Fréttablaðið - 20.05.2005, Side 22
Brostnir draumar
Pétur H. Blöndal fór á kostum sem fundarstjóri á
opnum fundi Íslandsbanka um íbúðarmarkaðinn
og gengu orð hans þvert á þær spár sem bankinn
kynnti. Hann hóf að kynna efni fundarins með því
að svara nokkrum spurningum á órökstuddan
hátt eins og hann orðaði það sjálfur. Spurning-
unni „Er hagstætt fyrir mig að kaupa núna?“ svar-
aði hann neitandi og spurningunni „Á ég að selja
núna“ svaraði hann játandi. Haft var á orði að
hann gæti ekki orðið góður fasteignasali. „Þar
fór þá draumurinn,“ svaraði hann.
Skilvirkt dómskerfi
Hið skilvirka rússneska réttar-
kerfi lætur ekki að sér hæða.
Réttarhöldum yfir Mikhaíl
Khodorkovskí, eiganda rúss-
neska olíufyrirtækisins Yukos,
hafði verið frestað ítrekað og
nú síðast ætlar að ganga
hægt að klára að lesa upp dóminn
yfir honum. Khodorkovskí, sem
áður var ríkasti maður Rúss-
lands, sagði réttarhaldið
skrípaleik og verjendur hans
ásökuðu dómstóla um að
reyna að svæfa áhuga al-
mennings á málinu. Með
þessu áframhaldi er niðurstöðu
ekki að vænta fyrr en að nokkrum
vikum liðnum.
Khodorkovskí er sakaður um
fjársvik og þykir flest
benda til þess að
hann verði fundinn
sekur í þeim
ákæruatriðum sem
eftir á að úrskurða
í. Saksóknarar
krefjast tíu ára
fangelsisdóms.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.081*
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 177
Velta: 2.680 milljónir
+0,05%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Bandarískt hagkerfi virðist vera
að hægja á sér samkvæmt hag-
vísum Conference Board. Fimm
af tíu helstu hagvísum voru nei-
kvæðir í apríl og lækkaði heildar-
vísitalan um 0,2 prósent.
Greiningardeild Landsbank-
ans telur hættu á launaskriði í
kjölfar lækkunar atvinnuleysis. At-
vinnuleysistölur nálgast nú óð-
fluga þau mörk sem talin eru til
marks um að raunverulega sé
umframeftirspurn eftir vinnuafli í
hagkerfinu.
Samkvæmt Berlingske
Tidende hyggst lággjaldaflug-
félagið Sterling, sem er í eigu Ís-
lendinga, bjóða flug til Flórída í
Bandaríkjunum fyrir um rúmar
ellefu þúsund krónur aðra leiðina.
22 20. maí 2005 FÖSTUDAGUR
Krónan hefur styrkst
þrjá daga í röð eftir að
hafa lækkað nær samfellt
frá miðjum mars. Spá-
kaupmenn nýttu sér tæki-
færið og seldu gjaldeyri
og keyptu krónur þegar
gengisvísitalan var komin
í 117. Sérfræðingur spáir
því að krónan verði sterk
á þessu ári.
Krónan hefur styrkst þrjá daga
í röð eftir nokkra veikingu frá
apríl til fyrstu tveggja viknanna
í maí. Gengisvísitala krónunnar
stóð í 113,2 eftir hádegi í gær en
fór hæst í 117 fyrir hvítasunn-
una. Rétt er að geta þess að
krónan styrkist þegar vísitalan
lækkar og öfugt. Til samanburð-
ar endaði vísitalan í 112,8 í lok
síðasta árs og fór í 106,4 þann
21. mars og hafði krónan ekki
verið sterkari síðan árið 1993,
þegar gengið var síðast fellt.
Björn Rúnar Guðmundsson,
sérfræðingur á greiningardeild
Landsbankans, segir að krónan
hafi veikst nokkuð þegar ríkis-
stjórnin greip til þess ráðs að
greiða niður erlendar skuldir,
um 100 milljónir Bandaríkja-
dala, sem er ekki há upphæð.
„Það er greinilegt að gjaldeyris-
markaðurinn er mjög viðkvæm-
ur fyrir öllum efnahagstíðind-
um. Þegar gengisvísitalan var
komin í námunda við 106 var það
almannarómur að krónan væri
orðin of sterk. Sama gerðist
þegar hún var komin í námunda
við 117 stig en þá mátu spákaup-
menn stöðuna svo að krónan
væri orðin ódýr,“ segir hann.
Fréttir af hugsanlegum ál-
versframkvæmdum hafa haft
sitt að segja um viðsnúninginn á
gjaldeyrismarkaðnum. Björn
Rúnar leggur áherslu á að ekk-
ert hafi verið ákveðið um þær
framkvæmdir. Það er þó ljóst að
verði af þeim verður bankinn að
endurskoða spár sínar um geng-
isþróun krónunnar á næstu
misserum.
Spákaupmenn leika stórt
hlutverk á markaðnum og hafa
nýtt sér sveiflurnar. „Þeir hafa
beðið eftir stundinni að kaupa
krónur aftur og sáu gildið 117
sem kauptækifæri. Þeir hagnast
á því að selja gjaldeyri og kaupa
krónur og nýta sér þann vaxta-
mun sem er krónunni í vil.“
Landsbankinn gerir ráð fyrir
því að krónan verði tiltölulega
sterk fram á næsta ár, meðal
annars vegna vaxtamunar við
útlönd. „Þær sveiflur sem orðið
hafa á markaðnum að undan-
förnu eru innan eðlilegra marka
að okkar mati,“ segir Björn
Rúnar.
Bankinn spáir því að krónan
haldist tiltölulega sterk á þessu
ári en sér fyrir sér að hún nái
jafnvægi í kringum 125 stig
þegar til lengdar lætur.
eggert@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 43,60 +1,87 ... Atorka 6,05
+0,83% ... Bakkavör 34,20 – ... Burðarás 14,50 – ... FL Group 14,70 – ...
Flaga 5,00 – ... Íslandsbanki 13,25 +0,38% ... KB banki 537,00 +0,37%
... Kögun 63,70 +0,79% ... Landsbankinn 16,70 +1,21% ... Marel 56,50
+0,89% ... Og fjarskipti 4,21 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80
+0,85% ... Össur 80,00 +0,63%
* Tölur frá um 15.40. Nýjustu tölur á Vísi.
Sveiflur á gjaldeyrismarkaði
Tryggingamiðstöðin 4,76%
Actavis 1,87%
Landsbankinn 1,21%
Nýherji -1,60%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Er fundur framundan?
Að loknum árangusríkum fundi
er tilvalið að taka golfhring í
náttúruparadísinni Gufudal
og njóta síðan heitu pottanna
og gufubaðsins við hótelið.
Sími 483 4700
info@hotel-ork.is
www.hotel-ork.is
G
o
lf
su
m
a
r
á
H
ó
te
l
Ö
rk
Veitingastaðurinn
Árgerði er opinn alla
daga frá klukkan
11.00 til 22.00.
Viðskiptavinir Hótel Arkar
hafa frítt aðgengi að tveimur
golfvöllum í Hveragerði.
Hótel Örk—Paradís rétt handan hæðar!
BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Greiningardeild Landsbankans telur þær sveiflur sem
hafa orðið á gjaldeyrismarkaði að undanförnu vera innan eðlilegra marka. Spákaupmenn
hafa keypt krónur í vikunni og styrkt þar með gengi hennar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI