Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 2
2 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
SKAFTÁRHLAUP Hlaupið í Skaftá
náði hámarki í gærmorgun en
þá mældist rennslið við
Sveinstind 720 rúmmetrar á
sekúndu.
Að sögn Sverris Óskars Elef-
sen hjá Vatnamælingum Orku-
stofnunar er því hlaupið orðið
álíka hlaupunum 2000 og 2002
en mun stærra og meira en síð-
asta hlaup, sem var 2003.
Rennsli Skaftár við Kirkju-
bæjarklaustur mældist rúmlega
114 rúmmetrar á sekúndu í gær-
morgun en um miðjan dag náði
það svo hámarki. Við Kirkju-
bæjarklaustur hefur áin kvísl-
ast og er því öllu minni en við
Sveinstind.
Ekki hefur ennþá gefist færi
á að fljúga yfir Vatnajökul til að
sjá úr hvorum katlinum hlaupið
kemur og liggur það því á huldu
að sögn Sverris Óskars.
Oddsteinn Kristjánsson,
bóndi í Hvammi, segir að áin
hafi verið tilkomumest við tún-
fótinn hjá sér um hádegi í gær
en talsvert hafi dregið úr hlaup-
inu seinnipartinn. Hann segir þó
að þetta sé með minni hlaupum
og segir þau fara minnkandi þó
þetta hlaup skáki því síðasta.
„Áður fór hún alltaf yfir veginn
en hún hefur það ekki af leng-
ur,“ segir Oddsteinn. - jse
SVEITARSTJÓRNARMÁL Viðræðunefnd
R-listaflokkanna kemur ekki
saman í þessari viku eins og
fyrirhugað var. Viðmælendur
Fréttablaðsins í viðræðunefnd-
inni segja að sumarleyfi og fjar-
vera einstakra nefndarmanna
komi í veg fyrir að fundur geti
verið haldinn en búast má við að
nefndin komi saman á þriðjudag-
inn í næstu viku til að ræða
framtíð R-listans.
Forystumenn í viðræðunefnd-
inni lýstu því yfir í Fréttablaðinu
um þarsíðustu helgi að framtíð
R-listans myndi skýrast um og
eftir verslunarmannahelgina
enda þyldi samstarfið ekki frek-
ari bið þar sem hefja þyrfti kosn-
ingaundirbúning flokkanna ef
ekkert yrði af samstarfi R-lista-
flokkanna.
Viðmælendur Fréttablaðsins í
viðræðunefndinni telja að næsti
fundur geti ráðið miklu en verði
ekki endilega sá síðasti. Enginn
flokkanna þriggja þori að slíta
viðræðunum enn sem komið er
og allt kapp sé lagt á að reyna að
koma listanum saman, ekki síst í
kjölfar síðustu kannana sem sýni
meirihluta Sjálfstæðisflokks í
borginni. -hb
Hafa meiri trú á
Gísla Marteini
Samkvæmt könnun Gallup telja 37 prósent Reykvíkinga a› Gísli Marteinn
Baldursson sé líklegastur til a› lei›a sjálfstæ›ismenn til sigurs í borginni. Um
30 prósent telja Vilhjálm fi. Vilhjálmsson líklegastan.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Sam-
kvæmt nýrri viðhorfskönnun
Gallup telja tæp 37 prósent borg-
arbúa Gísla Martein Baldursson
líklegastan til að leiða lista sjálf-
stæðismanna til sigurs í næstu
borgars t jórnarkosn ingum.
Næstur kemur Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson með tæp 30 prósent.
Auk þeirra mátti velja um Guð-
laug Þór Þórðarson, Hönnu
Birnu Kristjánsdóttir og Júlíus
Vífil Ingvarsson, en 29 prósent
aðspurðra töldu eitthvert þeirra
sigurstranglegast.
Í annari spurningu var aðeins
spurt um þá tvo og hlaut Gísli
53,6 prósent en Vilhjálmur 46,4.
Marktækur munur var á afstöðu
kynjanna: Gísli naut fylgis 51
prósents karla og 56 prósenta
kvenna en Vilhjálmur 49 pró-
senta karla og 44 prósenta
kvenna. Einar Örn Ólafsson, tals-
maður aðstandenda könnunar-
innar, segir að ekki hafi verið
marktækur munur milli þeirra
þegar tekið var tillit til aldurs
eða hverfa.
„Ég er auðvitað mjög þakklát-
ur fyrir þetta traust,“ segir Gísli
Marteinn. „Ég met það auðvitað
mikils að Reykvíkingar skuli
hafa trú á mér, sérstaklega þar
sem ég er ekki búinn að lýsa yfir
framboði í eitt né neitt. Mér
finnst þetta líka hátt
hlutfall miðað við að
fólk þekkir mig að-
allega af öðrum
störfum en stjórn-
málum, þótt vissu-
lega sé ég bú-
inn að vinna
í þeim um
n o k k u r t
árabil.“
G í s l i
Marteinn segist ekki ætla að
gera það upp við sig strax hvaða
sæti hann sækist eftir en hann
segir engan hafa haft samráð við
sig um gerð þessarar könnunar.
„Ég er mjög þakklátur fyrir
þann stuðning sem þessi við-
horfskönnun sýnir,“ segir Vil-
hjálmur um útkomuna. „Á hinn
bóginn er erfitt að lesa ákveðnar
niðurstöður úr þessari könnun
þar sem ekki er sérstaklega get-
ið um afstöðu sjálfstæðis-
manna.“ Hann segist vera harðá-
kveðinn í að gefa kost á sér í
fyrsta sætið í prófkjörinu og
bendir á að fylgi flokksins hafi
undir hans forystu farið úr fjöru-
tíu prósentum í hátt í fimmtíu
prósent. grs@frettabladid.is
Tyrkneskur ferðamannabær:
Níu slasast í
sprengingu
ANKARA, AP Níu slösuðust í gær þeg-
ar tvær sprengingar urðu í ruslaföt-
um í tyrkneska bænum Antalya,
sem er vinsæll ferðamannastaður
við strönd Miðjarðarhafsins. Lög-
reglan gat í gær ekki staðfest hvort
sprengingarnar hefðu orðið vegna
sprengja eða hvort einhvers konar
loftþrýstihylki hefði sprungið í hit-
anum.
Fyrri sprengingin varð um hálf
þrjú að staðartíma, þegar verið var
að tæma ruslafötu. Seinni spreng-
ingunni varð tíu mínútum síðar.
Kúrdar, íslamskir öfgahópar og
vinstrisinnaðir öfgamenn hafa að
undanförnu staðið fyrir sprenging-
um á ferðamannastöðum í Tyrk-
landi. ■
Lík níu barna í Þýskalandi:
Mó›irin gefur
sig fram
FRANKFURT, AP Kona sem grunuð er
um að hafa myrt níu nýfædd börn
hefur staðfest að þetta hafi verið
börn hennar. Hún segist ekki muna
hvernig þau dóu.
Konan, sem er 39 ára og hefur
einungis verið nafngreind sem
Sabine H., var handtekin á sunnu-
dag. Hún er grunuð um manndráp
eftir að lögregla fann lík níu barna í
blómapottum í þorpi nálægt landa-
mærum Póllands. Talið er að börnin
hafi fæðst á árunum 1988 til 1999.
Annette Bargenda, saksóknari í
málinu, sagði í gær að konan segðist
ekki muna hvernig börnin létust,
þar sem hún hefði drukkið mikið á
þessum tíma. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÖLVUÐ Á HRINGBRAUT Kona á
fimmtugsaldri var tekin á Hring-
braut um þrjúleytið í gær grunuð
um ölvun við akstur. Hún var
flutt á næstu lögreglustöð til
sýnatöku.
TONY BLAIR John Burton segir Blair ætla
að hætta á þingi.
Kjörtímabil Tonys Blair:
Hættir á flingi
LONDON, BBC Þetta er síðasta kjör-
tímabil Tonys Blair, ekki einungis
sem forsætisráðherra heldur
einnig sem þingmanns. Þetta er
haft eftir John Burton, einum
helsta vini og stuðningsmanni
Blairs. Blair hefur þegar sagt að
hann verði ekki forsætisráðherra
á næsta kjörtímabili, sigri Verka-
mannaflokkurinn aftur.
Miklar vangaveltur hafa verið
uppi um hvað Blair taki sér fyrir
hendur og hafa störf innan Evr-
ópusambandsins eða Sameinuðu
þjóðanna helst verið nefnd. ■
SPURNING DAGSINS
Hreimur, ertu sleginn?
„Sleginn... og sterkari fyrir vikið.“
Hreimir Heimisson söngvari lenti í Árna Johnsen,
sem sló til hans á sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum.
Hvert eftirtalinna telur þú líklegast til að velta R-listanum úr sessi og leiða Sjálf-
stæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík?
Fjöldi Hlutfall% Vikmörk%
Gísla Martein Baldursson 113 36,9 5,4
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson 91 29,7 5,1
Guðlaug Þór Þórðarson 41 13,4 3,8
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur 39 12,7 3,7
Júlíus Vífil Ingvarsson 22 7,2 2,9
Ekkert ofangreindra 183 29,1
Tóku ekki afstöðu 140 22,3
Fjöldi svarenda 629 100
Hvorn telur þú líklegri til að velta R-listanum úr sessi og leiða Sjálfstæðisflokkinn
til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík?
Fjöldi Hlutfall% Vikmörk
Gísla Martein Baldursson 218 53,6 4,8
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson 189 46,4 4,8
Fjöldi svarenda 629
SKAFTÁRHLAUP Veldi Skaftár var hvað mest í gærmorgun en svo dró úr því síðdegis.
Hlaupið nú er svipað og það var árin 2000 og 2002.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Skaftárhlaupið er í rénun:
Hlaupi› ná›i há-
marki vi› Sveinstind
VIÐRÆÐUNEFND R-LISTAFLOKKANNA Engin niðurstaða hefur fengist. Talið er að næsti
fundur geti ráðið miklu framtíð R-listans.
Engin niðurstaða komin í viðræðurnar um framtíð R-listans:
Fyrirhugu›um fundi fresta›
LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLVELTA Á FLJÓTSHEIÐINNI Bifreið
valt á þjóðveginum um Fljótsheiði
á þriðjudagsmorgun en lögreglan á
Húsavík fékk tilkynningu um at-
vikið um hálfáttaleytið. Bifreiðin
skemmdist mikið og er jafnvel
ónýt en bílstjórinn, sem var einn í
bílnum, slapp með skrámur.
17 ÁRA Á 155 Sautján ára gamall
piltur var mældur á 155 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut í
fyrrinótt, nærri Smáralind. Hann
var einn í bílnum og hélt áfram
ferð sinni.
MEÐ FÍKNIEFNI Í BANKASTRÆTI
Lögregla fann í gærkvöld lítið
magn af fíkniefnum á manni sem
var á gangi upp Bankastræti.
Voru þau gerð upptæk, en maður-
inn hélt áfram för sinni þótt hann
virtist ölvaður.
02-03 2.8.2005 22:40 Page 2