Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2005, Blaðsíða 8
8 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR Samstarfssamningur í Kína: Bifröst í samstarf vi› Shanghai-háskóla FORSETINN Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Shanghai undirrituðu í gær samstarfssamn- ing að viðstöddum forseta Íslands og borgarstjóra Shanghai. Í máli borgarstjórans kom meðal annars fram að efnahagur Shanghai hefði batnað áttfalt á síðustu 11 árum. Ólafur Ragnar sagði að samning- urinn væri merkasta framtak ís- lensks háskóla á erlendum vett- vangi hingað til. Samningurinn er um víðtækt samstarf skólanna tveggja varðandi kennslu, rann- sóknir og ráðstefnuhald auk þess sem Bifröst og Shanghai-háskóli munu skiptast á kennurum og senda á milli sín nemendur bæði í grunnnámi og á meistarastigi. Háskólinn í Shanghai er fjöl- mennasti háskóli þessarar fjöl- mennu borgar sem er viðskipta- og fjármálamiðstöð Kína en tæp- lega 60 þúsund nemendur eru skráðir við skólann og hefur hann af stjórnvöldum þar í landi verið skilgreindur sem einn af lykilhá- skólum Kína. Forsetahjónin heimsóttu einnig Sjónvarpsturninn í Shang- hai sem er sá hæsti af sinni gerð í Asíu og sá þriðji hæsti í heimi og fóru í skoðunarferð um borgina og í gönguferð um ausurlenskan miðbæjargarð, Yu-garden. -oá/ht Mannréttindasamtök eru ómyrk í máli: Telja a› yfir flúsund manns hafi dái› ÚSBEKISTAN, AP Mannréttindasam- tök telja að úsbeskir stjórnarher- menn hafi drepið allt að eitt þús- und óbreytta borgara í átökum um helgina. Herinn handtók í gær leiðtoga herskárra múslima sem í fyrradag lýsti yfir ís- lamskri byltingu í bænum Kora- suv. Tvenn mannréttindasamtök, Alþjóðlega Helsinki-stofnunin, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Vín í Austurríki, og Mannrétt- indasamtök Úsbekistans segja að athuganir þeirra bendi til að allt að þúsund manns hafi fallið fyrir hendi stjórnarhermanna í átökum í Andijan og Pakhtabad um helg- ina og tvö þúsund til viðbótar hafi særst. Ekki er þó um mjög áreið- anlegar rannsóknir að ræða held- ur fóru starfsmenn samtakanna hús úr húsi í bæjunum og spurð- ust fyrir. Úsbesk yfirvöld hafa ekki heimilað sjálfstæða rannsókn á mannfalli um helgina. Hins vegar sögðust erlendir erindrekar sem heimsóttu átakasvæðin í vikunni efast um að eins margir hefðu dáið og stjórnarandstæðingar létu í veðri vaka. Íslömsk bylting Bakhtiyor Rakhimov og fylgismanna hans í bænum Korasuv sem framin var í fyrradag var heldur skammlíf því í gær handtóku öryggissveitir stjórnvalda Rakhimov. ■ • Stórkostlegar náttúruperlur • Útivistarparadís • Fyrsta flokks veitingar • Vildarpunktar E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 2 Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Klaustri. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí-júní; gistingu fylgir fordrykkur og flriggja rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. Á HÓTEL KLAUSTRI Í MAÍ DRAUMADAGAR www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting eina nótt í tveggja manna herbergi, fordrykkur, flriggja rétta kvöldver›ur. á mann alla virka daga 8.200 kr.Frá – hefur þú séð DV í dag? FRÆGIR OG „FEITIR“ TIL VARNAR LILJU ER ÞESSI KONAOF FEIT TIL AÐALA UP BARN? DORRIT MOUSSAIEF Forsetafrúin skoðar perlufestar í Shanghai. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AL LG RÍ M U R TH O R ST EI N SS O N GAZA, AP Ísraelsk yfirvöld hafa hótað gagnaðgerðum til hefnda eftir að herskáir Palestínu- menn skutu sprengjum að landnemabyggðum á Gaza- svæðinu annan daginn í röð. Ólgan gaus upp á svæðinu í fyrradag þegar liðsmaður Hamas lét lífið nærri egypsku landamærunum. Palestínumenn hafa sakað hermenn Ísraelshers um að hafa drepið manninn. Ísraelsher vísar þeim ásökun- um alfarið á bug. Shaul Mofaz, varnarmála- ráðherra Ísraels, kallaði æðstu yfirmenn heraflans á sinn fund í gær til að ræða ástandið. Eftir fundinn sagði varnarmálaráðherrann að til greina kæmi að Ísraelar tækju aftur að hefna fyrir árásir Palestínumanna. Óttast er að við slíkar að- gerðir muni ofbeldið stigmagn- ast á ný og vopnahlé síðustu mánaða fari út um þúfur. ■ TALIB JAKUBOV Formaður Mannréttindasamtaka Úsbekistans hvatti Vesturlönd til að leggja sitt að mörkum til að ástandið í Úsbekistan lagaðist. Ólga á Gaza eftir lát meints liðsmanns Hamas: Óttast um vopnahlé› ÍSRAELAR Á VARÐBERGI Ísraelar segj- ast ætla að skjóta á hvern þann sem skýtur sprengjum að landnemabyggð- um á Gazasvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.