem það er á vettvangi jarðhita, flugrekstrar, háskólanáms, jarðskjálftaeftirlits, al- mennra viðskipta eða annars. ■ 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Risavaxið jarðhitaverkefni blasir nú við Íslendingum í Kína. Árangur af Kína- heimsókn forseta FRÁ DEGI TIL DAGS Vi› erum fri›söm fljó› og eigum a›ild a› mörgum mikilvægum alfljó›astofnunum sem Kínverjar eiga miki› undir a› séu fleim vinsamlegar, en flar höfum vi› ekki haldi› uppi mikilli gagnr‡ni á kínverskt samfélag líkt og sumir a›rir. Álver bóndi enn á fer› Ekki sama spennan Ekki er ólíklegt að Kínaferð Ólafs Ragn- ars Grímssonar verði síðar meir talin einn af hátindunum á forsetaferli hans. Sérstaka athygli vekur sú áhersla sem hann leggur á mikilvægi lýðræðis og mannréttinda, jafnt í ræðum sem við- ræðum við ráðamenn. Fróðleg eru þau orð hans hér í Fréttablaðinu í gær að samtöl um þessi mál við kínverska ráðamenn einkennist ekki af sömu spennu og áður fyrr. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort kannski sé að rofa til í ríki drekans. Heimsmet Einhvern tíma hefði þurft sterkt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér rjómann af íslensku viðskiptalífi í halarófu á eftir Ólafi Ragnari Grímssyni á Torgi hins himneska friðar í Peking! Og þarna er ekki aðeins sett Íslands- met heldur virðist slegið heimsmet, því samkvæmt frásögn kínverskra fjölmiðla í gær er íslenska viðskiptasendinefndin, tvöhundruðmannanefndin, hin fjöl- mennasta sem þangað hefur komið í heimsókn af þessu tagi. Lakkrísinn Íslensk stúlka sem stundar háskólanám í Peking segir í viðtali við Morgunblað- ið í gær að toppurinn í heimsókninni hafi verið þegar hún fékk lakkrís að heiman. Þá rifjast upp að fyrir nokkrum árum ætluðu Íslendingar að leggja lakkrísmarkaðinn í Kína undir sig og stofnuðu þar lakkrísverksmiðju með ötulum stuðningi íslenskra stjórnmála- manna. Það var ekki langlíft ævintýri og minnir á að viðskipti í þessu fjöl- menna landi eru ekki einfalt mál. Þögn um ræðu Ekki er að sjá að aðrir fjölmiðlar en ís- lenskir og kínverskir sýni Kínaferð for- setans áhuga. Kannski er ástæðan sú að allar fréttir af heimsókninni til al- þjóðlegra fréttastofa koma frá hinum ríkisreknu kínversku fjölmiðlum, sem ekki hafa séð ástæðu til að minnast einu orði á fréttnæm ummæli forseta Íslands um lýðræði og mannréttindi. Hafa kínversku fjölmiðlarnir ekki einu sinni nefnt ræðu forsetans hjá háskóla- stúdentunum í Peking né heimsókn hans í háskólann einu orði svo að séð verði. Ritskoðun í gamla stílnum – því annað er ekki hægt að kalla þetta – er því enn í blóma í Kína. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÁTÖK UM ÁLVERSSTAÐSETNIGU BIRGIR GUÐMUNDSSON Algerlega ótímabært er a› taka af skari› um fla› hvort annar hvor flessara sta›a e›a bá›ir eigi a› njóta forgangs til orku og uppbyggingar stóri›ju. fia› er raunar ekki tímabært a› segja neitt til um fla› hvort stóri›ja eigi yfirleitt a› rísa á flessum stö›um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.