Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,98 64,28
113,39 113,95
78,17 78,61
10,476 10,538
9,959 10,959
8,341 8,389
0,5738 0,5772
93,39 94,95
GENGI GJALDMIÐLA 02.08.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
109,3156
4 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Erilsamt hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina:
Átján fíkniefnamál í borginni
LÖGREGLUMÁL Átján fíkniefnamál
komu til kasta lögreglunnar í
Reykjavík um nýliðna verslunar-
mannahelgi.
„Þarna var um að ræða fólk á
götunni, á skemmtistöðum og í
heimahúsum,“ sagði Hörður Jó-
hannesson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, sem sagði fjölda mála
af þessum toga óvenjumikinn á
ekki lengri tíma.
Stór hluti þeirra fíkniefna sem
lögreglan haldlagði var kannabis-
efni, en einnig aðrar tegundir fíkni-
efna. Flestir sem komu við sögu í
málunum voru um tvítugt, en
einnig var um eldra fólk að ræða.
Hörður sagði að þennan fjölda
mála á fjórum sólarhringum mætti
að hluta til rekja til þess að lögregl-
an hefði verið mikið á ferðinni um
verslunarmannahelgina, bæði í
miðborginni og úti í hverfunum.
Hins vegar færi fíkniefnamálum
sem kæmu til kasta lögreglu held-
ur fjölgandi á milli ára.
Mikill erill var hjá lögreglunni í
Reykjavík um helgina, af þessum
sökum og öðrum, þótt fjöldi borg-
arbúa hafi sótt útihátíðir víðs
vegar um land. -jss
HOUSTON, AP Geimfararnir í geim-
ferjunni Discovery undirbjuggu í
gær sögulegan viðgerðarleiðangur
sem fer fram í dag. Stephen Robin-
son, einn geimfaranna, fer undir
geimferjuna til viðgerða, en slíkt
hefur ekki verið gert áður. Reyna á
að fjarlægja stykki sem skaga
framan úr hitahlíf á ferjunni. Ef
stykkin verða ekki fjarlægð segja
sérfræðingar NASA að mikil hætta
sé á ofhitnun þegar geimferjan
kemur aftur inn í lofthjúp jarðar.
Slík ofhitnun gæti leitt til þess að
Discovery spryngi í loft upp, líkt og
geimferjan Columbia gerði.
Robinson verður komið fyrir á
tæplega átján metra armi sem fé-
lagar hans stjórna innan úr geim-
ferjunni og færa þannig Robinson
að þeim stað undir geimferjunni
sem þarf að laga. Þar reynir hann
að losa þau stykki sem standa út úr
með handafli. Ef það virkar ekki
þarf hann að nota sög sem búin var
til í geimstöðinni til að saga stykkin
af. Sögin var búin til úr sagarblaði,
einangrunarlímbandi, frönskum
rennilás og öðrum hlutum sem voru
til taks í geimstöðinni. Á blaða-
mannafundi í gær sagði Robinson
að þetta væri mjög vandmeðfarið
verkefni, en hann treysti sér til að
leysa það.
Ef þessar aðferðir virka ekki
verða væntanlega aðrar tilraunir til
viðgerða gerðar á fimmtudag eða
föstudag.
Hlé var gert á undirbúningi leið-
angursins til að ræða við George W.
Bush, forseta Bandaríkjanna, í
síma. Þar þakkaði Bush geimförun-
um fyrir að taka áhættu í þágu
rannsókna. „Augljóslega, þegar þið
undirbúið að snúa aftur, biðja
margir Bandaríkjamenn fyrir
öruggri heimkomu ykkar,“ bætti
Bush við.
Eileen Collins, sem fer fyrir
áhöfn Discovery, svaraði því til að
hún og áhöfnin öll tryði sterklega á
geimleiðangra og rannsóknir á því
hvað væri að finna í geimnum: „Þau
skref sem við tökum nú eru því
þess virði og við viljum að allir viti
það“.
Discovery verður við geimstöð-
ina fram á laugardag og áætlað er
að geimferjan snúi aftur til jarðar á
mánudag. svanborg@frettabladid.is
UM BORÐ Skipherra farþegaskipsins
óskaði eftir því að æfing yrði haldin.
Æfing í Sundahöfn:
Sprengja í
farflegaskipi
ÖRYGGISMÁL Sprengjuæfing var
haldin um borð í farþegaskipingu
Seven Seas Navigator þegar það
lá inni í Sundahöfn. Landhelgis-
gæslan og Siglingastofnun tóku
þátt í æfingunni ásamt áhöfn
skipsins.
Æfingin hófst á því að tilkynnt
var um sprengjuhótun. Voru
sprengjusérfræðingar Landhelg-
isgæslunnar fluttir með þyrlu um
borð í skipið, þar sem þeir eyddu
sprengjunni.
Ætlunin er að skipuleggja fleiri
slíkar æfingar í framtíðinni. - grs
VEÐRIÐ Í DAG
Flug frá Eyjum:
500 töf›ust
vegna ve›urs
SAMGÖNGUR Tæplega 500 manns
sem áttu flug til Bakka urðu
strandaglópar í Vestmannaeyj-
um á mánudag vegna veðurs, en
flug hófst á ný um sexleytið á
þriðjudagsmorgun. Búið var að
flytja þá alla frá Eyjum um
þrjúleytið í gær.
Minni röskun varð á flugi til
Reykjavíkur en flug lá niðri um
tíma og þurftu fimmtíu að bíða
fram á þriðjudag eftir flugi.
Hundrað manns þáðu gistingu í
íþróttamiðstöðinni í Eyjum og
einnig var fjöldi fólks í flugstöð-
inni yfir nóttina.
- rsg
HÖRÐUR JÓHANNESSON
Lögreglan í Reykjavík var mikið á ferðinni
um verslunarmannahelgina, bæði í mið-
borgini og úti í hverfunum.
SKEMMDIR Á DISCOVERY Líkt og með geimferjunni Columbia hefur frauðbútur sem féll af
öðrum eldsneytistanki Discovery valdið skemmdum sem geta leitt til þess að geimferjan
springi þegar hún snýr aftur inn í lofthjúp jarðar.
Reyna einstaka
vi›ger› á Discovery
Gera á tilraun til fless a› laga skemmdir sem ur›u flegar geimferjunni Discovery
var skoti› upp. Aldrei á›ur hefur geimfari veri› sendur undir geimferju á fer›.
Kvennalisti stofnaður:
Áhersla á fjöl-
skyldumál
STOKKHÓLMUR Sænsku kvenna-
samtökin Feministiskt Initativ
íhuga að stofan kvennalista og
bjóða fram í næstu kosningum,
að því er fram kemur á vefsíðu
Sænska Dagblaðsins. Ákveðið
verður hvort stofna eigi sér-
stakan stjórnmálaflokk á árs-
fundi kvennasamtakanna í
næsta mánuði.
Á meðal stefnumála flokksins
verða kröfur um sex tíma vinnu-
dag og einstaklingsbundinn rétt-
ur foreldra til að ráðstafa fæð-
ingarorlofi sínu.
Ein af þeim sem leiða undir-
búningshóp fyrir stofnun stjórn-
málaflokksins er Gudrun
Schyman, fyrrum leiðtogi
vinstrimanna í Svíþjóð.
Hún segir marga sænska
kjósendur leggja áherslu á fjöl-
skyldumál. ■
Landamæradeilur í Írak:
Saka Kúvæta
um olíustuld
BAGDAD, AP Íraskir þingmenn
ásökuðu Kúvæta í gær um að
stela olíu Íraka og ræna af þeim
landsvæði.
Ásökunin, sem er svipuð
þeim sem Saddam Hussein not-
aði til að réttlæta innrásina í
Kúvæt 2. ágúst 1990, kom í kjöl-
far nokkurra minniháttar átaka
við landamæri Kúvæts og Íraks.
Sendinefnd Íraka fer til Kúvæts
í dag til að ræða um ástand mála
og segja báðir aðilar að vilji sé
til að leysa deiluna á friðsamleg-
an hátt.
Jawad al-Maliki, formaður
öryggis- og varnarmálanefndar
íraska þingsins, sagði í gær að
Kúvætar væru að koma fyrir lá-
réttum olíudælum allt að kíló-
metra innan við landamæri
Íraks. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÓK HÓPBIFREIÐ ÖLVAÐUR Töluvert
var um ölvunarakstur á mánudag.
Lögreglan á Húsavík stöðvaði öku-
mann hópbifreiðar með tíu farþega
fyrir ölvunarakstur. Ökumaðurinn
var íslenskur en í bílnum voru níu
erlendir ferðamenn. Lögreglan í
Borgarnesi stöðvaði ökumann sem
var að koma af útihátíð fyrir ölvun-
arakstur, einn var tekinn í Nes-
kaupstað og lögreglan í Stykkis-
hólmi tók alls sjö manns fyrir ölv-
unarakstur um helgina. Einnig var
mikið um hraðakstur á mánudag.
04-05 2.8.2005 22:23 Page 2