Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 6
BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sótti í fyrrinótt fjóra menn í
skútuna Svölu ISL 1840, sem bilað
hafði um hundrað sjómílur suð-
austur af landinu.
Bóma sem heldur stórsegli
hafði brotnað og sigldi skútan með
vélarafli en var orðin olíulítil
þegar áhöfn afréð að kalla á að-
stoð Landhelgisgæslunnar klukk-
an tíu að kvöldi mánudags. Þyrlan
TF-LIF var komin að skútunni
klukkan 1:20 og um tvöleytið var
búið að hífa fjórmenningana upp í
þyrluna. Að því loknu var skútan
skilin eftir á reki.
Tryggingafélagið Sjóvá-
Almennar, sem greiðir björgunar-
kostnað, samdi síðdegis í gær við
Slysavarnafélagið Landsbjörg um
að hún sendi björgunarskipið Haf-
björgu frá Neskaupstað til að leita
skútunnar og lagði skipið af stað
síðdegis í gær. Jón Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Landsbjargar,
segist nokkuð bjartsýnn á að skút-
an finnist fljótlega en þó megi bú-
ast við því að upp undir tvo sólar-
hringa taki að koma henni í höfn.
Þeir eigendur bátsins sem
Fréttablaðið náði tali af eiga ekki
von á því að skútan verði fyrir
frekara tjóni þar sem hana rekur í
norðaustur með rekakkeri í eftir-
dragi þar sem vel var frá henni
gengið.
„Vissulega verður maður
óöruggur þegar tækin virka ekki
eins og þau eiga að gera og maður
er staddur í haugasjó úti á regin-
hafi,“ segir Jón Víkingur Hálfdán-
arson, sem var um borð í skútunni
og er einn eigenda hennar. Engum
varð meint af sjóvolkinu en mönn-
um var talsvert brugðið, að sögn
Jóns Víkings.
Hann segir að veðurupplýsing-
ar frá Færeyjum hafi verið
óábyggilegar og það hafi gert
skipverjum erfitt fyrir að meta
aðstæður þegar olían var af skorn-
um skammti.
Svala lagði í Færeyjaför sína 22.
júlí síðastliðinn en þá með aðra
áhöfn. Byrjaði sú ferð brösulega
þar sem gír skútunnar bilaði og ekki
fékkst viðgerð í Vestmannaeyjum
eins og vonast var eftir. Var þá
ákveðið að sigla til Færeyja þrátt
fyrir bilunina. Tókst sú ferð vel og
var gert við gírinn þar í landi.
jse@frettabladid.is
6 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Nýtt starfsfyrirkomulag strætisvagnabílstjóra:
Ósáttir vagnstjórar segja upp
SAMGÖNGUR Dæmi eru um að
strætisvagnabílstjórar hafi hætt
störfum vegna óánægju með breyt-
ingar á starfsfyrirkomulagi sam-
fara nýju leiðakerfi, að sögn Ás-
geirs Eiríkssonar, framkvæmda-
stjóra Strætó bs.
Aukaferðir stofnleiða á álags-
tímum sem gert er ráð fyrir í nýja
leiðakerfinu hafa verið felldar
niður í þessari viku vegna mann-
eklu. Vonir standa þó til að ekið
verði samkvæmt nýja leiðakerfinu
frá byrjun næstu viku, að sögn Ás-
geirs.
„Okkur tókst ekki að ráða nógu
marga í afleysingar, auk þess sem
menn hafa hætt hér og haldið til
starfa annars staðar,“ segir Ásgeir.
„Nýja leiðakerfið kallar einnig á
eilitla fjölgun stöðugilda sem okkur
hefur ekki tekist að mæta.“
Forsvarsmönnum Strætós hefur
borist nokkur fjöldi athugasemda
við nýja leiðakerfið. Stjórn fyrir-
tækisins tekur afstöðu til þessara
erinda á fundi sínum á föstudag.
„Málin verða skoðuð í heild sinni og
síðan verður tekin afstaða til þess
hvort og þá hverju breyta eigi,“
segir Ásgeir. - ht
FASTEIGNASALA Seyðisfjarðarbær
hefur ákveðið að selja eignar-
haldsfélaginu Kass ehf. fjórtán
íbúðir í eigu sveitarfélagsins á
samtals 75,4 milljónir króna.
Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri
á Seyðisfirði, segir að Kass
muni endurleigja íbúðirnar og
segist Tryggvi þokkalega sáttur
við verðið sem fékkst fyrir eign-
irnar.
Ævar Dungal, sölustjóri fast-
eignasölunnar Dómuss á Egils-
stöðum, segist vera búinn að
selja á þriðja tug eigna á Seyðis-
firði í ár og það sé mikil breyt-
ing frá fyrri árum þegar lítil
hreyfing var á fasteignamark-
aðinum á Seyðisfirði. „Fast-
eignaverð á Seyðisfirði er tölu-
vert lægra en á Egilsstöðum og
flestar eignir á Seyðisfirði sem
ég hef verið með til sölu hafa
selst fljótt og vel. Nær allir
kaupendurnir eru búsettir utan
Seyðisfjarðar og í flestum til-
fellum er um að ræða fólk sem
er að kaupa sumarhús eða fjár-
festa sem ætla að nýta eignirnar
á ýmsan máta,“ segir Ævar. - kk
Verslunarmannahelgin:
Engin nau›gun
veri› tilkynnt
VERSLUNARMANNAHELGIN Enginn
hefur leitað til Stígamóta og Neyð-
armóttöku vegna nauðgunarmála
eftir helgina.
Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamót-
um segir svipað hafa gerst í fyrra
en þá leituðu tíu konur til samtak-
anna síðar á árinu vegna nauðgana
sem tengdust útihátíðum um versl-
unarmannahelgi.
„Við skulum vona að engin brot
hafi verið framin en það er því
miður ekki útséð um það ennþá.
Við hvetjum konur til að leita sér
hjálpar ef þeim líður illa, það er
mjög mikilvægt að þær fái hjálp,“
segir Guðrún og tók Eyrún B. Jóns-
dóttir, umsjónarhjúkrunarfræðing-
ur á Neyðarmóttökunni í sama
streng. -rsg
Hræringar í viðskiptalífinu:
Frá Bur›arási
til TM Software
VIÐSKIPTI Friðrik
Jóhannsson, frá-
farandi forstjóri
Burðaráss, hefur
keypt meirihluta
í upplýsinga-
tæknifyrirtæk-
inu TM Software.
Kaupverðið er
ekki gefið upp en
þeir sem selja
eru Burðarás,
sem átti 41 pró-
sent, og Straumur Fjárfestingar-
banki, sem átti 11 prósent.
Friðrik segist hlakka til að
koma að rekstri TM Software
sem einn af eigendum eftir að
hafa verið stjórnandi í fyrirtækj-
um síðustu sautján árin. At-
burðarásin hafi verið hröð en
andrúmsloftið jákvætt. Fjögur
hundruð manns vinni hjá fyrir-
tækinu, það velti fjórum millj-
örðum króna á ári og hafi vaxið
mjög. Gert sé ráð fyrir frekari
vexti erlendis. - bg
Hraðakstur útlendinga:
Sta›grei›a
sektirnar
UMFERÐARMÁL Lögregla víða um
land segir að íslenskir ökumenn
hafi heldur hægt á sér frá því
herferðin gegn hraðakstri hófst.
Útlendir ökumenn virðast hins
vegar ekki eins vel með á nótun-
um og er svo komið að sums
staðar eru þeir meirihluti þeirra
sem sektaðir eru.
Þar sem ekki er talið á það
hættandi að senda þeim sektirn-
ar heim verða þeir að greiða
þær á staðnum og hefur lögregl-
an oft þurft að munda posavél-
arnar þótt sumir greiði með
seðlum.
- jse
Fórst þú á útihátíð um
verslunarmannahelgina?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Var rétt staðið að lóðaúthlutun-
inni í Kópavogi í síðustu viku?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
81%
19%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÁSGEIR EIRÍKSSON Segir að reynt verði
að aka eftir nýju leiðakerfi Strætó frá
byrjun næstu viku en aukaferðir stofn-
leiða hafa verið felldar niður aðra
vikuna í röð vegna manneklu.
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16).
www.icelandair.is/amsterdam
Amsterdam
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta
sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið.
Flug og gisting í þrjár nætur
Verð frá 39.900 kr.
Ver› á mann í tvíb‡li á Albus Grand
19.-22. jan., 9.-12. mars
Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar, fljónustugjöld
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
29
01
3
0
8/
20
05
Ólöglegar veiðar:
Tveir teknir í
loku›u hólfi
VEIÐAR Tveir línubátar voru staðn-
ir að meintum ólöglegum veiðum í
Reykjafjarðarál norðaustur af
Ströndum aðfaranótt þriðjudags.
Bátarnir voru að veiðum í lokuðu
hólfi, sem er að sögn Dagmarar
Sigurðardóttur, lögfræðings Land-
helgisgæslunnar, brot á reglugerð
um friðunarsvæði við Ísland, nr
809 frá árinu 2002. Bátarnir voru
að veiða þorsk, ýsu og steinbít og
var afli annars bátsins fjögur og
hálft tonn. Varðskip Landhelgis-
gæslunnar var við eftirlit á svæð-
inu og óskaði eftir því að lögreglan
á Blönduósi tæki á móti bátunum í
við komuna til hafnar. Lögreglan
tók skýrslur af skipstjórunum í
gær en skipverjarnir töldu sig
vera að veiða á löglegu svæði.
- rsg
M
YN
D
/E
IN
AR
B
R
AG
I
FRÁ SEYÐISFIRÐI Fjárfestar horfa í auknum mæli til Seyðisfjarðar varðandi fasteignakaup
auk þess sem ýmsir vilja eiga þar sumarhús.
Stjórnlaus í stórsjó
fiyrla Landhelgisgæslunnar bjarga›i fjórum mönnum úr sjávarháska í fyrri-
nótt. Mennirnir voru um bor› í skútunni Svölu sem bila›i milli Íslands og
Færeyja. Björgunarskip leitar skútunnar flar sem hana rekur mannlausa.
BJÖRGUN ÁHAFNAR Á SVÖLU
Fjórmenningarnir taka við línunni úr þyrlunni.
VARÐSKIP Í HÖFN Landhelgisgæslan góm-
aði tvo báta að ólöglegum veiðum norður
af landinu í fyrrinótt.
Fasteignasala glæðist á Seyðisfirði:
Bærinn selur fjórtán íbú›ir
FRIÐRIK JÓ-
HANNSSON
Hlakkar til að
koma að rekstri
TM Software.
06-07 2.8.2005 22:30 Page 2