Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 76
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands
sýnir í Bæjarbíói, Hafnarfirði,
dönsku grín- og söngvamyndina
Sommer i Tyrol í leikstjórn Eriks
Balling, en myndin var áður sýnd
í Bæjarbíói á sjöunda áratugnum.
Aðalleikarar myndarinnar eru Dirk
Passer, Ove Sprogøe og Lone
Herts.
■ ■ TÓNLEIKAR
13.30 Japanski ásláttarleikarinn
Stomu Yamash’ta frumflytur nýtt
verk eftir Ragnhildi Gísladóttur á
tónleikum í Skálholtskirkju. Flytj-
endur með honum eru Ragnhild-
ur Gísladóttir, Sigtryggur Bald-
ursson og Sjón ásamt Barna- og
kammerkór Biskupstungna og
Skólakór Kársness.
Heimspekingar og
listfræðingar velta því
fyrir sér hvort náttúran
eigi heima í „ríki
markmiðanna“ á
ráðstefnu í næsta
mánuði.
Í næsta mánuði verður haldin ráð-
stefna á Selfossi þar sem heim-
spekingar, listfræðingar, lista-
menn og fleiri áhugamenn um
náttúruna fjalla um stöðu náttúr-
unnar í samtímanum. Yfirskrift
ráðstefnunnar er „Náttúran í ríki
markmiðanna“, og er þar verið að
vísa í þýska heimspekinginn
Immanúel Kant.
Kant leit svo á að allar mann-
eskjur, svo fremi sem hægt sé að
kalla þær skynsemisverur, hljóti
að teljast markmið í sjálfum sér
og því megi enginn notfæra sér
annað fólk í eigin þágu án þess
jafnframt að taka fullt tillit til
hvers einstaklings.
Kant virðist ekki hafa gert ráð
fyrir því að líta beri á náttúruna
sem markmið í sjálfri sér, þar
sem náttúran er ekki skynsemis-
vera eftir því sem best verður vit-
að. Á þessari ráðstefnu verður
hins vegar spurt hvort náttúran
eigi ekki samt heima í „ríki mark-
miðanna“, það er hvort hún sé
ekki markmið í sjálfu sér rétt eins
og skynsemisverurnar góðu.
Erindi halda bandarísku heim-
spekingarnir Emily Brady og
Holmes Rolston III og franski
heimspekingurinn Roger Pouivet,
hollenski listfræðingurinn Antje
von Gaevenitz, franski miðalda-
fræðingurinn Eric Palazzo og
þýska listakonan Mariele Neu-
decker ásamt Íslendingunum Páli
Skúlasyni og Mikael M. Karlssyni,
sem báðir eru heimspekingar, Ósk
Vilhjálmsdóttur listamanni, Þor-
varði Árnasyni náttúrufræðingi
og Brynhildi Davíðsdóttur sem er
prófessor í visthagfræði við
Boston University.
„Síðan heldur Vigdís Finnboga-
dóttir lokaerindi á ráðstefnunni
en Ólafur Ragnar Grímsson opnar
hana með fyrirlestri, sem ekki er
bara stutt ávarp heldur fyrirlest-
ur sem tengist efni ráðstefnunn-
ar,“ segir Ólafur Páll Jónsson
heimspekingur, sem skipulagði
þessa ráðstefnu ásamt Æsu Sigur-
jónsdóttur listfræðingi og Jóni
Hjartarsyni, framkvæmdastjóra
Fræðslunets Suðurlands.
„Okkur langaði að taka fyrir
náttúruna út frá sjónarhóli bæði
heimspekinnar og listarinnar og
erum sammála um að sú nálgun
eigi mjög vel við því þá vakna
strax spurningar um gildi eða
verðmæti. Fókusinn er samt alltaf
á náttúruna. Hvaða máli skiptir
hún? Hvernig á að umgangast
hana? Umræða um þessi mál hér á
landi hefur alltaf verið beintengt
ákveðnum deilumálum en hug-
myndin með þessari ráðstefnu er
ekki að fara inn í þær deilur held-
ur ræða um þessi málefni á svolít-
ið fræðilegum grundvelli. En svo
getur verið að út úr því komi ým-
islegt sem hefur afleiðingar fyrir
deilurnar.“
Ráðstefnan „Náttúran í ríki
markmiðanna“ verður haldin 11.
og 12. júní í Fjölbrautarskóla Suð-
urlands á Selfossi. ■
52 21. maí 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
... sýningu á rjóma íslenskra
vefsíðna og margmiðlunarefnis í
Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands í Vatnsmýrinni milli klukk-
an 13 og 16.
... fyrirlestri Oddnýjar Eirar Æv-
arsdóttur um safnara og sýningu
á japanskri bíómynd um ófreskj-
una Godzilla á safnarasýningunni
í Gerðubergi á morgun.
... tónleikum flautuleikarans
Pamela de Sensi og hörpuleikar-
ans Sophie Marie Schoonjans í
Neskirkju á morgun.
Sænsku rithöfundarnir Anders
Roslund og Börge Hellström
hrepptu Glerlykilinn fyrir bestu
norrænu glæpasöguna árið
2005. Bók þeirra heitir Odjuret,
eða Ókindin og í henni segir
frá barnaníðingi sem myrðir
tvær ungar stúlkur á hryllilegan
hátt.
Verðlaunin voru afhent úti í
Kaupmannahöfn í gær á veit-
ingahúsinu Café Jonas, sem
heitir í höfuðið á listaskáldinu
góða, Jónasi Hallgrímssyni.
Ævar Örn Jósepsson var til-
nefndur fyrir Íslands hönd fyrir
glæpasögu sína, Svartir englar,
en hreppti ekki hnossið að
þessu sinni.
„Íslendingarnir hérna voru að
tala um að þetta væri hálfgert
Selmusvekkelsi,“ segir Erla
Sigurðardóttir, ritstjóri í
Kaupmannahöfn, sem var
viðstödd verðlaunaafhend-
inguna.
„Fulltrúarnir frá hinum lönd-
unum voru líka mjög hrifnir
af bók Ævars og margir svo-
lítið hissa á því að Svíarnir
skyldu hljóta þetta.“
Ævar Örn var reyndar í hálf-
undarlegri aðstöðu vegna
þess að hann var í senn til-
nefndur fyrir Íslands hönd til
verðlaunanna og jafnframt
formaður norrænu samtak-
anna Skandinaviska krim-
inalsälskapet, sem veitir
verðlaunin.
Hann kom þó hvergi nálægt
dómnefndinni.
Kl. 16.00
Hinir árlegu vortónleikar Gradualekórs
Langholtskirkju verða haldnir í dag. Á
efnisskránni eru að vanda íslensk og er-
lend verk fyrir barnakóra. Gestur á tón-
leikunum verður Graduale Futuri, sem
er yngri barnakór kirkjunnar. Stjórnandi
er Jón Stefánsson og undirleikari Arn-
gerður María Árnadóttir.
menning@frettabladid.is
Selmusvekkelsi í Kaupmannahöfn
Náttúran á meðal vor
!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 23
Laugardagur
MAÍ
STÓRA SVIÐ
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR frá SV´ÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar
25 TÍMAR
Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi
við SPRON.
Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 28/5 kl 20
Síðasta sýning
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS.
Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14,
Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14,
Su 26/6 kl 14
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS.,
Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20,
Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20
THE SUBFRAU ACTS
- GESTALEIKSÝNING
The paper Mache og Stay with me
Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið
í fylgd fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
EDITH PIAF
Á AUSTURLANDI
1. OG 2. JÚNÍ!
Stóra sviðið kl. 20:00
DÍNAMÍT – Birgir Sigurðsson
7. sýn. í kvöld lau. 21/5, 8. sýn. fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau.
11/6, 11. sýn. sun. 12/6.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR – H.C Andersen
Sun. 22/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl.
14:00. Síðustu sýningar í vor.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Sun. 22/5 uppselt. Síðasta sýning í vor.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6.
Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana.
MÝRARLJÓS – Marina Carr
Sun. 29/5. Allra síðasta sýning
Litla sviðið kl. 20:00
KODDAMAÐURINN – Martin McDonagh
Mið. 25/5 nokkur sæti laus, fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðustu sýningar í vor.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
RAMBÓ 7 – Jón Atli Jónasson
Sun. 22/5 örfá sæti laus, fös. 27/5, lau. 28/5
Valaskjálf Egilsstöðum:
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI – söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa.
Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
. .
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Ráðstefna heimspekinga, listfræðinga, listamanna og annarra
náttúruunnenda verður haldin á Selfossi í næsta mánuði.
!!"! #$!%&$'(
!
"#
!
"
#
$
$ %&
%& % '
%
#
%
(
)"
"
* + " , )
" #
!
% '
-. -/011