Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Benedikt Sveinsson var um árabil einn
áhrifamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi.
Hann gegndi stjórnarformennsku í Sjóvá sem
var höfuðvígi fjölskyldu hans, auk þess að
marka stefnuna í Eimskipafélaginu sem
stjórnarformaður og í Flugleiðum sem stjórn-
armaður.
Stjórnmál voru einnig starfsvettvangur
Benedikts, en hann leiddi starf Sjálfstæðis-
manna í Garðabæ. Hann átti hvorki langt að
sækja áhuga á viðskiptum né á stjórnmálum.
Faðir hans, Sveinn Benediktsson, var um-
svifamikill í viðskiptum og föðurbróðir hans,
Bjarni Benediktsson, var leiðtogi Sjálfstæðis-
flokksins og forsætisráðherra. Það að Bene-
dikt yrði áberandi á báðum þessum sviðum
þjóðlífsins átti því ekki að koma á óvart.
Faðir hans var síldarsaltandi og Benedikt
komst snemma í tæri við þá brigðulu skepnu
síldina. „Ég var part úr sumri, sjö sumur, á
Raufarhöfn og svo seinna á Seyðisfirði. Ég
náði því að verða síldarmatsmaður. Það voru
miklar sveiflur í þessum rekstri, eins og er í
sjávarútvegi.“
Síminn hringir hjá Benedikt. „Já, já vinur-
inn,“ segir hann í símann. „Þetta var eitt
barnabarnið. Hann vill koma með okkur í
sveitina.“ Þau hjónin eru með bústað við
Þingvallavatn. Ég spyr hvort þau séu þar
mikið. „Alltof lítið,“ svarar Benedikt.
RÍKISSTJÓRNIN BREYTTI MIKLU
Eimskipafélag Íslands var verðmætasta fé-
lagið á verðbréfamarkaði þegar vísir að
honum varð til fyrir seinni
hluta níunda áratugarins.
„Fram að því gengu
hlutabréf ekki mikið
kaupum og sölum. Menn
bara áttu þetta. Eimskipa-
félagið var forystufélag sem
almenningshlutafélag með marga
hluthafa.“
Síðan fyrsti vísir hlutabréfamarkaðar
varð til hefur mikið vatn runnið til sjávar.
„Viðskiptaumhverfið gjörbreytist með ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar. Fyrst með Alþýðu-
flokki og síðan með Framsóknarflokki. Þess-
ar ríkisstjórnir hafa gjörbreytt öllu umhverf-
inu. Inngangan í EES er stórmál fyrir Íslend-
inga og losaði um höft í atvinnulífinu. Ís-
lenskt atvinnulíf var leyst úr álögum,“ segir
Benedikt og bætir við að tekið hafi verið á
miðstýringu og sjóðasukki í atvinnulífinu.
Eimskipafélagið varði hagnaði sínum í að
fjárfesta í öðrum atvinnurekstri og var
stundum fyrir vikið sakað um að bera víðar
niður en gott þótti. Lagaumhverfi gerði það
hins vegar að verkum að fyrirtæki áttu í
mesta basli með að koma hagnaði til hluthafa
sinna. „Það var allt mjög óhagstætt,“ segir
Benedikt. „Andrúmsloftið var líka þannig að
það var nánast skammarlegt ef fyrirtæki
skiluðu hagnaði. Það var hreint ekkert einfalt
að reka fyrirtæki í því umhverfi. Skattlagn-
ing var há og það þurfti leyfi fyrir öllum
sköpuðum hlutum. Það var ekki hægt að taka
erlent lán, nema með leyfi lánanefnda.
Stjórnvöld hafa losað um þetta og selt ríkis-
banka. Allt er þetta til bóta.“ Benedikt segir
að það hafi einnig ráðið viðhorfum við fjár-
festingu í öðrum atvinnurekstri að Eimskipa-
félagið hafi litið til þjóðfélagslegrar stöðu
sinnar og talið sér skylt að stuðla að uppbygg-
ingu í samfélaginu. „Félagið var mjög fram-
farasinnað og þótt það væri alltaf stefnt að
góðri afkomu þá var litið til fleiri þátta þegar
stefnan var mótuð.“
STERKUR BAKHJARN
Benedikt segir að menn geti haft mismunandi
skoðanir á því hvernig var staðið að einka-
væðingu í hverju tilviki fyrir sig. „Við sölu
bankanna hafa losnað úr fjötrum miklir
kraftar. Við sjáum hvernig þjóð-
félagið er. Hér er nú fjöld-
inn allur af ungu og vel-
menntuðu fólki sem sæk-
ir fram. Svona breytingar
verða auðvitað aldrei sárs-
aukalausar.“
Ekki fór heldur hjá því að vindar
blésu þegar nýrra krafta fór að gæta í við-
skiptalífinu. Þær hræringar náðu hápunkti
þegar uppskipti urðu á eignarhaldi helstu fé-
laga í atvinnulífinu. Eim-
skipafélagið hafði byggt upp
stórt sjávarútvegsfyrirtæki.
„Nýir eigendur sem eignuð-
ust félögin ákváðu að leysa
þau í sundur og selja eining-
ar. Við sem vorum þarna
hefðum ekki staðið þannig
að málum. Það voru mikil
vermæti þarna saman kom-
in,“ segir Benedikt. Hann
gerir ekki mikið úr ólíkri
sýn á rekstrinum. „Það verð-
ur bara að koma í ljós hvern-
ig þetta svo gengur.“
Eimskip var bakhjarl
annarra félaga í gegnum
fjárfestingararminn Burðar-
ás. Marel var fóstrað af fé-
laginu í gegnum uppbygg-
ingarár þar sem oft blés á
móti. „Annað félag sem
þurfti sterkan bakhjarl var
Flugleiðir. Það var oft tvísýnt í
rekstrinum, enda áhætturekstur. Það er
merkilegt hversu vel hefur tekist til eins og
til dæmis eftir áfallið 11. september. Flug-
leiðir skiluðu góðum árangri meðan önnur
flugfélög áttu í miklum vandræðum. Nýir
eigendur hafa nýtt sér þá þekkingu og það
traust sem félagið hafði áunnið sér. Það sést
vel til að mynda í flugvélakaupum að undan-
förnu. Boeing hefur átt langt og gott samstarf
við Flugleiðir í gegnum tíðina.“
HÆTT Í NOKKRUM SKREFUM
Stjórnmálin hafa líka sett mikinn svip á
starfsævi Benedikts. „Það hefur verið mikill
pólitískur áhugi í fjölskyldunni.“ Ég spyr
hann hvort hann sjái eftir tengslum stjórn-
mála og viðskiptalífs. Það segist hann ekki
gera. „Þau voru ekki eins mikil og af var lát-
ið. Það var auðvitað ákveðin barátta á milli
fyrirtækja Samvinnuhreyfingarinnar og
einkafyrirtækjanna. Ég tók svolítinn þátt í
því. Svo hrundi Sambandið og það breyttist
allt saman. Auðvitað eimdi eitthvað eftir af
þessu, en það er miklu minna en það var.“
Benedikt segist ekki hafa fundið fyrir
miklum viðbrigðum við að stíga af sviðinu í
íslensku viðskiptalífi. „Ég
var búinn að vera að draga
mig til baka úr fyrirtækjum
í nokkur ár. Hætti í einu fyr-
irtækinu af öðru.“ Hann er
samt ekki alveg hættur, fjár-
festi fyrir skemmstu í Bíla-
nausti. „Það er annar kapít-
uli. Ég hef tengst því félagi
og þegar hlutur var til sölu
leist mér ágætlega á það.
Þetta er fyrirtæki sem
stendur fyrir sínu.“
Það er oft sagt að menn í
erilsömum störfum eigi
erfitt með að minnka við sig
og hafi ekki sinnt því að
byggja upp áhugamál. „Ég
held að ég hafi ekki verið
neitt sérstaklega vinnusam-
ur,“ segir hann og brosir.
„Þannig að þetta var ekki
mikið vandamál. Ég hef
alltaf haft eitthvað af áhuga-
málum.“ Hann hittir gamla félaga reglulega
og spilar bridds og svo er það golfið. „Ég hef
verið að spila golf síðustu árin og haft gott af
því.“ Konan spilar stundum með honum. „Það
mætti samt vera meira.“ Nú þegar meiri tími
gefst getur hann lengt tímabilið og spilar á
vetrum í Florída. „Synir mínir hafa líka verið
með mér í þessu og svo eru barnabörnin að
byrja. Það er gaman að fara með þeim,“ segir
Benedikt og bætir við að kvöldið áður hafi
hann tekið sonarsoninn með sér, þann sama og
vill nú ólmur komast með afa sínum í sveitina.
Hádegisverður fyrir tvo
á Lækjarbrekku
Ristaður lax
Steiktur steinbítur
Drykkir
Vatn, Pilsner, Kaffi
Alls 4.550 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Benedikt
Sveinssyni
lögmanni og fyrrverandi stjórnarfor-
manni Sjóvár og Eimskipafélagsins
Stórgróðafyrir-
tæki leyst upp
Það er ekki á hverjum degi sem
þrjú íslensk stórfyrirtæki samein-
ast í tvö íslensk stórfyrirtæki en
það var þó það sem gerðist nú um
helgina þegar Straumur, Burðarás
og Landsbankinn sameinuðust í
Straum - Burðarás og Landsbank-
ann. Fyrir venjulegt fólk kann
þetta ekki að vekja mikla forvitni
enda vita mjög fáir hvað Straumur
og Burðarás gera. Flestir vita hins
vegar að Landsbankinn er venju-
legur íslenskur banki.
Í síðustu viku fjallaði Aurasálin um
uppgjör Burðaráss og reyndi að út-
skýra fyrir lesendum í hverju
starfsemi fyrirtækisins fælist. Svo
virðist sem stjórnendur og eigend-
ur Burðaráss hafi lesið Aurasálina
í síðustu viku og fengið samvisku-
bit yfir gróðanum og ákveðið í
kjölfarið að leysa fyrirtækið upp.
Þetta er jákvæð niðurstaða í aug-
um Aurasálarinnar. Hin óhóflegi
hagnaður sem Burðarás sýndi á
fyrri helmingi ársins var ekki sið-
ferðislega verjandi.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort aðr-
ir stjórnendur stórgróðafyrirtækja
á Íslandi fylgi fordæmi Björgólfs
Thors og leysi upp fyrirtæki sín í
kjölfar ofsagróða á fyrri helmingi
þessa árs. Að mati Aurasálarinnar
er líklegt að stjórnendur viðskipta-
bankanna, KB banka, Landsbanka
og Íslandsbanka skoði alvarlega
þann möguleika að leggja niður
starfsemina og láta staðar numið.
Ólíklegt er að þjóð og þing hafi
áhuga á því að horfa upp á áfram-
haldandi gróðabrask bankanna og
svokallaða útrás. Einhvern tímann
hlýtur að vera komið nóg og í til-
felli Burðaráss var bersýnilega
komið að þeim tímamótum.
Aurasálin hefur nokkru sinni vikið
að áhrifum sínum í íslensku við-
skiptalífi og hafa sumir lesendur
ályktað sem svo að um einhvers
konar grín hafi verið að ræða.
Upplausn Burðaráss, eftir ábend-
ingu Aurasálarinnar í síðustu viku,
ætti hins vegar að taka af öll tví-
mæli um það að viðskiptalífið
hlustar eftir því sem Aurasálin
hefur að segja.
Líklegt er að Straumur verði næsta
fyrirtæki sem leyst verður upp
sökum ofsagróða. Aurasálin þekkir
ágætlega til bæði forstjórans og
stjórnarformannsins. Þeir eru báð-
ir hógværir landsbyggðarmenn að
upplagi og þekkja því sín takmörk
og þolmörk íslensku þjóðarinnar
mun betur en flestir aðrir í ís-
lensku viðskiptalífi.
Þeir Þórður Már og Magnús Krist-
insson leita nú vafalaust leiða til
þess að leysa fyrirtækið upp og
vill Aurasálin leyfa sér að koma
með uppástungu sem ætti að vera
þeim tveimur að skapi. Fyrir verð-
mæti Straums ætti að fást nægur
peningur til að hefja löngu nauð-
synlegar framkvæmdir við jarð-
göng til Vestmannaeyja. Líklegt er
að forysta Straums leggi áherslu á
að göngin auðveldi samgöngur sem
mest og er líklegt að göngin nái
alla leið upp á Skipaskaga.
A U R A S Á L I N
Benedikt Sveinsson
Starf: Að mestu hættur störfum
Fæðingardagur: 31. júlí 1938
Maki: Guðríður Jónsdóttir
Börn: Sveinn f. 1962, Jón f. 1964
og Bjarni f. 1970
EKKI ALVEG HÆTTUR Benedikt Sveinsson er enn stór eigandi í Íslandsbanka, en skiptir sér lítið af málefnum þar. Hann
hefur að mestu dregið sig út úr stjórnum fyrirtækja þar sem hann var áberandi um árabil, en fjárfesti þó í Bílanausti sem
hann segir fyrirtæki sem standi fyrir sínu.
Viðskiptalífið losnaði úr fjötrum
Benedikt Sveinsson er framlínumaður í íslenskri viðskiptasögu og bar um skeið ábyrgð á stærstu
fyrirtækjum landsins. Hann dró sig hægt og bítandi í hlé og hefur nú tíma til að stunda áhugamálin
og að sinna barnabörnunum sem sækja stíft í félagsskap hans. Hafliði Helgason fékk sér hádegisverð
með Benedikt og ræddi meðal annars breytingar í íslensku viðskiptaumhverfi.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
Andrúmsloftið var líka þannig að það var nánast skammarlegt ef fyrir-
tæki skiluðu hagnaði. Það var hreint ekkert einfalt að reka fyrirtæki í
því umhverfi.
12-13 Markaður lesið 2.8.2005 15:23 Page 2