Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 43
Heimsferðir festu nýverið kaup á ferðaskrifstofun- um STS Solresor og STS Solia. Um er að ræða syst- urfyrirtæki, Solresor með aðsetur í Svíþjóð og Sol- ia í Noregi, sem áður voru í eigu STS International. Velta fyrirtækjanna er áætluð á þessu ári tæpir níu milljarðar króna og veltan að Heimsferðum meðtöldum nemur tólf milljörðum. STS er stærsti ferðaheildsali á Norðurlöndum og flytur á þessu ári um 170 þúsund farþega í eigin flugi. Í ár er spáð methagnaði í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. ENGIN SKYNDIÁKVÖRÐUN Andri Már Ingólfsson er stjórnarformaður nýja fyrirtækisins og segir kaupin ekki gerð í neinum flýti: „Við höfum verið að líta í kringum okkur und- anfarin þrjú ár, skoðuðum mörg fyrirtæki og gáfum okkur góðan tíma“. Heimsferðir höfðu ákveðna mælikvarða við leit- ina. Fyrirtækið þurfti að vera vel rekið, skila hagn- aði, hafa góða markaðsstöðu og gott stjórnun- arteymi. Andri segir STS hafa uppfyllt alla þessa mælikvarða: „Þegar við rákumst á STS var eftir- leikurinn auðveldur. Söluferlið tók um sjö mánuði.“ Andri segir fyrirtækin í raun mjög lík. Þau séu ung, fólkið drífandi og sífellt leitandi nýrra mark- aða og tækifæra. Þá hafi snemma komið í ljós að forgangsröðunin er sú sama: „Fyrsta boðorðið er arðsemi en ekki markaðshlutdeild og hefur alltaf verið. Þetta er lykillinn að góðri stöðu okkar og þeim árangri sem náðst hefur.“ GOTT ORÐSPOR Orðspor STS er gríðargott á Norðurlöndum að sögn Andra og grundvöllur traustur til að byggja ofan á. Hann segist líta á nýja fyrirtækið sem norrænt ferðaþjónustufyrirtæki: „Við horfum líka til hinna Norðurlandanna, Finnlands og Danmerkur. Þar erum við komnir með ákveðið samstarf í gang og stefnum að enn frekari stækkun.“ Skandinavíski markaðurinn er hundrað sinnum stærri en sá íslenski og því ljóst að Heimsferðir vinna nú með áður óþekktar stærðir. STS hefur mest flogið í leiguflugi með SAS og eru ferðirnar sem boðið er upp á skilgreindar í efri-milliflokki verðs: „Fólk kemur aftur og aftur í ferðir hjá STS, mikið af fastakúnnum. Það er í raun hið stóra verð- mæti fyrirtækisins, það nýtur góðs orðspors fyrir gæðaferðir“. Engar stórvægilegar breytingar verða gerðar á rekstri STS og Heimsferða. Framkvæmdastjórar Solresor og Solia halda störfum áfram, enda engin ástæða til þess að breyta því sem vel gengur. SKILAR SÉR TIL VIÐSKIPTAVINA Andri segir miklu muna að koma inn í fyrirtæki í góðum rekstri, þar sem ekki þurfi að eyða fyrsta ár- inu í að skera upp, breyta og bæta: „Ákvarðanataka verður öll miklu hraðari. Við munum til að mynda kynna sameiginlega nýja áfangastaði nú í ágúst.“ Hann segir að sú stærðarhagkvæmni sem fylgi sameiningunni skili sér strax til viðskiptavina: „Við erum nú til dæmis með 40 þúsund farþega til Kanarí-eyja. Samningagerð, innkaup og flugsam- göngur verða allar auðveldari. Þetta skilar sér beint til viðskiptavinarins. Íslendingar fá aðgang að nýj- um stöðum á áður óþekktu verði.“ Aðspurður um framtíðarsýn nýja fyrirtækisins segir Andri því engin takmörk sett: „Heimurinn. Það er viðeigandi í ljósi þess að við heitum Heims- ferðir,“ en bætir við að mikilvægt sé að taka ekki of stór stökk. Tryggja þurfi að reksturinn haldi áfram að vaxa með arðsemi að leiðarljósi: „Auðvitað er þetta stórt skref en þetta er okkar kjarnarekstur, það sem við kunnum best. Það er höfuðástæðan fyrir þessu skrefi. Við vitum hvað við erum að fara út í.“ Tólf milljarða velta Heimsferðir hafa fært út kvíarnar og festu nýlega kaup á tveimur skandinav- ískum ferðaskrifstofum. Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða og stjórn- arformaður nýja fyrirtækisins, segir arðsemi mikilvægari en markaðshlut- deild. Jón Skaftason hitti Andra að máli og fræddist um nýja ferðarisann. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 17 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hlutabréf í Newcastle Utd. tóku mikinn kipp í byrjun síðustu viku þegar tilkynnt var að sir John Hall, eigandi um 28,5 pró- senta hlutar, hefði fengið tilboð í bréfin sín. Ekki hefur verið greint frá því hver bauð í hlut- inn en talið er að Graham Wylie, sem hefur hagnast á veðreiðum og hugbúnaðarframleiðslu, sé á bak við tilboðið. Markaðsverðmæti New- castle er um tíu milljarðar króna og gæti því hlutur sir Johns farið á 2,8 milljarða. Hann eignaðist bréfin árið 1991 og er forseti félagsins til lífstíð- ar. Freddy Shepherd, stjórnar- formaður Newcastle, á einnig stóran hlut í félaginu og verður félagið ekki yfirtekið án hans blessunar. Douglas Hall, sonur Sir Johns Hall, á um tólf pró- sent en hann og Freddy eru miklir félagar. Önnur úrvalsdeildarfélög sem eru skráð á breska hluta- bréfamarkaðinn hafa heldur ekki farið varhluta af yfirtöku- orðrómi. Hlutabréf í Tottenham Hotspur hafa einnig hækkað mikið í bresku kauphöllinni að undanförnu eða um 30 prósent í júlímánuði. Bréf í Aston Villa hafa hækkað um fimmtung frá því í apríl vegna orðróms um yfirtöku. - eþa Fótboltaliðin eftirsótt Newcastle, Tottenham og Aston Villa hafa öll hækkað undanfarnar vikur. SHEARER SKORAR Stærsti eigandi Newcastle Utd. hefur fengið tilboð í bréfin sín. Önn- ur úrvalsdeildarlið hafa einnig hækkað vegna orðróms um yfirtöku. ANDRI MÁR INGÓLFSSON Í HEIMSFERÐUM Andri segir mikla stærðarhagkvæmni fylgja kaupum Heimsferða á STS-ferðaskrifstofun- um: ,,Íslendingar fá aðgang að nýjum stöðum á áður óþekktu verði.“ Fr ét ta bl að ið /S te fá n 16-17 Mark 17 lesið 16 hálfl 2.8.2005 15:53 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.