Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 67
Seljakirkja í sumarskapi 2 leikjanámskeið verða haldin fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í Seljakirkju í ágúst. Þau verða sem hér segir: 8.-12. ágúst 15.-19. ágúst Skráning stendur yfir í síma kirkjunnar 567 0110 og þar eru frekari upplýsingar gefnar. Jörðin er óbyggileg vegna mengunnar og þeir sem lifðu af efnaógnina hafast við neðanjarð- ar. Þetta er dauðhreinsað samfé- lag sem minnir um margt á heim Orwells í 1984. Kynlíf og náin snerting er bönnuð meðal íbúanna sem allir ganga í eins göllum. Þá er náið eftirlit haft með andlegu og líkamlegu ástandi neðanjarðar- fólksins, fæðutegundir eru skammtaðar samkvæmt kól- estrólmagni hvers og eins og allir una því sáttir við sitt. Eða næstum því allir. Ewan McGregor leikur ungan mann sem vill vita meira um lífið og til- veruna en staðhaldarar telja æskilegt. Hann er svolítið eins og efasemdamaður í leit að Guði og vill vita hver það er sem skapar honum örlög og þvær hvíta jogg- inggallann hans. Honum er haldið góðum, líkt og samborgurum hans, með loforði um paradísarvist á Jörðu en fólki er talin trú um að Eyja, hrein nátt- úruperla, sé enn ómenguð og reglulega eru „heppnir“ neðan- jarðarbúar dregnir úr lottópotti og fluttir til Eyjunnar. Hnýsni McGregors og leit hans að Guði verður þó til þess að hann kemst að því að það er engin Eyja til og dauðinn býður þeirra sem fá farmiða þangað. McGregor og fé- lagar eru nefnilega klónar og not- aðir sem varahlutageymslur. Líf- færi úr þeim, ásamt börnunum sem þeir eignast, eru svo seld ríka fólkinu ofan jarðar, þar sem lífið gengur sinn vanagang. Þrátt fyrir blátt bann hefur McGregor heillast af fallegri blómarós, sem Scarlett Johansson leikur, og þegar kall hennar til Eyjunnar kemur bjargar hann ástinni sinni og þau leggja á flótta. Eftirförin er hin æsilegasta enda leiðist leikstjóranum Mich- ael Bay (Armageddon, The Rock, Bad Boys) ekkert að velta bílum, sprengja hús og drepa fólk. Við fáum því feikistóran skammt af spennu, slagsmálum, gjörsamlega brjáluðum bílaeltingaleik og of- beldi og það verður að segjast eins og er að allt er þetta býsna vel gert. The Island er því fyrirtaks af- þreying. Ekta popp og kók sum- arsmellur og kærkomin tilbreyt- ing frá risastórum framhalds- myndum og tækniundrum sem hafa drottnað yfir bíósölunum frá því í maí. Leikararnir standa vel fyrir sínu en Steve Buschemi stel- ur senunni að vanda en hann get- ur auðvitað ekki klúðrað hlutverki furðulega vísindamannsins sem er eins og skrifað fyrir hann. Það er svo alger aukabónus að þessi spennuhlaðna sumarmynd veki upp siðferðilegar spurningar, þótt ekki risti þær djúpt. Það gef- ur þessari framtíðarsýn þó aukna dýpt að vísindaskáldskapurinn og framtíðarmyndirnar hafa oft gefið forsmekkinn af því sem koma skal. Þórarinn Þórarinsson Paradísarmissir THE ISLAND LEIKSTJÓRI: MICHAEL BAY LEIKARAR: EWAN MCGREGOR, SCARLETT JOHANSSON, SEAN BEAN NIÐURSTAÐA: The Island er fyrirtaks afþrey- ing. Ekta popp og kók sumarsmellur og kærkomin tilbreyting frá risastórum fram- haldsmyndum og tækniundrum sem hafa drottnað yfir bíósölunum frá því í maí. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN 66-67 (30-31) BÍÓhúsin 2.8.2005 20:06 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.