Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 1
DRAGKEPPNI ÍSLANDS MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 VÍÐA DÁLÍTIL VÆTA Þurrt að mestu suðvestan og vestan til, annars smáskúrir eða súld á víð og dreif. Hiti 10-16 stig, hlýjast suðvestan til. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2005 - 206. tölublað – 5. árgangur Stöðnun mitt í sköpun Hvers vegna skyldu stjórnmálin sitja eftir með svo nöturlega áberandi hætti þegar flest annað í þjóðfélag- inu einkennist af vax- andi þekkingu á veröld- inni, aukinni fag- mennsku og skapandi samkeppni? Í DAG 16 Tekur myndir af gæludýrum Inger Helene Bóasson ljósmyndari býður upp á þá þjónustu að taka myndir af gæludýrum. Hún segir að Íslendingar sýni áhuga en séu enn sem komið er feimnir við að koma með dýrin sín í myndatöku. TILVERAN 12 Formsatriði hjá Liverpool Evrópumeistarar Liverpool eru komnir í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær eftir auðveldan sigur á Kaunas frá Litháen á Anfield í gærkvöldi. Þá munaði nánast engu að Celtic tækist að skrá sig í sögubækurnar. ÍÞRÓTTIR 24 BÚI BENDTSEN Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ● börn ● ferðir ▲ VEÐRIÐ Í DAG FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Nýtt viðs kipta blað með Fré ttablaði nu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Fjórtán innbrot um verslunarmannahelgina: Innbrotsfljófur ná›ist á hlaupum Gervineglur, háir hælar og vel greitt hár Bæði kynin keppa LÖGREGLUMÁL Fjórtán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykja- vík um og eftir verslunarmanna- helgina, það er frá föstudags- morgni til hádegis í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlög- regluþjóns í Reykjavík. Brotist var inn í sjö bíla og sjö íbúðarhús. Í sumum tilvikum höfðu þjófarnir lítið sem ekkert upp úr krafsinu, en í öðrum komu þeir höndum yfir ýmis verðmæti. Ár- vökulir vegfarendur sáu til eins innbrotsþjófsins á ferð á laugar- dagsmorgun þar sem hann var að rogast með þýfi út úr húsi. Þeir gerðu lögreglunni þegar viðvart og náðist maðurinn á hlaupum. Hann hafði tekið til meira sem hann hugðist stela inni í húsinu þegar hann var tekinn með fyrsta farm. Þjófarnir virtust helst vera á höttunum eftir tölvum, myndavél- um og símum. Stærsti þjófnaður- inn var í íbúðarhúsnæði þar sem meðal annars var stolið ferðatölvu og stafrænum myndavélum. Inn- brotin voru framin í ýmsum hverfum borgarinnar. Á sama tímabili í fyrra voru fimmtán innbrot í hús og bíla kærð til lögreglunnar í Reykjavík. -jss Kelduhverfi loga›i í eldglæringum Eldingar ollu rafmagns-, útvarps- og sjónvarpstruflunum á Nor›urlandi. Oddvitinn í Kelduneshreppi segir skepnur hafa hræ›st, hestar hlaupi› um tún og hunda for›a› sér í hús. Eldingu laust ni›ur í rafmagnslínu. ÞRUMUVEÐUR Óvenjumikið þrumu- veður gekk yfir Norðurland í gær og fylgdu því miklar eldglæringar og úrhelli á afmörkuðum svæðum. Helgi Viðar Björnsson, verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkins á Kópaskeri, segir að rafmagn hafi farið af öllum bæjum í Keldu- hverfi og Öxarfirði í rúma klukku- stund þar sem eldingu laust niður í rafmagnslínu. Íbúar Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar urðu rafmagnslausir í um fimmtán mínútur af völdum eldingar sem sló niður í aðveitustöð á Kópa- skeri. Útsendingar beggja rása Út- varpsins duttu út í Kelduhverfi í rúmar þrjár klukkustundir og út- sendingar Stöðvar 2 náðust ekki frá klukkan 15 og fram á kvöld. Katrín Eymundsdóttir, oddviti í Kelduneshreppi, segir að Keldu- hverfi hafi bókstaflega logað í eld- glæringum upp úr klukkan 15 og þrumurnar hafi verið mjög kröft- ugar. „Skepnur hræddust; hestar hlupu um tún og hundar forðuðu sér í hús. Á tímabili varð mér sjálfri ekki um sel og svo var ef- laust einnig um fleiri íbúa Keldu- hverfis. Mér er ekki kunnugt um tjón af völdum eldinganna en sumar komu mjög nærri húsum og sjálf heyrði ég hvissið í þeim þegar þær komu niður,“ segir Katrín. Sjálfvirkt eldingamælikerfi í eigu Breta, sem staðsett er á Ís- landi, nam á fjögurra klukku- stunda tímabili í gær, frá um klukkan 14 og til klukkan 18, hátt í 70 eldingar; flestar á Norðurlandi en einnig nokkrar á Vestfjörðum. Þórður Arason, jarðeðlisfræðing- ur og einn helsti sérfræðingur landsins um eldingar, segir óvana- legt að svo margar eldingar mælist á Íslandi á jafn stuttum tíma og eins sé fremur fátítt að eldingar valdi rafmagnstruflun- um á Norðurlandi. „Það er hins vegar ekki óalgengt að eldingar valdi rafmagnstruflunum á Suður- og Suðausturlandi,“ segir Þórður. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir að rekja megi eldingarnar til óstöðugs lofts þar sem frekar kalt loft var í háloftun- um á sama tíma og loft nær jörðu var mun hlýrra. „Loftið byltist um og háreistir skúraklakkar mynd- uðust eins og oft gerist á megin- landi Evrópu að sumarlagi,“ segir Einar. kk@frettabladid.is Sameining fjármálafyrirtækja: Milljör›um stokka› upp VIÐSKIPTI Landsbankinn fær greidda sautján milljarða króna í reiðufé við uppstokkun Burðaráss, sem kynnt var í gær. Jafnframt tekur bankinn yfir eignarhluti Burðaráss í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, Marel og fleiri félögum. Samtals renna eignir að markaðsvirði fjöru- tíu milljarðar króna inn í Lands- bankann. Í staðinn eignast hluthafar Burðaráss nítján prósent í bankan- um. Straumur Fjárfestingarbanki tekur yfir rekstur Burðaráss og eignir að verðmæti 57 milljarðar króna við sameininguna. Forstjórar félaganna sögðu í gær þetta efla getu félaganna til að ráðast í stórar fjárfestingar. -bg / Sjá í Markaðnum ▲ FÓLK 34 Tónlistin er huglei›sla INNBROT Í HÖFUÐBORGINNI Fjórtán inn- brot voru kærð til lögreglunnar í Reykjavík um og eftir verslunarmannahelgina. RAFMAGNSBILUN Helgi Viðar Björnsson, starfsmaður RARIK á Kópaskeri, skiptir um öryggi á rafmagnslínu við Keldunes í Kelduhverfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G A Flugslys í Toronto: Farflegaflota brotlenti KANADA Flugvél frá Air France brot- lenti á þjóðvegi nærri Toronto í Kanada í gærkvöldi eftir að hafa hlekkst á í lendingu. Samkvæmt fréttaskeytum í gærkvöld komust allir farþegarnir lífs af. Kanadíska fréttastofan CP sagði 243 hafa verið í vélinni. Skrokkur vélarinnar brotnaði í tvennt utan við þjóðveg- inn og eldur kom upp í henni. Tildrög slyssins voru ekki ljós í gærkvöldi en farþegar sögðu vélina hafa orðið fyrir eldingu. Þrumu- veður var á þessum slóðum í gær. Nokkrir farþegar og flugstjóri vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús en ekki lá fyrir hve alvarleg meiðsl- in voru. - grs ELDUR KVIKNAÐI Í FLUGVÉLINNI Skrokkur vélarinnar brotnaði í tvennt við lendinguna. 01 forsíða 2.8.2005 22:51 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.