Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 41
29FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 ■ TÓNLIST■ TÓNLIST ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST www.sonycenter.is Sumar & Sony Kauptu Sony hjá Sony Sony sér um tónlistina í sumar! DSC-NWHD3 Sony MP3 spilari. · Smart mp3 spilari með 20GB minni og 30 klukkutíma rafhlöðuendingu, 60 prósent lengri tími en iPod! Verð 46.950 krónur NW-E55 Sony MP3 spilari. · 128MB minni í lítilli snilldargræju. Allt að 70 tíma afspilun á einni AAA rafhlöðu. Heyrnatól fylgja. Verð 16.950 krónur Ótrúleggræja! 128MB NW-E403 Sony MP3 spilari. · Frábær hönnun og ný hleðslurafhlaða sem nær 3 tíma afspilun eftir 3 minútúr af hleðslu yfir USB kapal. 256MB minni eða ca. 20 geisladiska efni. Heyrnatól fylgja. Verð 19.950 krónur 256MB Breska hljómsveitin New Order tók upp svo mörg lög fyrir nýj- ustu plötuna sína, Waiting for the Sirens' Call, að hún á nægt efni í aðra plötu. „Það er mjög óvenjulegt að við séum svona frjóir,“ segir Pet- er Hook, liðsmaður sveitarinnar. „Í hvert skipti sem þú snýrð aft- ur spyr fólk alltaf: „hvers vegna tók það ykkur svona langan tíma?“ Þess vegna ákváðum við að taka nóg upp svo að frétta- menn gætu ekki spurt þessarar spurningar.“ ■ Hljómsveitin Drýsill mun hita upp fyrir bandarísku þungarokksveit- ina Megadeth á tónleikum hennar í Kaplakrika 27. júní. Liðsmenn Drýsils eru Eiríkur Haukson, Einar Jónsson, Jón Ólafs- son, Sigurður Reynisson og Sigur- geir Sigmundsson. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Welcome to the Show árið 1985. Drýsill er sögð hafa rutt brautina fyrir margar íslenskar þunga- rokksveitir á þessum tíma en með- limir sveitarinnar eru miklir aðdá- endur Megadeth. Miðasala á tónleikana hefst næstkomandi sunnudag í Íslands- banka, Kringlunni og Smáranum, á midi.is, Pennanum Akranesi og Vestmannaeyjum, Dagsljósi á Ak- ureyri, Tónaspil í Neskaupstað, Hljóðhúsinu Selfossi og Hljómavali í Keflavík. Miðaverð er 4.500 kr. ■ ANTONY AND THE JOHNSONS Tónleik- ar Antony and the Johnsons verða á Nasa 11. júlí. Mi›asala á Antony í dag Miðasala á tónleika Antony and the Johnsons á Nasa þann 11. júlí hefst í dag klukkan 10.00. Þeir sem kaupa sér miða á Antony geta keypt miða í leiðinni á tónleika rokksveitarinnar Sonic Youth en formleg miðasala á þá hefst 27. maí. Síðastliðinn mánudag hélt Ant- ony and the Johnsons tónleika í Loppen í Kaupmannahöfn og héldu gagnrýnendur dagblaðanna Politiken og Jyllands Posten vart vatni yfir frammistöðu Antony og félaga. Miðasala á tónleikana fer fram í verslun 12 Tóna, plötubúð Smekkleysu og á midi.is. ■ IRON MAIDEN Rokksveitin Iron Maiden spilar í Egilshöllinni 7. júní. DVD og plata frá Maiden Rokksveitin Iron Maiden, sem heldur tónleika í Egilshöll 7. júní, gefur þann 29. ágúst út tvöfaldan DVD-disk og tónleikaplötu sem nefnast Death on the Road. Á plötunum er að finna efni af tónleikum sem voru teknir upp í Dortmund í Þýskalandi á Dance of Death tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu í desember 2003. Meðal annars hljóma þar þekktir slagarar á borð við Run to the Hills og Num- ber of the Beast. Á DVD-disknum er einnig að finna 70 mínútna langa heimildarmynd um gerð plötunnar. Það verður nóg að gera hjá Iron Maiden í sumar. Auk þess að spila á Íslandi mun sveitin stíga á stokk á Reading- og Leeds-hátíðunum á Englandi, en Iron Maiden spilaði fyrst á Reading fyrir 25 árum. Einnig mun sveitin spila á Ozzfest- hátíðinni í Bandaríkjunum. ■ Nægt efni í a›ra plötu NEW ORDER Hljómsveitin gaf nýverið út plötuna Waiting for the Sirens' Call. Dr‡sill mun hita upp MEGADETH Þungarokksveitin bandaríska er á leiðinni hingað til lands í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.