Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 8
8 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
Samstarfssamningur í Kína:
Bifröst í samstarf
vi› Shanghai-háskóla
FORSETINN Viðskiptaháskólinn á
Bifröst og Háskólinn í Shanghai
undirrituðu í gær samstarfssamn-
ing að viðstöddum forseta Íslands
og borgarstjóra Shanghai. Í máli
borgarstjórans kom meðal annars
fram að efnahagur Shanghai hefði
batnað áttfalt á síðustu 11 árum.
Ólafur Ragnar sagði að samning-
urinn væri merkasta framtak ís-
lensks háskóla á erlendum vett-
vangi hingað til. Samningurinn er
um víðtækt samstarf skólanna
tveggja varðandi kennslu, rann-
sóknir og ráðstefnuhald auk þess
sem Bifröst og Shanghai-háskóli
munu skiptast á kennurum og
senda á milli sín nemendur bæði í
grunnnámi og á meistarastigi.
Háskólinn í Shanghai er fjöl-
mennasti háskóli þessarar fjöl-
mennu borgar sem er viðskipta-
og fjármálamiðstöð Kína en tæp-
lega 60 þúsund nemendur eru
skráðir við skólann og hefur hann
af stjórnvöldum þar í landi verið
skilgreindur sem einn af lykilhá-
skólum Kína.
Forsetahjónin heimsóttu
einnig Sjónvarpsturninn í Shang-
hai sem er sá hæsti af sinni gerð í
Asíu og sá þriðji hæsti í heimi og
fóru í skoðunarferð um borgina
og í gönguferð um ausurlenskan
miðbæjargarð, Yu-garden. -oá/ht
Mannréttindasamtök eru ómyrk í máli:
Telja a› yfir flúsund
manns hafi dái›
ÚSBEKISTAN, AP Mannréttindasam-
tök telja að úsbeskir stjórnarher-
menn hafi drepið allt að eitt þús-
und óbreytta borgara í átökum
um helgina. Herinn handtók í
gær leiðtoga herskárra múslima
sem í fyrradag lýsti yfir ís-
lamskri byltingu í bænum Kora-
suv.
Tvenn mannréttindasamtök,
Alþjóðlega Helsinki-stofnunin,
sem hefur höfuðstöðvar sínar í
Vín í Austurríki, og Mannrétt-
indasamtök Úsbekistans segja að
athuganir þeirra bendi til að allt
að þúsund manns hafi fallið fyrir
hendi stjórnarhermanna í átökum
í Andijan og Pakhtabad um helg-
ina og tvö þúsund til viðbótar hafi
særst. Ekki er þó um mjög áreið-
anlegar rannsóknir að ræða held-
ur fóru starfsmenn samtakanna
hús úr húsi í bæjunum og spurð-
ust fyrir.
Úsbesk yfirvöld hafa ekki
heimilað sjálfstæða rannsókn á
mannfalli um helgina. Hins vegar
sögðust erlendir erindrekar sem
heimsóttu átakasvæðin í vikunni
efast um að eins margir hefðu
dáið og stjórnarandstæðingar létu
í veðri vaka.
Íslömsk bylting Bakhtiyor
Rakhimov og fylgismanna hans í
bænum Korasuv sem framin var í
fyrradag var heldur skammlíf því
í gær handtóku öryggissveitir
stjórnvalda Rakhimov. ■
• Stórkostlegar náttúruperlur
• Útivistarparadís
• Fyrsta flokks veitingar
• Vildarpunktar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
15
2
Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Klaustri. Vi› bjó›um
sannkalla›a draumadaga í maí-júní; gistingu fylgir fordrykkur og flriggja
rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast.
Á HÓTEL KLAUSTRI Í MAÍ
DRAUMADAGAR
www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra›
Sími: 444 4000
TILBO‹
Gisting eina nótt í
tveggja manna herbergi,
fordrykkur, flriggja
rétta kvöldver›ur.
á mann alla virka daga
8.200 kr.Frá
– hefur þú séð DV í dag?
FRÆGIR OG
„FEITIR“
TIL VARNAR
LILJU ER ÞESSI KONAOF FEIT TIL AÐALA UP BARN?
DORRIT MOUSSAIEF Forsetafrúin skoðar
perlufestar í Shanghai.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AL
LG
RÍ
M
U
R
TH
O
R
ST
EI
N
SS
O
N
GAZA, AP Ísraelsk yfirvöld hafa
hótað gagnaðgerðum til hefnda
eftir að herskáir Palestínu-
menn skutu sprengjum að
landnemabyggðum á Gaza-
svæðinu annan daginn í röð.
Ólgan gaus upp á svæðinu í
fyrradag þegar liðsmaður
Hamas lét lífið nærri egypsku
landamærunum.
Palestínumenn hafa sakað
hermenn Ísraelshers um að
hafa drepið manninn.
Ísraelsher vísar þeim ásökun-
um alfarið á bug.
Shaul Mofaz, varnarmála-
ráðherra Ísraels, kallaði
æðstu yfirmenn heraflans á
sinn fund í gær til að ræða
ástandið.
Eftir fundinn sagði
varnarmálaráðherrann að til
greina kæmi að Ísraelar tækju
aftur að hefna fyrir árásir
Palestínumanna.
Óttast er að við slíkar að-
gerðir muni ofbeldið stigmagn-
ast á ný og vopnahlé síðustu
mánaða fari út um þúfur. ■
TALIB JAKUBOV Formaður Mannréttindasamtaka Úsbekistans hvatti Vesturlönd til að
leggja sitt að mörkum til að ástandið í Úsbekistan lagaðist.
Ólga á Gaza eftir lát meints liðsmanns Hamas:
Óttast um vopnahlé›
ÍSRAELAR Á VARÐBERGI Ísraelar segj-
ast ætla að skjóta á hvern þann sem
skýtur sprengjum að landnemabyggð-
um á Gazasvæðinu.