Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 20.05.2005, Qupperneq 41
29FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 ■ TÓNLIST■ TÓNLIST ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST www.sonycenter.is Sumar & Sony Kauptu Sony hjá Sony Sony sér um tónlistina í sumar! DSC-NWHD3 Sony MP3 spilari. · Smart mp3 spilari með 20GB minni og 30 klukkutíma rafhlöðuendingu, 60 prósent lengri tími en iPod! Verð 46.950 krónur NW-E55 Sony MP3 spilari. · 128MB minni í lítilli snilldargræju. Allt að 70 tíma afspilun á einni AAA rafhlöðu. Heyrnatól fylgja. Verð 16.950 krónur Ótrúleggræja! 128MB NW-E403 Sony MP3 spilari. · Frábær hönnun og ný hleðslurafhlaða sem nær 3 tíma afspilun eftir 3 minútúr af hleðslu yfir USB kapal. 256MB minni eða ca. 20 geisladiska efni. Heyrnatól fylgja. Verð 19.950 krónur 256MB Breska hljómsveitin New Order tók upp svo mörg lög fyrir nýj- ustu plötuna sína, Waiting for the Sirens' Call, að hún á nægt efni í aðra plötu. „Það er mjög óvenjulegt að við séum svona frjóir,“ segir Pet- er Hook, liðsmaður sveitarinnar. „Í hvert skipti sem þú snýrð aft- ur spyr fólk alltaf: „hvers vegna tók það ykkur svona langan tíma?“ Þess vegna ákváðum við að taka nóg upp svo að frétta- menn gætu ekki spurt þessarar spurningar.“ ■ Hljómsveitin Drýsill mun hita upp fyrir bandarísku þungarokksveit- ina Megadeth á tónleikum hennar í Kaplakrika 27. júní. Liðsmenn Drýsils eru Eiríkur Haukson, Einar Jónsson, Jón Ólafs- son, Sigurður Reynisson og Sigur- geir Sigmundsson. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Welcome to the Show árið 1985. Drýsill er sögð hafa rutt brautina fyrir margar íslenskar þunga- rokksveitir á þessum tíma en með- limir sveitarinnar eru miklir aðdá- endur Megadeth. Miðasala á tónleikana hefst næstkomandi sunnudag í Íslands- banka, Kringlunni og Smáranum, á midi.is, Pennanum Akranesi og Vestmannaeyjum, Dagsljósi á Ak- ureyri, Tónaspil í Neskaupstað, Hljóðhúsinu Selfossi og Hljómavali í Keflavík. Miðaverð er 4.500 kr. ■ ANTONY AND THE JOHNSONS Tónleik- ar Antony and the Johnsons verða á Nasa 11. júlí. Mi›asala á Antony í dag Miðasala á tónleika Antony and the Johnsons á Nasa þann 11. júlí hefst í dag klukkan 10.00. Þeir sem kaupa sér miða á Antony geta keypt miða í leiðinni á tónleika rokksveitarinnar Sonic Youth en formleg miðasala á þá hefst 27. maí. Síðastliðinn mánudag hélt Ant- ony and the Johnsons tónleika í Loppen í Kaupmannahöfn og héldu gagnrýnendur dagblaðanna Politiken og Jyllands Posten vart vatni yfir frammistöðu Antony og félaga. Miðasala á tónleikana fer fram í verslun 12 Tóna, plötubúð Smekkleysu og á midi.is. ■ IRON MAIDEN Rokksveitin Iron Maiden spilar í Egilshöllinni 7. júní. DVD og plata frá Maiden Rokksveitin Iron Maiden, sem heldur tónleika í Egilshöll 7. júní, gefur þann 29. ágúst út tvöfaldan DVD-disk og tónleikaplötu sem nefnast Death on the Road. Á plötunum er að finna efni af tónleikum sem voru teknir upp í Dortmund í Þýskalandi á Dance of Death tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu í desember 2003. Meðal annars hljóma þar þekktir slagarar á borð við Run to the Hills og Num- ber of the Beast. Á DVD-disknum er einnig að finna 70 mínútna langa heimildarmynd um gerð plötunnar. Það verður nóg að gera hjá Iron Maiden í sumar. Auk þess að spila á Íslandi mun sveitin stíga á stokk á Reading- og Leeds-hátíðunum á Englandi, en Iron Maiden spilaði fyrst á Reading fyrir 25 árum. Einnig mun sveitin spila á Ozzfest- hátíðinni í Bandaríkjunum. ■ Nægt efni í a›ra plötu NEW ORDER Hljómsveitin gaf nýverið út plötuna Waiting for the Sirens' Call. Dr‡sill mun hita upp MEGADETH Þungarokksveitin bandaríska er á leiðinni hingað til lands í næsta mánuði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.