Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir hinn nýi konungur Sádi-Arabíu? 2Umhverfisráðherra hvaða lands hefurfordæmt hvalveiðar Íslendinga? 3Hver sigraði í Formúlu 1 kappakstr-inum í Ungverjalandi um helgina? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 8 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Vegurinn að Dettifossi er illa farinn vegna mikilla þurrka: Skelka›ir rútufarflegar SAMGÖNGUR Tæplega 30 kílómetra vegarkafli um Hólssand, frá Gríms- stöðum á Fjöllum að Dettifossi, hef- ur verið í óvenju slæmu ástandi að undanförnu. Roswitha Finnbogason, framkvæmdastjóri og bílstjóri Vík- ingaslóða, segir ökumenn fólks- flutningabifreiða neyðast til að aka á 10 til 20 km hraða til að koma í veg fyrir skemmdir á rútunum og það dugi jafnvel ekki til. „Vegurinn er skelfilegur og þvottabrettin hörð sem steypa. Í síðustu viku tók það mig 80 mínútur að aka 28 km leið og þrátt fyrir að ég færi varlega voru sumir farþeganna skelkaðir,“ segir Roswitha. Sigurður Oddsson, deildarstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, segist hafa heyrt að vegurinn sé mjög slæmur. „Ég mun kanna ástand hans í dag en geri ráð fyrir að mikl- ir þurrkar hafi leikið hann illa en um er að ræða gamlan og lélegan veg. Mjög langt er að sækja heppi- legt efni til lagfæringa og þar sem umferð um veginn minnkar með haustinu verður líklega ekki ráðist í endurbætur í ár enda ekki til þess fjárveitingar,“ segir Sigurður. - kk Ferðamaður í Hörgárdal: Tekinn á ofsahra›a LÖGREGLUMÁL Erlendur ríkisborg- ari var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að bifreið hans mældist á 171 kílómetra hraða í Hörgárdal á laugardagskvöld. Farið var að skyggja en á þessum slóðum er iðulega sauðfé í veg- köntum. Fjórir farþegar voru í bílnum. Ökumaðurinn, sem er fæddur árið 1982, var aðeins búinn að aka á Íslandi í tvo daga. Þess má geta að í heimalandi hans er vinstri umferð en ekki hægri eins og hér, svo að ofsaakst- urinn hlýtur að teljast enn glæfra- legri fyrir vikið. - grs DETTIFOSS Fjölmargir ferðamenn aka að Dettifossi á sumrin en vegurinn er nú í óvenjuslæmu ástandi. Róið kringum landið: Ætlar a› róa í sólarhring RÓÐUR „Nú er komin norðanátt og þá fer ég að leggja í hann,“ segir ræðarinn Kjartan Jakob Hauks- son en hann hefur ekki komist frá landi síðan hann lagði við Ingólfs- höfða eftir erfiðan róður síðasta fimmtudag. Síðan þá hefur gengið á með suðaustan og suðvestan átt og sjógangi. Hann gerði ráð fyrir því í gær að fara um nóttina eða nú í morg- unsárið. Útlit er fyrir að norðanátt hald- ist næstu daga og hyggst Kjartan nýta sér það en hann verður að róa sleitulaust uns komið er að Vík, þar sem ekki er heiglum hent að komast að landi fyrr. Það gæti orðið rúmlega sólar- hrings róður. - jse KJARTAN JAKOB Útlit er fyrir að norðanátt haldist næstu daga og hyggst Kjartan Jakob nýta sér það. GRUNAÐIR UM ÁRÁS Fjórir menn eru í haldi lög- reglunnar grunaðir um sprengjutilræðin 21. júlí. MUKTAR SAID IBRAHIM, 27 ÁRA Grunaður um að skilja eftir sprengjukubb í aftursæti strætisvagns í Hackney hinn 21. júlí. Ibrahim fluttist frá Er- ítreu í austurhluta Afríku til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni árið 1992 og hlaut bresk- an ríkisborgararétt í septem- ber á síðasta ári. Ibrahim var strangtrúaður múslími sem gekk um í kufli og lét sér vaxa skegg. YASIN HASSAN OMAR, 24 ÁRA Grunaður um sprengjutilræði á Victoria-línunni nærri War- ren Street-lestarstöðinni hinn 21. júlí. Omar kom tólf ára gamall til Bretlands frá Sómal- íu og hafði fengið leyfi til þess að dvelja í Bretlandi. Omar leigði íbúð með Muktar Said Ibrahim, sem einnig er grunað- ur um sprengjutilræði í borg- inni sama dag. Hann var hand- tekinn í Birmingham á mið- vikudagsmorgun. RANZI MOHAMMED Náðist á mynd í farþegagöngum í Oval- lestarstöðinni örfáum sekúnd- um áður en hann yfirgaf stöð- ina með því að stökkva yfir ör- yggishlið. Hann er grunaður um tilraun til sprengingar í neðanjarðarlest nærri Oval- stöðinni og var handtekinn í vesturhluta Lundúna á föstu- dagskvöld. OSMAN HUSSAIN, 27 ÁRA Grunaður um tilraun til sprengjuárásar í Shepherd’s Bush-lestarstöðinni og var handtekinn á heimili bróður síns í Róm hinn 29. júlí. Hussa- in ferðaðist til Ítalíu 26. júlí og hafði lögregla uppi á honum með því að rekja símtöl úr far- síma hans. Hussain er af eþíópískum uppruna en er breskur ríkisborgari. LONDON, AP Gríðarleg öryggisgæsla var í neðanjarðarlestum Lundúna í gær þegar tvær leiðir, sem verið hafa lokaðar síðan mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar á borgina hinn 7. júlí, voru opnaðar á ný. Hundruð lögregluþjóna gættu lestarstöðva borgarinnar í þeim til- gangi að draga úr líkum á frekari árásum. Lögreglan lokaði í gær nokkrum götum í miðborg Lundúna, eftir að tilkynning barst um eld í strætis- vagni 205 á Euston Road, nærri King’s Cross-lestarstöðinni. Síðar um daginn kom tilkynning frá lög- reglunni um að eldurinn hefði lík- lega kviknað vegna vélarbilunar og engin sprenging hefði orðið. Ekki urðu slys á fólki. Hazel Blears, innanríkisráð- herra Bretlands, fundaði í gær með fulltrúum múslima en til stendur að reyna að draga úr þeirri reiði ungra múslima sem veldur því að þeir eru tilbúnir til þess að framkvæma árásir á borð við í síðasta mánuði. Þá eru múslimar ósáttir við ónæði sem þeir þurfa að þola vegna rann- sóknar lögreglu en lögregla segir rannsókn mála ekki beinast gegn kynþáttum heldur þeim sem talið er að eigi aðild að málum. Sautján manns voru í gær í haldi bresku lögreglunnar í tengslum við sprengjutilræðin 21. júlí. Þremur var þó í gær leyft að fara en þeir voru handteknir í áhaupum lög- reglu vegna tilræðanna. Þá hafa bresk stjórnvöld reynt að fá Osman Hussain, sem grunaður er um til- raun til sprengjuárásar á Shepherd’s Bush-lestarstöðinni, framseldan frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn fyrir helgina. Framsal Hussains gæti þó tafist þar sem hann sætir nú rannsókn ítalskra yfirvalda sem beinist meðal annars að hugsanlegum tengslum verslunar bróður Hussains við al- Kaída. Hinir þrír sem grunaðir eru um tilræðin eru í haldi bresku lögregl- unnar og hefur breska dagblaðið The Times eftir rannsóknarlög- reglumönnum Scotland Yard að taf- ir á framsali Hussains geti haft al- varlegar afleiðingar fyrir rannsókn hryðjuverkanna, sem beinist nú fyrst og fremst að því að finna tengsl milli hópanna sem stóðu að hvorri árás. helgat@frettabladid.is Vi›amikil öryggisgæsla í ne›anjar›arlestunum Hundru› lögreglufljóna gættu öryggis flegar tvær ne›anjar›arlestarlínur voru opna›ar í gær á n‡ eftir árásirnar í Lundúnum 7. júlí. fiá loka›i lögregla nokkrum götum í mi›borginni eftir a› tilkynning barst um eld í strætisvagni. REYKUR Í STRÆTISVAGNI Lögregla brást fljótt við eftir að vart varð við reyk í strætisvagni nærri King’s Cross-lestarstöðinni í Lundúnum í gær. Í ljós kom að reykurinn var af völdum vélarbilunar. HRYÐJUVERK Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengju- árásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk af- panti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Flugleiða. „Við höfum ekki séð neinar merkjanlegar breytingar á bókun- um til Lundúna,“ segir Guðjón. Starfsmenn Icelandair hafi ekki heldur orðið varir við að minni ásókn sé í flug til London en undanfarin ár. Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, tekur í sama streng. „Farþegar til Lund- úna hafa ekki verið að breyta far- miðum sínum frekar en farþegar til annarra áfangastaða okkar,“ segir Birgir. „Farmiðasala til borgarinnar hefur einnig verið góð miðað við árstíma.“ - ht M YN D /A P M YN D /A P ÖRYGGISGÆSLA Í LUNDÚNUM Öryggisgæsla í Lundúnum hefur verið hert mikið eftir sprengjutilræði í síðasta mánuði. Ekki hefur dregið úr ásókn í flugferðir íslenskra flug- félaga til borgarinnar í kjölfar atburðanna. Íslensk flugfélög hafa ekki orðið vör við samdrátt: Íslendingar fer›ast sem á›ur Vilja forðast tafir: Hættir sér ekki inn í borgina LONDON „Við förum ekkert inn í Lundúnir vegna þess hversu hætt er við samgöngutöfum,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Bryndís á bókað flug til Lundúna á fimmtudaginn, það- an sem hún flýgur til Bangkok níu tím- um síðar. Bryndís segist enga áhættu taka að missa af framhalds- fluginu. „Fólk hefur lent í vandræðum vegna mikilla tafa á samgöngum eftir árásirnar á borgina í síðasta mánuði,“ segir Bryndís. „Við verðum því bara á flugvellinum í stað þess að fara inn í borgina, eins og við hefðum væntanlega gert undir öðrum kringumstæðum.“ - ht BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTT- IR Millilendir í Lundúnum á fimmtudaginn og hættir sér ekki inn í borgina af ótta við tafir. 08-09 2.8.2005 21:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.