Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 23
Börn geta á öruggan og auð-
veldan máta ferðast um á
hjólum foreldra sinna.
Þótt reiðhjól séu sniðin að þörfum
eins manns er ekki þar með sagt
að fólk þurfi að gefast upp á hjól-
inu þegar börnin koma til sögunn-
ar. Á vef Fjallahjólafélagsins
kemur fram að einungis minni-
háttarbreytinga er þörf til að
hjólið samrýmist öllum þeim
kröfum sem foreldrar gera um
þægindi og öryggi barnanna
sinna.
Barnasæti á stöng hjólsins get-
ur hentað vel en þá er barnið
beint fyrir augum þess sem hjól-
ar. Þetta getur bæði verið kostur
og galli þar sem barnið getur
hæglega truflað þann sem hjólar.
Önnur góð leið er að koma börn-
um fyrir í vagni sem er tengdur
við hjólið. Í flestum hjólavögnum
er öryggisbelti og þyngdarpunkt-
urinn þar að auki svo neðarlega
að afskaplega litlar líkur eru á því
að vagninn velti. Vinsælasti
möguleikinn er þó tvímælalaust
að fá sérstakan barnastól sem er
festur aftan á hjólið. Þessi mögu-
leiki er heppilegur ef farið er með
gát því hjólið með aukaþunganum
er valt og skal því alltaf varast að
skilja barnið eftir á hjólinu.
Alveg sama hvaða leið er farin
verður höfuð barnsins að vera vel
varið með hjálmi. Einnig þarf að
hafa í huga að barnið erfiðar ekki
á hjólinu og því þarf það að vera
betur klætt en sá sem hjólar.
Meira en tveir þriðju af fólki á
aldrinum átján til 24 ára segir
að eyðsluhættir foreldra sinna
hafi áhrif á viðhorf þeirra til
peninga. Því er mikilvægt að
kenna börnum gildi peninga
þar sem það hjálpar þeim um
ókomna tíð.
• Notað einfalt
líkan þegar
börnin þín eru
ung, eins og
kökusneið, til
að sýna hve
mikill pen-
ingur fer í
mat, reikninga
og önnur heimilisút-
gjöld. Skerðu minni sneiðar
fyrir reglulegan sparnað og
önnur sérstök kaup eins og
frí. Ef kakan er borðuð á
eftir er það góð hvatning
svo barnið hlusti.
• Ef börnin þín fá reglulegan
vikupening ættirðu að
hvetja þau til að spara hluta
af peningunum fyrir eitt-
hvað sérstakt, eins og skóp-
ar. Hvettu þau til að eyða
ekki öllu í einu.
Þannig meta
þau hve
mikið hlut-
ir kosta.
• U p p h æ ð
vikupening-
anna breyt-
ist þegar
barnið þitt
eldist og
kemst að því
hve mikið vinirnir fá. Tal-
aðu við foreldra vinanna til
að kanna hvað vinirnir fá í
vikupening og ákveddu síð-
an hvað þér finnst sann-
gjarnt. Best er að börnin
geti unnið fyrir peningun-
um með því að gera húsverk
eða eitthvað slíkt.
• Segðu barninu hve mikið
hlutir kosta þegar þú ert
að versla í stórmörkuðum.
Bentu á verðin, berðu sam-
an verð á mismunandi vör-
um og segðu barninu hvað
er dýrt og hvað ódýrt.
• Besta leið-
in til að
h j á l p a
börnum að
læra meira
um að safna og
sjá um sinn eigin
pening er að láta þau fá
sinn eigin banka-
reikning. Ekki
samt letja þau ef
þau vilja taka út
pening þegar
þeim langar að
eiga eitthvað
því það gæti
talið þau af því
að safna aftur.
• Talaðu við barnið um vext-
ina í bankanum og útskýrðu
fyrir þeim hvernig peningar
ávaxta sjálfa sig inn í bank-
anum.
• Þegar barnið þitt vex úr
grasi máttu setja það inn í
hvernig peningaáætlun fyr-
ir heimili virkar. Þannig fá
þau skilning á því hvað kost-
ar að lifa og hvernig á að
spara.
• Hjálp-
aðu barn-
inu að læra
muninn á milli
þarfa, langana og
óska. Kenndu því að
þó því langi í eitthvað
þýðir það ekki að það
hafi efni á því. Þetta
mun væntanlega hjálpa
þeim að taka góðar eyðsluá-
kvarðanir í framtíðinni.
• Vertu opinská/r um pen-
inga og talaðu við börnin
þín um þá. Tryggðu að
börnin viti að þau geti
alltaf leitað til þín um fjár-
hagsráðgjöf, upplýsingar
og hjálp.
Bókin er sannur félagi
margra barna, jafnt sumar
sem vetur, enda gott að grípa
til hennar þegar hlé er gert á
útiveru. Sum bókasöfn efna til
lestrarhvetjandi námskeiða á
sumrin fyrir börn sem heita
einfaldlega Sumarlestur.
Amtsbókasafnið á Akureyri hélt
fjögurra vikna sumarlestrar-
námskeið fyrir níu ára börn í
júní og var það fimmta árið í
röð. Ingibjörg Magnúsdóttir er
barnabókavörður þar og segir
þátttöku hafa verið mjög góða í
ár. „Það voru um 40-50 börn á
þessum námskeiðum í allt og
þau lásu samtals í kringum 20
þúsund blaðsíður.“ Hún segir
kappið mikið við lesturinn og
þótt námskeiðið hafi bara verið
ætlað níu ára börnum er hún
ekki í vafa um að þetta átak
smiti út frá sér bæði til systkina
og vina þeirra sem þátt tóku.
Sem eðlilegt er eru börnin mis-
jafnlega á vegi stödd með lest-
urinn og Ingibjörg segir lesefn-
ið af ýmsum toga. Þau sterkustu
séu dottin í Harry Potter-heim-
inn og Ævintýrabækur Enid
Blytons hafi notið mikilla vin-
sælda í sumar. Hún nefnir líka
Einhyrninginn og seríu um
drenginn Svan svo og bækur
Guðrúnar Helgadóttur. Léttmeti
er mikið lesið eins og Syrpur og
Andrés Önd og teiknimyndasög-
urnar segir hún afar vinsælar af
drengjum og Galdrastelpurnar
af stúlkum. „Það eru fantasíur
með smá spennu sem höfða til
þessa aldurshóps en þó má ógeð-
ið ekki vera of mikið,“ segir
Ingibjörg. Þess má geta að á
námskeiðinu fengu börnin að
kynnast öllum kimum safnsins
og líka skoða leikhúsið og menn-
ingarstofnanir Listagilsins.
Einnig var Nonnahús heimsótt.
Ingibjörg kveðst finna fyrir
auknum áhuga barna á bókum
almennt og segir þau dugleg að
koma og taka sér bækur til að
fara með í sumarbústaðinn.
Í Borgarbókasafninu í Ár-
bænum var efnt til lestrarátaks
6-10 ára barna í sumar og er því
nýlokið að sögn Óskars Einars-
sonar, bókavarðar. Hann segir
að hvert barn sem þátt tók hafi
lesið að meðatali sjö bækur á
rúmum mánuði. „Allur lestur
kemur krökkunum til góða þeg-
ar þau setjast aftur á skólabekk-
inn enda finna kennararnir það
á haustin ef börnin halda lestar-
kunnáttunni við yfir sumarið,“
segir Óskar sannfærandi.
gun@frettabladid.is
5MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2005
Hjólavagn er öruggur kostur fyrir börn.
Barnastólar á reiðhjól
Fantasíur með smá spennu vinsælastar
Gott er að fá sér bók að lesa þegar lítið er að gera. Þetta veit Jónína Anna Óskarsdóttir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Þú ert fyrirmynd
Reyndu að móta eyðsluhætti barnsins þíns
áður en það er of seint.
22-23 (04-05) allt Börn 2.8.2005 19:19 Page 3