Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 44

Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 44
11. júní 2005 LAUGARDAGUR16 Vissir þú ... ...að Sergiy Naidych frá Úkraínu sigldi seglbretti í 71 klukkustund og þrjátíu mínútur á Raydschev- vatni í Úkraínu árið 2002 og er það lengsta seglbrettamaraþon í heimi? ...að EMI-útgáfan telur að rúm- lega einn milljarður diska og seg- ulbanda af Bítlaplötum hafi selst til þessa. ...að talið er að sex hundruð milljónir manna hafi fylgst með því í beinni útsendingu í sjón- varpi þegar geimfarar Apollo 11 stigu fyrstir manna á tunglið eða fimmtungur mannkyns? ...að stærsta útgefna bók heims nefnist Bhutan og er 116 litsíðna bók sem vegur 60,3 kíló, er 1,52 metrar á hæð og 2,13 metra breið þegar hún er opnuð? ...að El Apóstol var fyrsta teikni- myndin í fullri lengd eða alls sjö- tíu mínútur en hún er frá Argent- ínu? ...að fyrsta kvikmyndahús heims þar sem sýningartjöldin ná í heil- an hring er staðsett í Evrópugarði lifandi mynda í Futuroscope nærri Poitiers í Frakklandi? ...að stærsta handtaska heims er 3,7 metrar á hæð, 3,54 metrar á breidd og 1,6 metrar á dýpt og var framleidd af Santa Marinella leðurfylgihlutaframleiðandanum í Brasilíu? ...að lengsta teikning eftir númer- um er 378 fermetrar og var unnin á Eyja-hátíðinni í Búdapest í Ung- verjalandi 28. júlí árið 2003? ...að bandaríski sjóherinn hefur flestar flugvélar í þjónustu sinni af öllum sjóherum, eða rúmlega fjögur þúsund? ...að mest notaða alþjóða síma- leiðin er á milli Bandaríkjanna og Kanada samkvæmt upplýsingum í TeleGeography en talað var í 10,9 milljarða mínútna á milli land- anna árið 2002? ...að Ray Tomlinson frá Bandaríkj- unum sendi fyrsta tölvupóstinn árið 1971 þegar hann vildi láta reyna á hvort tvær tölvur gætu skipst á skilaboðum? ...að fyrsta þekkta löggjafarþingið eða ukkim var tveggja deilda samkoma í Erech í Írak árið 2800 fyrir Krist? Elsta starfandi löggjaf- arsamkundan er hins vegar Alþingi Íslendinga sem stofnað var árið 930 eftir Krist. ...að kvikasilfur hefur lægsta bræðslu- og suðumark allra málma, eða -38,829 ˚C og 356,62 ˚C? Sími 691 0381 Kristín Björg Rope Yoga 4 og 8 vikna námskeið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 7.30 – 8.35 og 18.30 Blómstraðu og njóttu þess í sumar Breyttu stirðleika í mýkt og styrk. S: 588 5518 Opnunartími • Mörkinni 6 mán. – fös. 10 – 18 • lau. 10 – 16 Landsins mesta úrval af yfirhöfnum » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.